Þjóðmál - 01.03.2013, Qupperneq 54

Þjóðmál - 01.03.2013, Qupperneq 54
 Þjóðmál voR 2013 53 ann, í því skyni að koma félaginu á markað, væru brostnar .29 Landsbankinn tók sér góðan frest til að svara og fékk hann raunar framlengdan til 1 . ágúst . Þá svaraði bankinn með gagntilboði þar sem allir hlutir bankans í VÍS voru boðnir S-hópnum til kaups . Tilboðið var einnig bundið við kaup Landsbankans á 50% hlutafjár í LÍFÍS . S-hópurinn tók sér dágóðan umhugsunarfrest áður en hann hafnaði boðinu samkvæmt því sem fram kemur í umfjöllun Sigríðar Daggar . Hinn 20 . ágúst 2002 hittu fulltrúar S-hópsins fulltrúa Landsbankans á samningafundi . Eftir fundinn sendi S-hópurinn bréf til Landsbankamanna þar sem fram kom að bankinn ætti að selja tíu prósenta hlut sinn í VÍS til þriðja aðila sem yrði báðum aðilum ótengdur, væntanlega til að dreifa eignaraðildinni . Bankinn varð ekki við þessari beiðni .30 III . Hinn 22 . ágúst á sér stað sala sem setti samningalotu Landsbankans og S-hópsins í nokkurt uppnám . Gamli stofnandi VÍS,31 Eignarhaldsfélagið Bruna- bótafélag Íslands, seldi þann dag 3% af hlutafé VÍS til Kaupþings í Lúxemborg . Ekki var ljóst hver hinn raunverulegi kaupandi hlutanna var og því þótti fyrirsvarsmönnum S-hópsins óljóst hver eignarhlutföll í félaginu væru nú orðin . Kristni Hallgrímssyni hrl . var því aftur falið að rita bréf fyrir hönd S-hópsins til 29 Viðtal höfundar við Kristin Hallgrímsson hrl ., 28 . janúar 2013 . 30 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, „Sex daga stríðið um yfir- ráð í VÍS“, bls . 11 . Kristinn Hallgrímsson hrl . staðfestir jafnframt þessa atburðarás . 31 Brunabótafélag Íslands og Samvinnutryggingar gt . stofnuðu Vátryggingafélag Íslands árið 1989 . Félögin áttu VÍS til jafns fyrstu árin en seldu síðar hlutafé í skrefum til annarra aðila . Landsbankinn keypti nær allt hlutafé BÍ í VÍS árið 1997 og kom þá að félaginu . Landsbankans . Bréfið var afhent þegar bankinn var opnaður daginn eftir . Þar var umboð bankans til að selja hlut hópsins í VÍS afturkallað . Líkt og í júlí var ástæðan sögð breyttar forsendur vegna ákvörðunar ríkisins vegna sölu á kjölfestuhlut í Landsbankanum .32 Kristinn segir óvissuna hafa verið allnokkra í hugum forsvarsmanna S-hópsins þegar hér var komið sögu . Óljóst hafi verið hver ætti nú meirihluta í félaginu og því hefðu menn talið að best væri að minnka ekki sameiginlegt hlutafé hópsins í VÍS að svo stöddu . Frekari sala hlutabréfa hefði dregið úr áhrifum S-hópsins innan stjórn félagsins . Þar sem óráðið hafi verið á þessum tímapunkti hvaða fjárfesta Framkvæmdanefnd um einkavæðingu myndi velja til frekari viðræðna um kaup á Landsbankanum þótti umbjóðendum Kristins brýnt að tryggja meirihluta í stjórn VÍS . Ekki vildu þeir eiga samstarf við Samson-menn um stjórn VÍS ef til þess kæmi að þeir eignuðust Landsbankann . Óvissan knúði S-hópinn til að vernda hagsmuni sína með þessum hætti .33 Landsbankinn mótmælti afturkölluninni og taldi hana reista á röngum forsendum . Brá bankinn á það ráð að halda áfram að selja tiltekna hluti samkvæmt samkomulaginu frá 12 . júlí, eða um 8% bréfa í VÍS, þar á meðal 3,7% hlutafjár sem var í eigu S-hópsins sama dag, föstudaginn 23 . ágúst .34 Við þetta varð ekki unað . Tveimur dögum síðar var annað bréf sent fyrir hönd S-hópsins heim til Halldórs J . 32 Bréf . Afrit af bréfi Kristins Hallgrímssonar hrl . f .h . Eignarhaldsfélagsins Andvöku, Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga, Kers hf . og Samvinnulífeyrissjóðsins til Landsbanka Íslands, dags . 22 . ágúst 2002 . 33 Viðtal höfundar við Kristin Hallgrímsson hrl ., 28 . janúar 2013 . 34 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, „Sex daga stríðið um yfirráð í VÍS“, bls . 11; Vef . „Vátryggingafélag Íslands hf . — Innherjaviðskipti — Flokkur: Viðskipti innherja“, www .news .icex .is, 23 . ágúst 2002, sótt í febrúar 2013 . Útreikningur prósenta miðast við upplýsingar í kauphallartilkynningu þeirri sem hér er vitnað til .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.