Ljóðormur - 01.03.1987, Blaðsíða 44

Ljóðormur - 01.03.1987, Blaðsíða 44
sögu skuli kallast á við önnur ljóð í Bakvið maríuglerið, til dæmis kvæðið "ABC/Lyklar að fortíðinni" þar sem við erum stödd í "heingds manns húsi". Af öðrum ljóðum að dæma er hér líklega um sjálfsvíg að ræða; til að mynda dreymir ljóðmælandann í "Svefni og vöku" að hann sé staddur í skemmu þar sem heldur til sægur rotta, og úr einum þakbitanum "hángir reipi og neðan / undir því á gólfinu er ryðguð olíutunna". Fólk kemur sér einnig fyrir kattarnef á annan hátt, stekkur út úr byggingum, eða eins og maðurinn í "Skurðpúnktum" sem "brosti kalt og brá hnífnum eld- / snöggt á hálsæðina." Hér má sjá að Gyrðir leikur sér enn með sundurbútanir orða eins og í fyrri bókum, og má segja að sú mótsetning elds og kulda sem af því leiðir sé býsna talandi fyrir þessar aðstæður. Raunar eru hnífar algeng tól í ljóðum Gyrðis. Ljóðið "Fastir liðir" er í fyrstu orðamálverk á borð við önnur sem Gyrðir hefur stundum ort, Stilleben af kofa við vatn, en tröllaukin krumlan sem í sjón- hendíng hendist upp á yfirborðið svo flugbitur hnífseggin blikar kemur ekki á óvart nei í "THE WONDERFUL WORLD OF CLICHÉS" les karl frásögn í blaði af manni sem féll (eða stökk?) niður af elleftu hæð, en á þessari hversdagslegu eldhússtund flökrar það að konu blaðalesarans að "fela sagtennt hnífsblaðið í hnakka hans", sem hún þó ekki gerir, heldur kyssir hann á hálsinn. Undir stilltu yfirborði býr háski, spenna í læðingi. Þetta fall úr dagblaðaheiminum sést raunar einnig í næsta ljóði á undan, en gerist þá í draumi manns sem kann að vera undir áhrifum frá "gamalli svarthvítri / hrollvekju..." Sést á þessu hversu vel Gyrði lætur að beita ákveðnum mótífum við að tengja einstök ljóð í samfellu stærra verks. Við útmálun þeirra drauma og á tíðum ægilegu martraðamynda sem leita á hug ljóðmælandans er stöku sinnum beitt kvikmyndatækni, og finnst mér sum ljóðin 42 LJOÐORMUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.