Ljóðormur - 01.03.1987, Blaðsíða 42

Ljóðormur - 01.03.1987, Blaðsíða 42
í þessu ljóði birtast sum aðalsmerki Gyrðis; sjá má hvemig hann fetar laglega stíg milli talmáls og upphafins eða "ljóðræns" málfars og hvernig hann vefur myndmál sitt í takt við samspil augna og hugsanagangs, frá sjón- varpsloftnetum til minningar um vissa tegund ljóða, en hún tengist hugarástandi sem minnir á gráa götuna - þar er þá einhver á ferð sem vekur upp minningu um atvik sem einhvern tíma hafði borist um loftnet á skerminn; þetta hringlaga hugsanaflakk gefur síðan lokalínunum marg- ræða skírskotun. I Bakvið maríuglerið eru enn töluverð ummerki sjón- varpsins og kvikmynda, sem og annarra miðla er flytja okkur svokallað afþreyingarefni. Bak við ljóð Gyrðis má greina þá skoðun að framleiðsla múgmenningar verði ekki umflúin, en hins vegar megi endurvinna þetta efni og setja það í nýtt samhengi þar sem við höfum tvíbreitt svigrúm til að gaumgæfa hinn fjölmiðlaða veruleika. "Taka tvö" hefst á því að "stúdíóregnið mætir honum einsog rimlaheingi"; þessi maður fellur síðan þegar heyrist byssu- skot, ... en um leið og hann fellur rennur einsog af bandi gegnum höfuð hans þéttur mökkur setninga orðmynda sem einginn hefur nokkrusinni sagt uns upptakan er stöðvuð Rimlahengið minnirá fjölmiðlafangelsi nútímamannsins sem við kynntumst í fyrri verkum Gyrðis, til dæmis í eins- konar höfuð/lausn: "& upp spretta(snapp)sem á snögg/klipptri/(X)filmu rimlarnir úr stofugólfinu..." (12). I sjálfum hægindastofum sínum er fólk undir mestri áþján afla sem teygja loppur sínar miskunnarlaust inn á heimili og bjóða spennandi og tímadrepandi efni með "Jésúmynda- glans"; þar skín "sjónvarpstúnglið" mildilega, eins og segir í lok bókarinnar Bakvið mariuglerið, og við tökum kannski ekki eftir því að Á TEPPINU LIGGUR KROSS MÓTAÐUR AF GLUGGAPÓSTINUM 40 LJOÐORMUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.