Þjóðmál - 01.03.2013, Síða 52

Þjóðmál - 01.03.2013, Síða 52
 Þjóðmál voR 2013 51 ekki þeirri skoðun sinni að það hefði verið langtímamarkmið bankans að eiga „kjöl- festuhlut“ í VÍS . „En þetta er niðurstaðan eftir töluverðar viðræður við samstarfsaðila okkar .“17 Í viðtali við Frétta blaðið sama dag sagði Halldór jafn framt að salan styrkti eiginfé Landsbank ans en viðurkenndi þó að finna hefði mátt „heppi legri“ tímasetningu „í ljósi sölunnar á bank anum“ . Halldór sagði aftur á móti að það hefði „jafnvel verið gagnrýnisverðara að láta sölu tækifæri á góðu verði fram hjá sér fara“ .18 Athygli vekur að fjölmiðlar höfðu lítinn áhuga á að ræða við nýbakaða meiri hluta- eigendur VÍS í kjölfar sölunnar . Morgun- blaðið ræddi að vísu við Geir Magnússon, forstjóra Kers og stjórnarmann í VÍS, en Ker varð nú stærsti eignaraðilinn í VÍS . Geir sagði ætlun Kers að minnka hlut sinn „verulega“ og koma VÍS í dreifða eignaraðild . Hversu hratt það yrði færi eftir markaðsaðstæðum .19 Ekki urðu frekari eftirmál af þessari sölu af 17 „Landsbankinn selur 27% í VÍS“, Morgunblaðið 30 . ágúst 2002, bls . 17 . 18 „VÍS fer aftur til SÍS“, Fréttablaðið 30 . ágúst 2002, bls . 9 . 19 Af því varð þó ekki sökum breytingar á eignarhaldi í VÍS nokkrum vikum síðar . hálfu Landsbankans . Nokkrum mánuðum síðar tók nýr eigandi við stjórnartaumum þar, Samson eignarhaldsfélag . Samson var einmitt í eigu Björgólfs Thors, föður hans, Björgólfs Guðmundssonar, og Magnúsar Þorsteinssonar, viðskiptafélaga þeirra feðga . II . Stjórn VÍS markaði þá stefnu upp úr aldamótum að skrá hlutafé félagsins á markað, ekki síst eftir að Landsbankinn eignaðist hlut í því . Þetta kom meðal annars fram á hluthafafundi í VÍS í mars 2001 þar sem samþykktar voru ýmsar breytingar á samþykktum félagsins í þeim tilgangi að gera skráningu þess á Verðbréfaþing Íslands mögulega, t .d . með því að selja 6% útgefins hlutafjár í lokuðu útboði .20 Á aðalfundi VÍS hinn 29 . mars sama ár var samþykkt að veita stjórn félagsins heimild til þess að gera viðeigandi breytingar á samþykktum svo af skráningu gæti orðið .21 Fréttaskrif frá þessum tíma benda til þess að í stjórn félagsins hafi staðið styr um tímasetningar í því ferli að koma VÍS á markað . Það var því ekki skráð þar fyrr en komið var fram á árið 2002, eða hinn 8 . júlí .22 Hinn 10 . júlí var tilkynnt að allt hlutafé VÍS yrði skráð 20 Skýrsla um starfsemi Samvinnutrygginga g .t ., Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga og dótturfélaga (Reykjavík: Lagastofnun Háskóla Íslands, október 2009), bls . 24 . Rétt er að VÍS svaraði ekki beiðni höfundar um aðgang að skjölum í skjalasafni félagsins tengdum umfjöllunarefni greinarinnar, s .s . fundargerðum stjórnar og bréfum . 21 Skráningarlýsing . VÍS . Reykjavík: Landsbankinn Landsbréf, júlí 2002, bls . 7 . 22 Agnes Bragadóttir, „Mikill ágreiningur um markaðsvæðingu VÍS“, Morgunblaðið 25 . mars 2002, bls . 10–12 . Síðan þá hefur verið rætt um skiptar skoðanir Landsbankans og S-hópsins í stjórn VÍS í grein Björns Jóns Bragasonar og grein eftir Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóra og stjórnarmanns í VÍS . Sjá Björn Jón Bragason, „Sagan af einkavæðingu Búnaðarbankans“, bls . 100–136, og Jón Sigurðsson, „Boðskapur en ekki sagnfræði,“ www .pressan .is/pressupennar/ LesaJonSigurdsson/bodskapur-en-ekki-sagnfraedi-um- bunadarbankann, 31 . desember 2011, sótt í janúar 2013 . E kki voru allir sáttir við þessi viðskipti, sérstaklega ekki Björgólfur Thor Björg ólfsson, sem þá ræddi við ríkið um kaup á Landsbankanum . . . Björgólfur taldi að jafnræðis hefði ekki verið gætti af hálfu Landsbankans við sölu á hlutnum . . . Síðar tók Ríkisendurskoðun afstöðu til þessarar gagnrýni Björgólfs og sagði hana ósanngjarna .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.