Þjóðmál - 01.03.2013, Side 87

Þjóðmál - 01.03.2013, Side 87
86 Þjóðmál voR 2013 ákvæði EES-samningsins standa því ekki í vegi að sjóðurinn ávaxti uppgreiðslufé með þeim hætti sem heppilegast er fyrir sjóðinn, enda ekki um það að ræða að sjóðurinn afli fjár á skuldabréfamarkaði sem síðan sé varið til endur lána til fjármálastofnana . Rétt er að minna á að lagaleg umgjörð sjóðsins að þessu leyti hefur verið könnuð sérstaklega af ESA og verið talin standast ríkisstyrkjareglur EES- samn ingsins .“ (Íbúðalánasjóður, 2005b, bls . 19 .) Í þessum orðum kemur fram það sjónar- mið að Íbúðalánasjóður geti verið „heild- sölubanki“ fyrir aðrar lánastofnanir án þess að löggjafinn hafi nokkru sinni tekið ákvörðun þar um . Samtök atvinnulífsins og Samtök banka og verðbréfafyrirtækja létu sig málið varða og leituðu til Jóhannesar Sigurðssonar, lögmanns og pró fessors við HR . Er skemmst frá því að segja að niðurstaða hans er mjög á einn veg, þ .e . lánasamningar Íbúðalána- sjóðs við banka og sparisjóði á grundvelli heimilda til áhættustýringar eru ólögmætir og stangast á við reglur EES . Niðurstaða hans felur m .ö .o . í sér að Íbúðalánasjóði hafi bæði verið óheimilt að gera samninga þessa og að þeir væru einnig ó lögmætir að efni til, því þeir uppfylli ekki skilyrði þess að teljast verð bréf auk þess að fela í sér ólögmætan ríkisstyrk fyrir viðsemjendur hans . Á sama hátt telur hann að Íbúðalánasjóði sé ekki að lögum heimilt að bjóða út íbúðabréf þegar hann skortir ekki laust fé til þess að fjármagna húsnæðislán . Samandregnar niðurstöður Jóhannesar hljóða svo (Íbúðalánasjóður, 2005b): Við ákvörðun á heimildum Íbúða-• lánasjóðs verður að hafa í huga að hon- um er markað hlutverk í lögum um hús næðismál og reglugerðum settum með stoð í lögunum . Samkvæmt lö g- mætis reglu stjórnsýsluréttarins verður sú starfsemi sem ríkisstofnun stundar að rúm ast innan þeirra lagaheimilda sem um starfsemina fjalla . Komist er að þeirri niðurstöðu að Íbúðalánasjóði er samkvæmt lögum og reglugerðum ekki heimilt að veita lán til fjár mála fyrir- tækja með þeim hætti sem sjóðurinn gerir, jafnvel þótt tilgangurinn með þeim lánum sé að endurlána einstaklingum eða byggingaraðilum til kaupa eða bygginga á íbúðarhúsnæði . Ástæðan er fyrst og fremst sú að lán til íbúðareigenda í gegnum fjár- mála fyrirtækin eru á öðrum kjörum og umtalsvert hærri en heimildirnar sem sjóðurinn hefur til að veita í almennum lánum . Ekki er gert ráð fyrir því í lögum um • húsnæðismál að Íbúðalánasjóður afli sér fjármuna til þess að stunda aðra fjármálaþjónustu en þá sem honum er falin sérstaklega skv . lögum . Með því að auka við lántökur umfram það sem eðlilegt er til að standa við skuldbinding- ar um útlán, er sjóðurinn í raun að taka þátt í annarri fjármálastarfsemi en þeirri sem rúmast innan starfsheimilda hans samkvæmt lögum . Lántökur umfram það sem Íbúða lánasjóður þarf til þess að fjármagna skyldubundin útlán skv . 10 . gr . og 15 . gr . laganna eru því óheimilar og að auki brot á reglum 3 . mgr . 11 . gr . laga um húsnæðismál um eigna- og skuldastýringu sem mælir fyrir um að jafnvægi skuli vera á milli inn- og útlána sjóðsins . Lánasamningar Íbúðalánasjóðs við fjár-• málafyrirtæki uppfylla ekki skilyrði laga og reglu gerða um eigna- og áhættu- stýringu . Samkvæmt reglunum er sjóðn- um heimilt að eiga við skipti með eigin verðbréf og önnur verðbréf í því skyni að stýra áhættu, sbr . 4 . mgr . 11 . gr . laganna . Lánasamningarnir uppfylla ekki skilyrði þess að vera verðbréf . Samkvæmt ákvæðum lánasamninganna eru þeir ekki framseljanlegir en það er eitt skil- grein ingar atriði verðbréfa . Að auki getur það ekki talist til hefðbundinna áhættu- stýringar aðferða að Íbúðalánasjóður

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.