Þjóðmál - 01.03.2013, Side 51

Þjóðmál - 01.03.2013, Side 51
50 Þjóðmál voR 2013 bréfanna var á genginu 26 .9 Að auki samdi Landsbankinn um sölurétt á allt að 21,4% af hlutafé bankans í VÍS til S-hópsins . Daginn eftir tryggði bankinn sér nægjanlegt hlutafé í VÍS til að geta staðið við skuldbindingar söluréttarins, ef til hans kæmi, þegar hann keypti af ótilgreindum aðila eignarhlut sem nam 7,68% af hlutafé VÍS .10 Úr varð að sölurétturinn var nýttur og seldi bankinn S-hópsfélögunum um 21% af hlutafé VÍS til viðbótar í byrjun febrúar 2003 . Samtals nam andvirði hlutafjárkaupa S-hópsins af Landsbankanum um sex milljörðum króna .11 Ekki voru allir sáttir við þessi viðskipti, sérstaklega ekki Björgólfur Thor Björg- ólfsson, sem þá ræddi við ríkið um kaup á Landsbankanum . Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að „víst [sé] að ekki hafi verið leitað eftir öðrum kaupanda að þessum hlut, til dæmis erlendum sem kynni að hafa haft áhuga“ .12 Sökum þess væri verðmæti bréfanna minna en ella að hans mati . Björgólfur taldi að jafnræðis hefði ekki verið gætt af hálfu Landsbankans við sölu á hlutnum . „Hann er bara seldur einum hópi en ekki auglýstur til sölu, að minnsta kosti ekki beint,“ var haft eftir honum . Björgólfur fól lögmanni sínum að senda bréf til Framkvæmdanefndar um 9 Gengið kemur fram í þeim afritum af kaupsamningum sölunnar sem höfundur hefur undir höndum . Rétt er að taka fram að höfundi var af hálfu bankans synjað um aðgang að skjölum í skjalasafni Landsbankans tengdum umfjöllunarefni greinarinnar, s .s . fundargerðum, bréfum og kaupsamningum . 10 Vef . „Vátryggingafélag Íslands — Flöggun frá Landsbanka Íslands hf . í Vís hf . Flokkur: Flagganir“, www . news .icex .is, 30 . ágúst 2002, sótt í janúar 2013 . 11 Vef . „Vátryggingafélag Íslands — Flöggun frá Landsbanka Íslands hf . í Vís hf . Flokkur: Flagganir“, www .news .icex .is, 4 . febrúar 2003, sótt í janúar 2013; Vef . „Vátryggingafélag Íslands – Landsbanki Íslands hf . selur hlutabréf í Vátryggingafélagi Íslands hf . Flokkur: Flagganir Fyrirtækjafréttir“, www .news .icex .is, 29 . ágúst 2002, sótt í janúar 2013; „Landsbankinn selur 27% í VÍS“, Morgunblaðið 30 . ágúst 2002, bls . 17 . 12 „Tímasetning á sölu eignarhlutar í VÍS gagnrýnd“, Morgunblaðið 31 . ágúst 2002, bls . 10 . einkavæðingu í framhaldinu þar sem spurt var hvort nefndinni hefði verið kunnugt um söluna .13 Í svarbréfi frá nefndinni kom fram að henni hefði ekki verið kunnugt um viðskiptin .14 Síðar tók Ríkisendurskoðun afstöðu til þessarar gagnrýni Björgólfs og sagði hana ósanngjarna .15 Forráðamenn Landsbankans voru á hinn bóginn ánægðir með söluna . Bankastjóri hans og fráfarandi fulltrúi í stjórn VÍS, Halldór J . Kristjánsson, sagði til að mynda í samtali við Morgunblaðið að með sölunni væri bankinn að vinna samkvæmt því lang tímamarkmiði að „minnka fjár bind ingu“ sína í VÍS . „Þarna gafst okkur færi á að losa um alla fjárbindinguna í vá trygginga starfseminni og einbeita okkur að líf tryggingarþætti samstarfsins,“ sagði Halldór .16 „Þegar sá kostur var í stöðunni þá töld um við það vera mjög skynsamlegt fyrir bank ann að einbeita sér alfarið að starfsemi Lífís, en líftryggingareksturinn fellur vel að starfsemi bankans .“ Halldór leyndi þó 13 Tölvuskeyti Þórunnar Guðmundsdóttur fyrir hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar, Björgólfs Guðmundssonar og Magnúsar Þorsteinssonar til Ólafs Davíðssonar (formanns Framkvæmdanefndar um einkavæðingu), dags . 29 . ágúst 2002 . Af vef Björgólfs Thors Björgólfssonar (www .btb .is) > Einkavæðing bankanna > Ferill einkavæðingar > VÍS selt óvænt [sótt í janúar 2013] . 14 Bréf Skarphéðins Bergs Steinarssonar fyrir hönd Framkvæmdanefndar um einkavæðingu til Ólafs Haraldssonar (lögmanns Björgólfs Thors Björgólfssonar, Björgólfs Guðmundssonar og Magnúsar Þorsteinssonar), dags . 30 . ágúst 2002 . Af vef Björgólfs Thors Björgólfssonar (www .btb .is) > Einkavæðing bankanna > Ferill einkavæðingar > Einkavæðinganefnd vissi ekki af sölu VÍS [sótt í janúar 2013] . 15 Afstaða ríkisendurskoðanda kom fram í úttekt á framkvæmd einkavæðingarverkefna á árunum 1998–2003 . Þar sagði: „Sala Landsbankans á umtalsverðum hlut sínum í VÍS í lok ágúst s .l . hafði að mati Ríkisendurskoðunar óheppileg áhrif á söluferlið og var til þess fallin að vekja tortryggni . Þessi sala var hins vegar hvorki á valdi framkvæmdanefndarinnar né ráðherranefndarinnar og því er bersýnilega ósanngjarnt að beina gagnrýni vegna sölu bankans á hlutnum í VÍS að þessum aðilum .“ Sjá Einkavæðing helstu ríkisfyrirtækja árin 1998–2003 . Ríkisendurskoðun (des . 2003), bls . 94 . 16 Hér vísar hann í eignaraðild Landsbankans að Líftryggingafélagi Íslands hf ., sem bankinn átti 50% í ásamt VÍS og Eignarhaldsfélaginu Andvöku .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.