Þjóðmál - 01.03.2013, Side 85

Þjóðmál - 01.03.2013, Side 85
84 Þjóðmál voR 2013 markaðsverði við lánveitingu . Hinar háu færslur í afskriftarreikning útlána hjá Íbúða- lánasjóði á árunum 2008 og 2009 eru aug- ljóslega afleiðing af „eignabólu“ . Lagagrundvöllur Íbúðalánasjóður starfar á grundvelli laga um húsnæðismál nr . 44/1998 eins og fyrr segir . Í tilvitnuðum lögum eru ákvæði um áhættustýringu og að setja skuli reglugerð um áhættustýringu Íbúðalánasjóðs, en það er í fullu samræmi við ákvæði laga um fjármálafyrirtæki nr . 161/2002 þar sem orðið áhætta kemur fyrir um 50 sinnum í einhverju sambandi . Í raun má segja að Íbúðalánasjóður hafi þær grunnskyldur að sjá til þess að í landinu verði ávallt starfandi stofnun til að lána til fasteignakaupa einstaklinga . Á Íbúðalánasjóði hvíla skyldur um ráðdeild í meðferð fjármuna án þess að á sjóðnum hvíli sú skylda að hámarka hagnað af starfsemi sinni . Því er það mjög frjáls- leg túlkun að Íbúðalánasjóði sé heimilt að lána samkeppnisstofnunum á sama tíma og þær eiga í grimmri innbyrðis samkeppni og ekki síður í samkeppni við sjóðinn sjálfan, sér í lagi þegar stjórnvöldum er ekki ljóst hvernig samkeppnisaðilar fjármagna sam- keppni sína . Íbúðalánasjóður leitaði til Árna Páls Árnasonar hdl . og óskaði eftir áliti lög- mannsins á því hvort lánaviðskipti Íbúða- lánasjóðs við banka og sparisjóði stæðust lög og reglugerðir um sjóðinn . Lögmaðurinn var á þessum tíma lögfræðilegur ráðgjafi Íbúða lánasjóðs . Í álitsgerð lögmannsins víkur hann að skyldu sjóðsins til að ávaxta fé sitt (Íbúðalánasjóður, 2005b): Samkvæmt 4 . gr . laga nr . 44/1998 um húsnæðismál, sbr . lög nr . 57/2004, skal Íbúða lánasjóður annast stjórn og framkvæmd húsnæðismála samkvæmt lögunum . Skv . 1 . tölul . 9 . gr . laganna skal Íbúðalánasjóður annast lánveitingar og sinna viðskiptum með skulda bréf sem sjóðurinn gefur út í samræmi við ákvæði laganna . Þá skal sjóðurinn skv . 1 . mgr . 11 . gr . laga nr . 44/1998 „varðveita og ávaxta það fé sem hann hefur umsjón með“ og að gæta þess að sjóðurinn „hafi jafnan nægilegt laust fé til að standa við skuld- bindingar sínar“ . Sjóður inn skal skv . 3 . mgr . 11 . gr . „halda jafnvægi milli inn- og út- greiðslna sjóðsins og gera áætlanir þar um“ . Um lánveitingar sjóðsins er fjallað í V . og VI . kafla laganna . Ljóst er af framansögðu að Íbúðalánasjóður getur einungis lánað fé sem hann aflar með útgáfu skuldabréfa skv . 10 . gr . með lánveitingum til húsnæðismála í samræmi við ákvæði V . og VI . kafla laganna . Á hinn bóginn hvílir á sjóðnum skýr laga- skylda til að varðveita og ávaxta það fé sem hann hefur umsjón með og að halda jafnvægi milli inn- og útgreiðslna sjóðsins . Þegar lántakendur greiða upp lán fyrir gjalddaga skap ast ójafn vægi milli inn- og útgreiðslna sjóðsins . Æskilegt er að nýta slíkar upp- greiðslur til endur greiðslna eldri lána og nýrra útlána, ef kostur er . Í því sambandi þarf þó að hafa í huga að sjóðnum ber skv . 1 . tölul . 9 . gr . laganna að sinna viðskiptum með skuldabréf sem sjóð urinn gefur út . Sjóðurinn þarf því líka að gæta þess að framboð íbúðabréfa sé nægjan legt til að tryggja eðlilega verðmyndun með bréfin á markaði . Ef uppgreiðslur eru meiri en svo að sjóðurinn geti ráðstafað þeim til afborgana eldri lána eða nýrra útlána hlýtur sjóður inn í samræmi við lagaskyldur sínar skv . 11 . gr . laganna að þurfa að leita eins góð rar ávöxtunar og kostur er fyrir það fé og leitast við að forðast misvægi milli líftíma eigna og skulda, í samræmi við almenn viðmið um áhættustýringu, enda beinlínis gert ráð fyrir að sjóðurinn beiti hefðbundnum áhættustýringaraðferðum í frumvarpi því sem varð að lögum nr . 57/2004 og í reglugerð nr . 544/2004 um fjárhag og áhættu stýr ingu Íbúðalánasjóðs . Að öðrum kosti eru stjórn- endur sjóðsins ekki að sinna þeirri laga skyldu sem á þeim hvílir með skýrum hætti skv . 11 . gr . laganna .“ (Bls . 18 .)

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.