Þjóðmál - 01.03.2013, Qupperneq 58

Þjóðmál - 01.03.2013, Qupperneq 58
 Þjóðmál voR 2013 57 við Samson hafi ekki verið tekin formlega fyrr en 9 . september .45 VÍS-salan var aftur á móti ákveðin 28 . ágúst . Hér þarf heim- ildarmaðurinn að útskýra mál sitt betur því að Halldór J . Kristjánsson, sem sannarlega var forystumaður bankans, hefur útskýrt ástæður sölu bankans á allt annan hátt og hafnað öllum pólitískum þrýstingi í gerð samninga við S-hópinn . Til að upplýsa alla þætti vegna VÍS-sölunnar og raunar einnig vegna rannsókna á einkavæðingu ríkisbankanna væri æskilegt að Björn nafngreindi heimildarmann sinn til að varpa frekara ljósi á vitnisburð hans og tengsl við þá atburði sem leiddu til VÍS- sölunnar .46 V . Heimildir þær sem stuðst er við í þessari grein sýna að hin pólitíska skýring er röng — eða í besta falli byggð á misskilningi . 45 Fundargerð fundar í framkvæmdanefnd um einka- væð ingu, dags . 9 . september 2002 . Fundargerðir nefndar- innar eru geymdar í skjalasafni hennar sem varðveitt er í skjalasafni forsætisráðuneytisins . Það er öllum fræði- mönnum opið og hefur verið frá árinu 2009 . 46 Rétt er að benda á að nú þegar hefur verið sýnt fram á óskýr leika í upprifjun umrædds heimildarmanns . Það gerði Helgi Skúli Kjartansson í grein sinni í Sögu frá maí 2012 um sagnfræðina í grein Björns Jóns Bragasonar um einka- væðingu Búnaðarbankans . Helgi segir að bera hefði þurft skjalleg gögn undir umræddan heimildarmann svo að upp- rifjun tíu ára atburðarásar hefði reynst honum auðveldari . Undir þetta sjónarmið Helga er tekið hér . Mikilvægt er að Björn upplýsi hver heimildarmaðurinn er . Sjá Helgi Skúli Kjartansson, „Í tröllahöndum: Um einkavæðingu Búnaðarbankans“, Saga XLX:1 (2012), bls . 130–131 . Ljóst er að Landsbankinn seldi hlutafé S-hópsins í VÍS vegna þess að bankanum bauðst gott verð fyrir hlutabréf sín í VÍS . Að auki ýtti það við forsvarsmönnum bankans að ljúka samningum að þeir voru taldir hafa brotið samning um sölu hluta S-hópsins í VÍS . Samningurinn hafði veitt bankanum umboð til að selja ákveðinn hluta þess hlutafjár VÍS sem var í eigu S-hópsins . Framkvæmd síðasta áfanga einka væðingar ríkisbankanna breytti for- send um þessa samkomulags, aðallega fyrir S-hópinn sem hóf að bjóða í hlutafé Lands bankans í VÍS um svipað leyti . Þar var fram haldið söluþreifingum sem hófust óformlega mörgum mánuðum áður en sala Lands bankans komst á dagskrá á nýjan leik sumarið 2002 . Ekki bætti úr skák að óvissa ríkti um eignarhlutföll í VÍS eftir sölu á hlutum í félaginu um miðjan ágúst . S-hópurinn vildi auk þess ekki Samson- menn með sér í stjórn VÍS á grundvelli jafnra eignarhluta, yrðu þeir hlutskarpastir í viðræðum við einkavæðingarnefnd um kaup á Landsbankanum . Þrátt fyrir að for svarsmenn bankans hafi farið fram úr sjálfum sér við sölu hlutabréfa S-hóps- félaganna án umboðs voru báðir aðilar fúsir til að leysa ágreining og ná sátt við samn- ingaborðið . Landsbankinn stefndi þetta sumar að því að minnka hlut sinn í VÍS og kom það fram í skráningarlýsingu félagsins sem gefin var út í byrjun júlí 2002 .47 Salan var því í fullu samræmi við þá stefnu og byggð á viðskiptahagsmunum, líkt og Halldór J . Kristjánsson hefur m .a . greint frá . Einnig kom á daginn að fjárfesting Lands bankans í VÍS skilaði góðri ávöxtun . Nam söluhagnaður bankans að endingu tæpum 1,3 milljarði króna .48 47 Skráningarlýsing . VÍS . Reykjavík: Landsbankinn Landsbréf, júlí 2002, bls . 5 og 13 . 48 „Landsbankinn selur 27% í VÍS“, Morgunblaðið 30 . ágúst 2002, bls . 17 . Heimildir þær sem stuðster við í þessari grein sýna að hin pólitíska skýring er röng — eða í besta falli byggð á misskilningi .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.