Þjóðmál - 01.03.2013, Side 28

Þjóðmál - 01.03.2013, Side 28
 Þjóðmál voR 2013 27 skapar sjálft engin verðmæti . Byrði þeirra, sem vinna, verður því sífellt þyngri, svo að í óefni stefnir . Í öðru lagi eru ekki til neinir traustir gjaldmiðlar, eins og var fyrir 1914, þegar þeir voru flestir á gullfæti . Nú er tækifærum stjórnvalda til að falsa myntina litlar skorður settar, enda bendir margt til þess, að það verði þrautaráðið, jafnt í Evrópu og Bandaríkjunum . Ekki er samt öll von úti . Íslendingar reka arðbæran sjávarútveg, þótt núverandi stjórn völd valdi nú óþarfri óvissu um fram - tíðarskilyrði hans . Þjóðin á talsvert af óvirkj- aðri orku, þótt stjórnvöld standi í vegi fyrir nýjum virkjunum . Ferðamannaþjón usta er vaxandi atvinnuvegur, þótt stjórnvöld reyni nú að leggja á hana hærri skatta . Landið er harðbýlt, en þjóðin fámenn, svo að nóg er til skiptanna, ef ráðum foringja okkar í sjálf- stæðisbaráttunni, Jóns Sigurðssonar, um frelsi í atvinnumálum, verður fylgt . Kapítal- isminn lifir af þær fimm bækur, sem hér hefur verið vikið að, og frjálshyggjan er sem fyrr heppilegasta leiðarstjarna þeirra, sem vilja leyfa einstaklingunum að vaxa og þroskast eftir eigin eðli og lögmáli . Heimildaskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn [International Monetary Fund], 2012 . World Economic Outlook Database, October . Aðgengilegt á heimasíðunni imf .org Arnljótur Ólafsson, 1880 . Auðfræði. Kaupmannahöfn: Hið íslenska bókmenntafélag . Avery, J . E ., Siebeneck, T . P ., og Tate, R . P ., 2011 . Gross Domestic Product by State. Advance Statistics for 2010 and Revised Statistics for 2007–2009. Bureau of Economic Analysis . Heimasíða www .bea .gov Bessard, Pierre, 2007 . Tax Competition: The Swiss Case . Cutting Taxes to Increase Prosperity. Ritstj . Hannes H . 5 . línurit . Þegar borin er saman þróun atvinnufrelsis á Norðurlöndum frá 1970, sést, að Ísland sker sig úr síðustu árin . Hér hefur atvinnufrelsi snarminnkað, en aukist lítillega á öðrum Norðurlöndum þrátt fyrir fjármálakreppuna . Heimild: Gwartney (2012).

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.