Þjóðmál - 01.03.2013, Síða 71

Þjóðmál - 01.03.2013, Síða 71
70 Þjóðmál voR 2013 Reglugerðafargan á öskuhaugana Við Íslendingar höfum ekki farið var hluta af reglugerðafargani Elítunnar . Hér eru nokkur dæmi: Í samræmi við reglugerð ESB eru nú sett ákveðin viðmið á mengun í sorpbrennslustöðum . Viðmiðið miðast við ákveðið hlutfall . Ekki magn af hinum óæskilegu efnum, heldur hlutfall af brenndu magni . Í Vestmannaeyjum hefur verið rekin sorpbrennslustöð . Hingað til hefur nær allt verið brennt . Nýlega var hafist handa við að flokka sorp, lífrænt í moltuvinnslu, plast og pappír í græna tunnu og annað í brennslu . Gler og málmar voru aldrei brennd . Þannig hefur magn til brennslu minnkað um 70% og díoxínmengun, sem fellur nær eingöngu til við brennslu á lífrænum úrgangi, minnkað miklu meira . Þrátt fyrir þetta má ekki brenna sorpið . Hluta óæskilegra efna af hinu litla sem enn er brennt má ekki brenna . Því þarf að sigla með ruslið burt í stað þess að brenna það og nota hitann til húshitunar . Íbúar Vestmannaeyja ráða engu um þetta, heldur búrókratar í Brussel . Í sumar kom út ný reglugerð frá um- hverfi s ráðuneytinu . Verksmiðjur, t .d . mjöl- verk smiðjur, sem brenna elds neyti og hafa meira en 20MW upp sett afl falla undir þessa reglugerð . Verk smiðj ur sem eru undir 20MW þurfa ekki að uppfylla kröf urnar í reglugerðinni að neinu leyti . Stærri verk- smiðjurnar verða óhag kvæmari en þær minni . Því má búast við því að verksmiðjurnar verði í framtíðinni rétt undir 20MW en ekki yfir 20MW með til heyrandi óhagræði og kostn- aði til að falla ekki undir reglugerðina . Evrópureglur um hvíldartíma gera ráð fyrir því að ökumaður megi ekki aka til- teknum bíl lengur en ákveðinn tíma . Vöru- bíl stjórar hafa því um árabil stundað það að skipta um bíl við Staðarskála . Jeff Goldblum lýsti sambærilegri sjálf skaparviðleitni vel í Jurassic Park: „Life, uh . . . finds a way .“ Sameinumst um vegvísi Það er lítil dýpt í umræðum um tengsl Íslands við umheiminn . Við rífumst um hversu stórt hlutfall af reglum ESB við höfum innleitt en ekki hvað við myndum taka upp við inngöngu . Myndu íbúar Rúmeníu og Búlgaríu fá að flæða stjórnlaust inn í landið um næstu áramót, eins og Bretar hafa nú áhyggjur af, ef við værum í ESB? Stjórnmálamenn vilja gríðarlega flókin samskipti við Evrópusambandið en ég býst við að flestir Íslendingar óski einfaldlega eftir tollalausum viðskiptum við umheiminn ásamt einhverri samvinnu á sviði löggæslu . Má ekki spyrja sig hvort við séum að fá eitthvað út úr norrænni samvinnu annað en kostnað og hausverk? Og hvað er málið með allar þessar flugferðir á einhverjar ráðstefnur, er ekki nóg að fá sent Power Point-skjölin? Hvað myndi taka við ef EES-samningnum væri sagt upp? Að sögn norskra áhugamanna um að slíta EES-samningnum myndu þeir fríversl unar- samningar sem voru fyrir gildistökuna verða teknir upp . Hvernig líta þeir út? Getum við ekki bara sett gamla stjórnmálamenn á eftirlaun í stað þess að halda þeim uppi í sendiráðum úti um allan heim? Er eðlilegt að Íslendingar fari til Danmörku og beint á húsaleigubætur og ókeypis leikskóla meðan þeir stunda nám á kostnað danskra skattgreiðenda? Og kemur það EES-samningnum eitthvað við? Björn Bjarnason kallaði eftir vegvísi í utanríkismálum í bók sinni Hvað er Íslandi fyrir bestu? Við þurfum einn slíkan . S tjórnmálamenn vilja gríðarlega flókin samskipti við Evrópusambandið en ég býst við að flestir Íslendingar óski einfaldlega eftir tollalausum viðskiptum við umheiminn ásamt einhverri samvinnu á sviði löggæslu .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.