Þjóðmál - 01.03.2013, Side 40

Þjóðmál - 01.03.2013, Side 40
 Þjóðmál voR 2013 39 komandi kynslóðir, en súrara fyrir okkur ef við nýtum ekki þá orku sem til staðar er núna . Hvernig má vera að gagnrýnin hugsun, sem margboðuð er í námskránni, hafi ekki leitt til þess að menn kæmu auga á þetta? Það er innbyggð þver sögn í rök- færslunni en líka öfgar sem eiga ekkert skylt við sjálfbærni . Þeir sem fylgst hafa með hrossakaupum vinstri flokkanna í tengsl- um við rammaáætlun um náttúrua uðlindir átta sig á muninum milli þessara tveggja áætlana . Rammaáætlunin er skammtíma- redding, sem aðeins er ætlað að viðhalda lífi ríkis stjórnar innar . Langtímaplanið leynist hins vegar í aðalnámskránni . Þögnin, sem ríkir um námskrána, sýnir hve vel hefur tekist að plægja jarðveginn fram að þessu . Pólitísk rétthugsun, sem gegnsýrir uppeldi á opinberum stofnunum, slekkur á viðvörunarbjöllum sem annars ættu að klingja, þegar samfélagslegri vitund og virkri þátttöku ungmenna til að „umskapa og umskrifa heiminn með því að skapa eigin merkingu“ (bls . 17) er heitið í námskrá hins opinbera . Það má auðveldlega ímynda sér hvernig samræður fara fram þegar hvert orð, hver setning hefur sína merkingu, allt eftir því hver talar og í hvaða umhverfi . Það að opinber menntastefna skuli svo blygðunarlaust ætla að grafa undan málvitund barna með valdboði og það án umræðu í samfélaginu hlýtur að vera einsdæmi . Ekki það að úr háum söðli sé að detta eins og uppskera málstefnunnar í íslenskum skólum birtist okkur . Þetta hefur þó ekki farið fram hjá dósent í íslensku í Háskóla Íslands, Baldri Sigurðssyni, sem ekki er að skafa utan af því og lét nýlega hafa eftir sér „[M]álkenndin er í tómu tjóni“ og er hann ekki sáttur við kennslugögn grunnskólans í málfræði og íslensku . Annar sérfræðingur í uppeldismálum, Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálarfræði í Noregi, vill nýja taktík í grunnkennslu barna . Viðtal við hann birtist nýlega í Morgunblaðinu þar sem hann leggur til nýja nálgun við kennslu barna á fyrstu stigum skólagöngunnar . Áherslan skuli vera á lestur og stærðfræði; fögin sem leggja grunn að öllu öðru námi . Hann leggur til að skóladagurinn hefjist með góðri hreyfingu og síðan, meðan börnin eru enn fersk og móttækileg, tekur við kennsla í grunnfögunum tveimur með hæfilegum hléum á milli . Tíminn eftir hádegi nýtist síðan til annarrar kennslu . Hermundur kallar eftir áræðnum stjórn völdum sem séu tilbúin að „láta hvert barn fá áskorun við hæfi“ . Efast má um að núverandi stjórnvöld séu tilbúin að endurskoða hug sinn í þeim málum þar sem „skóli án aðgreiningar“ er svo gott sem meitlaður inn í sál þeirra . Góð reynsla Svía af nýjungum í kennsluháttum var kynnt hér á ráðstefnu Samtaka skattgreiðenda síðastliðið haust án þess að menntamálaráðuneytið sýndi því áhuga . Ráðuneytið kýs frekar að bæta brottfallið úr skólunum með „samfélagslegri vitund“ og „sérkennslu“ sem í dag kæmist í Heimsmetabók Guinness ef eftir væri leitað . Þ ögnin, sem ríkir umnámskrána, sýnir hve vel hefur tekist að plægja jarðveginn fram að þessu . Pólitísk rétthugsun, sem gegnsýrir uppeldi á opinberum stofnunum, slekkur á viðvörunarbjöllum sem annars ættu að klingja, þegar samfélagslegri vitund og virkri þátttöku ungmenna til að „umskapa og umskrifa heiminn með því að skapa eigin merkingu“ er heitið í námskrá hins opinbera .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.