Þjóðmál - 01.03.2013, Side 62

Þjóðmál - 01.03.2013, Side 62
 Þjóðmál voR 2013 61 magns tekjuskattur, auðlegðarskattur og hærra trygg ingagjald . Þessir skattar vinna gegn fjár- festingu og aukinni atvinnu starf semi . Reyndar má sjá þess stað í Ríkisreikningi hvernig skattar virka á hvata . Erfða fjár- skatt urinn var hækkaður um 100% (úr 5% í 10%) frá ársbyrjun 2011 . Fyrir árið 2010 skil aði erfðafjárskatturinn 2,6 milljörðum króna, en hafði árið áður skilað 1,6 milljörðum . Loks inn heimtust „aðeins“ 1,3 milljarðar árið 2011 . Væntanlega féllu ekki svo margir frá árið 2010 eins og hér mætti ætla . Einstaklingar gerðu einfaldlega ráðstafanir árið 2010 þegar ljóst var í hvert stefndi . Fyrirfram greiddur arfur reyndist óvenjuhár árið 2010 . Þannig mun tvöföld- un skattsins ekki skila því sem til var ætlast fyrr en að nokkrum árum liðnum . Og fjár- magnstekjuskatturinn, sem hækkað hefur frá 2008 um 100%, skilar árið 2011 aðeins ¾ þess sem hann skilaði árið 2006 og auðvitað í mun verðminni krónum þar sem hér er ekki tekið tillit til verðbólgu . Svipað mun gerast með svokallaðan sykurskatt sem lagður hefur verið á 2013 . Hann mun litlu sem engu skila fyrr en árið 2014 þar sem innflutningsaðilar hafa hamstrað sykur í miklum mæli . Og svo er því enn haldið fram að stighækkandi tekjuskattur með háum jaðarskatti virki ekki letjandi á vinnuframlag einstaklinga . Er ný kreppa í uppsiglingu? Ekki var hlustað á ráðleggingar Görans Persson, fyrrverandi fjármála- og for- sætis ráðherra Svíþjóðar, sem brýndi fyrir Íslend ing um að taka strax út sársaukann sem hlaust af falli bankanna . Nauðsynlegt væri að gera strax viðeigandi ráðstafanir í ríkisfjármál- um . Skera niður kostnað, fækka opinberum starfsmönnum, leita hagkvæmari leiða til að veita þjónustu á vegum hins opinbera . Það gerðu Svíar í kjölfar bankakreppunnar 1992 . En Ís lend ingar hafa haldið enn lengra inn á þá við sjárverðu braut sem verulegan þátt átti í að valda fjármálakreppunni í Svíþjóð . Í fyrirlestri dr . Nils Karlsson, forstöðu- manns Ratio-stofnunarinnar í Stokkhólmi, um nýju sænsku leiðina (haldinn á vegum RNH snemma árs 2013), kom fram að meðal orsaka valda bankakreppunnar í Svíþjóð mátti telja ýmsar breytingar sem urðu á rekstri sænska ríkisins á árunum 1970–1990: • Búið var til risastórt millifærslukerfi • Vaxandi opinber geiri með auknu skrifræði • Velferðarþjónustan að mestu rekin af hinu opinbera • Ósveigjanlegar reglur á vinnumarkaði • Stighækkandi tekjuskattur • Háir fjármagnstekjuskattar • Mikil hækkun á heildarskattbyrði Á þessum tíma jukust skattsvik, enda hvatinn til þeirra mikill, meðan hvati til að afla aukinna tekna var lítill sem enginn . Það hægði á öllu hagkerfinu, færri fyrirtæki voru stofnuð og sköpun nýrra atvinnutækifæra í samræmi við það . Á rin frá falli bankanna hafa ekki verið nýtt til að taka til í rekstri ríkissjóðs . Þó að ýmis grunnþjónusta hafi verið skert, svo og fjárfestingar í innviði skornar við trog, hafa útgjöld verið aukin á öðrum sviðum, sérstaklega í millifærslum . Og vaxtagjöld ríkisins fyrir árið 2011 nema tæpum 70 milljörðum, enda bein afleiðing af lán tökum til að fjármagna hallareksturinn .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.