Þjóðmál - 01.03.2013, Page 70

Þjóðmál - 01.03.2013, Page 70
 Þjóðmál voR 2013 69 Vinstrimenn hafa þróað áætlanagerð sína í fjölmarga áratugi . Í því felst að búa til ímyndaða hættu, afla stuðnings meðal fræði- manna sem fá ausið úr gríðarlegum sjóðum til að rannsaka hættuna, tala niðrandi um þá sem andmæla og bjóða upp á 5 eða 15 ára áætlun til að leysa vandann . Þið þurfið bara að þrauka í nokkur ár og styðja okkur í þessu góða málefni, segja þeir . En áætlunin heldur ekki vatni . Því er bráðnauðsynlegt að aftengja lýðræðið þannig að fólk geti ekki kosið sig frjálst, eða reisa vegg þannig að það kjósi síður með fótunum . „Það var náttúrulega hrun!“ er dæmi um áætlun vinstri manna, hún heitir 20/20-áætlunin og hættan er einhver ljóslifandi „frjálshyggja“ sem átti að hafa lagt landið í rúst undir stjórn Sjálf- stæð is flokksins . Hér má líta texta af vef for sætis- ráðu neytisins um áætlun Dags B . Egg erts sonar um „sönn lífsgæði“ frá því í nóvember 2010: Ríkisstjórnin hefur samþykkt að unnið verði áfram að verkáætlun um hvernig best verði lagður grunnur að nýrri sókn í íslensku atvinnulífi og samfélagi . Verkefnið er liður í efnahagslegri endurreisn þjóðarinnar og hefur að markmiði að Ísland skipi sér á ný í fremstu röð í verðmætasköpun, mennt un, velferð og sönnum lífgæðum . Áætlunin hefur feng- ið nafnið „20/20 — Sóknaráætlun fyrir Ísland .“ Dagur B . Eggertsson er formaður stýrihóps þessa verkefnis en aðrir sem hópinn skipa eru; Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Karl Björnsson, fram kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjar full trúi á Akureyri, og Svafa Grönfeldt, rektor HR . Gert er ráð fyrir að fleiri ráðherrar komi að verkefn inu og taki þátt í störfum hópsins þegar fram líða stundir . Ríkisstjórnin mun á þessu ári verja 10 milljónum króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til verkefnisins . Sóknaráætlun Dags snýst að miklu leyti um að halda þjóðfundi, eða svokallaðar mauraþúfur (þetta virðist allt snúast um skemmtileg orð og eitt hvað þvíumlíkt) . Niðurstöður úr 1 .200 manna þjóð- fundi árið 2009 er eins og búast mátti við . Heill hellingur af stikkorðum og fallegum setn ingum . Reynd ar 11 .775 setningar, nánar tiltekið: „Um- búð ir sem eyðast“; „50% konur, 50% karlar í allar stjórn ir fyrirtækja“ (áhugavert í ljósi þess að fjöldi stjórn armanna er iðulega oddatala); „húsnæði á við ráð anlegu verði“; „afnema ofurlaun“; „auka íbúa lýðræði“; „útrýma fátækt“; „góð lífskjör“; „sjálf bærni í orkugjöfum“ o .s .frv . Ég lýg þessu ekki, hægt er að skoða þetta á www .thjod fundur2009 .is (sjá líka myndina að neðan) . 5 ára áætlun Stalíns var í boði í Sovét ríkj- unum (13x5 ár), og hættan, sem lá í leyni, var kapítalismi . Maó bauð líka 5 ár í Kína (12x5 ár) . ESB býður betur, eina áætlun til 2050 til að draga úr stórhættulegri loftslagsmengun . Allar þessar áætlanir skortir trúverðugleika . Það eina trúverðuga er að þær kosta skattgreiðendur stór fé . Evrópuelítunni sárnar ef henni er líkt við kommún ista, en hvað er við því að gera? Vaclav Klaus, forseti Tékklands, útskýrir þetta svona: „The topic is different, the logic is the same .“ Áætlunarbúskapur Ein af þessum vinsælu, en gagnslausu orðamyndum sem sýnir áherslur þjóðfundar Dags B . Eggertssonar árið 2009 .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.