Ljóðormur - 01.03.1987, Qupperneq 50

Ljóðormur - 01.03.1987, Qupperneq 50
vorkvöldið sé "séð utanfrá", skáldið horfir inn í það. Augnaráðið bendir til að konan sé hugfangin af einhverju, en það reynist ekki vera veröldin handan gluggans þetta vorkvöld. Enda fjallar kvæðið ekki um það sem ber fyrir augu, heldur um aðstæður horfendanna og um það sem séð er á annan hátt. Konan er kannski sú sem deilir vistar- verunni með ljóðmælandanum, en hún er líka hans annað sjálf, ein við glugga eins og hann er svo oft. Og eins og segir í ljóðinu, þá standa margar konur í íslenskum texta við gluggann og horfa út: það rennur upp fyrir manni að þeir sem gefa sig alfarið að skáldskap og "vinna heima", upplifa í raun "kvenlega reynslu". Þeir verja lífi sínu að mestu í þeim "hversdagslegu vistarverum", innan um þá "hversdagslegu" hluti, sem eiga drjúgan þátt í að skil- greina lífsleiðina, en sem heyra í raun ekki til hversdags- lífi útivinnandi fólks; þannig eru þeir sem búa við slíka inniveru líka "útifyrir", áhorfendur samfélagsiðunnar. Það býr meira í þessu ljóði. Olíkt flestum kvæðum um töfra vorkvöldsins lýsir það ekki ytri fegurð; það er ef til vill fyrst og fremst rökkrið, klifrandi niður töfrareipi sitt, sem gefur fyrirheit um fegurð og samsömun: myrkrið afmáir þau skil hins ytra og hins innra sem í glerinu felast. I dulmögnun sinni og þögn smýgur rökkrið gegnum glerið á milli okkar. Blindflug, eða hamskipti vistarverunnar Nóttin er því tími þessa skálds. A næturnar þegar myrkrið færir því blindu taka augun að starfa af kappi. Það kann að sæta undrum að jafn "sjónrænt" skáld og Gyrðir skuli yrkja fyrir hönd "blindfugls" og kenna ljóðagerð sína við "svartflug". En þess ber að gæta að í blindflugi þarf ákveðinnar stýritækni við og jafnframt vinnur sjónin að því að "túlka" veruleikann, sjá hann upp á nýtt. í Bakvið maríuglerið erþegar orðið ljóst að vængjaþytur hugarflugsins í ljóðum Gyrðis stendur ekki af skáldfáknum Pegasusi heldur blindfuglinum: leðurblökunni. Þetta má sjá í "Mið- næturflugi": 48 LJODORMUR

x

Ljóðormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.