Þjóðmál - 01.03.2013, Side 57

Þjóðmál - 01.03.2013, Side 57
56 Þjóðmál voR 2013 sala Landsbankans á VÍS-bréfunum var undirrituð . Fulltrúar Ríkisendurskoðunar sátu fyrir svörum á fundi fjárlaganefndar Alþingis hinn 28 . apríl 2005 . Þar var meðal annars rætt um síðasta áfanga sölu ríkisbankanna árið 2002 . Fulltrúarnir voru spurðir hvað þætti tortryggilegt við sölu Landsbankans á hlut sínum í VÍS .40 Í svari sínu rakti fulltrúi embættisins það sem kom fram í máli Halldórs í samtölum við embættið . Þar segir meðal annars: Stór þáttur í þessu máli, sem ekki var opinber á sínum tíma, tengist sölu tilraunum LÍ á hlutabréfum í VÍS og ágreiningi milli bankans og annarra hluthafa í VÍS, (sem eru í S-hópnum) um umboð bankans til sölu á bréfunum . Bankanum var hótað lögsókn ef meint sala gengi ekki aftur . Málið mun hafa endað þannig að bankinn seldi hinum hluthöfunum hlutinn, sem deilan snerist um .41 Við þetta bætti fulltrúinn að skömmu áður, þ .e . fyrir fundinn með fjárlaganefnd í lok apríl 2005, hafi Ólafur Ólafsson, sem var stjórnarmaður í Keri í ágúst 2002, staðfest í fréttaviðtali að S-hópurinn hefði raunverulega getað knúið Landsbankann til að selja VÍS-bréfin vegna þess hvernig bankinn „hélt á málum“ vegna hlutabréfa í VÍS .42 Þetta staðfestir Ólafur . Hann segir að forsvarsmönnum S-hóps félaganna fjögurra hafi þótt einsýnt að rétturinn væri þeirra megin í málinu á þessum tíma . Augljóst var að bankinn hafði brotið samkomulagið frá 12 . júlí og selt bréf hópsins án umboðs . 40 Fyrirspyrjandi vísar augljóslega í niðurstöður skýrslu ríkisendurskoðanda um einkavæðingarverkefni ríkisins árin 1998–2002 sem út kom í desember 2003 . 41 Samantekt Ríkisendurskoðunar af fundi fjárlaga- nefndar Alþingis 28 . apríl 2005, bls . 4 . Sent til formanns fjárlaganefndar Alþingis frá Ríkisendurskoðun 7 . júní 2005 . Samantektin er varðveitt í skjalasafni fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu sem varðveitt er í forsætisráðuneytinu . 42 Sama heimild . Viðleitni hópsins var þó eftir sem áður að kanna til hlítar samningaleiðina um kaup á VÍS-bréfum bankans . Það hafi tekist og aðilar þannig náð sátt sín í milli .43 Halldór J . Kristjánsson sagði í samtali við höfund þessarar greinar að salan hefði komið sér vel fyrir bankann . Gengishagnaður viðskiptanna var t .d . töluverður en bankinn hafði keypt VÍS-bréfin árið 1997 á gengi sem var á bilinu 6–8 en selt á genginu 26 . Söluhagnaðurinn hefði komið sér vel fyrir bankann og eflt til muna eigið fé hans, svo að dæmi væri tekið . Ekkert hefði verið ólöglegt við söluna eins og heyrst hefði í umræðu um málið á liðnum árum og salan einungis gerð á hreinum viðskiptalegum forsendum og samkvæmt boðaðri stefnu bankans . Allt tal um pólitískan þrýsting ætti ekki við rök að styðjast .44 Vitnisburður Halldórs stingur í stúf við það sem heimildarmaður Björns, forystu- maður í Landsbankanum, hefur látið hafa eftir sér . Ef forsvarsmenn bankans sáu t .d . fyrir sér „stöðug illindi“ milli „verðandi“ eigenda Landsbankans og S-hópsins í stjórn VÍS, eins og forystumaðurinn umræddi heldur fram, var þá þegar búið að velja hverjir fengju að kaupa Landsbankann? Eðli málsins samkvæmt gátu S-hópsfélögin í VÍS ásamt öðrum fjárfestum, sem lýst höfðu áhuga á að eignast kjölfestuhlut í Landsbankanum með honum, ekki átt í deilum við sjálfa sig í VÍS . Því má ætla af orðum heimildarmanns Björns að S-hópurinn hafi aldrei átt möguleika á að eignast Landsbankann . Til að flækja málin enn frekar fyrir má lesa í fundargerðum Framkvæmdanefndar um einkavæðingu að ákvörðun um að ganga til viðræðna 43 Viðtal höfundar við Ólaf Ólafsson, 20 . febrúar 2013 . Ólafur staðfestir jafnframt það sem Kristinn Hallgrímsson hrl . hefur sagt frá í greininni þegar hann var spurður út í kaupin á VÍS-bréfum Landsbankans . 44 Viðtal höfundar við Halldór J . Kristjánsson, dags . 15 . febrúar 2013 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.