Ljóðormur - 01.03.1987, Blaðsíða 50

Ljóðormur - 01.03.1987, Blaðsíða 50
vorkvöldið sé "séð utanfrá", skáldið horfir inn í það. Augnaráðið bendir til að konan sé hugfangin af einhverju, en það reynist ekki vera veröldin handan gluggans þetta vorkvöld. Enda fjallar kvæðið ekki um það sem ber fyrir augu, heldur um aðstæður horfendanna og um það sem séð er á annan hátt. Konan er kannski sú sem deilir vistar- verunni með ljóðmælandanum, en hún er líka hans annað sjálf, ein við glugga eins og hann er svo oft. Og eins og segir í ljóðinu, þá standa margar konur í íslenskum texta við gluggann og horfa út: það rennur upp fyrir manni að þeir sem gefa sig alfarið að skáldskap og "vinna heima", upplifa í raun "kvenlega reynslu". Þeir verja lífi sínu að mestu í þeim "hversdagslegu vistarverum", innan um þá "hversdagslegu" hluti, sem eiga drjúgan þátt í að skil- greina lífsleiðina, en sem heyra í raun ekki til hversdags- lífi útivinnandi fólks; þannig eru þeir sem búa við slíka inniveru líka "útifyrir", áhorfendur samfélagsiðunnar. Það býr meira í þessu ljóði. Olíkt flestum kvæðum um töfra vorkvöldsins lýsir það ekki ytri fegurð; það er ef til vill fyrst og fremst rökkrið, klifrandi niður töfrareipi sitt, sem gefur fyrirheit um fegurð og samsömun: myrkrið afmáir þau skil hins ytra og hins innra sem í glerinu felast. I dulmögnun sinni og þögn smýgur rökkrið gegnum glerið á milli okkar. Blindflug, eða hamskipti vistarverunnar Nóttin er því tími þessa skálds. A næturnar þegar myrkrið færir því blindu taka augun að starfa af kappi. Það kann að sæta undrum að jafn "sjónrænt" skáld og Gyrðir skuli yrkja fyrir hönd "blindfugls" og kenna ljóðagerð sína við "svartflug". En þess ber að gæta að í blindflugi þarf ákveðinnar stýritækni við og jafnframt vinnur sjónin að því að "túlka" veruleikann, sjá hann upp á nýtt. í Bakvið maríuglerið erþegar orðið ljóst að vængjaþytur hugarflugsins í ljóðum Gyrðis stendur ekki af skáldfáknum Pegasusi heldur blindfuglinum: leðurblökunni. Þetta má sjá í "Mið- næturflugi": 48 LJODORMUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.