Ljóðormur - 01.03.1987, Blaðsíða 47

Ljóðormur - 01.03.1987, Blaðsíða 47
síður en svo sem látlausa himnasælu. í ljóðum Gyrðis bregður iðulega fyrir myndum af manni sem rissar á blað eða hamast á ritvél, en sú tilvist sem fylgir þessu sköpun- arverki er á margan hátt kvalafull. Sá fangaklefi sem við rekumst á í Bakvið maríuglerið er oftastnær ekki fjöl- miðlafangelsið áðumefnda, heldur sjálf vistarvera skálds- ins; titlar eins og "Innivera" og "Stofufangi" segja sína sögu um þessa hlið skáldskaparlífsins. Jafnframt er þetta vísbending um þróun í skáldskap Gyrðis; minna ber á fjöl- miðluðum veruleika og við sjáum fleiri merki um tilveru skáldsins (ekki einungis í ævisögulegum skilningi) og um uppsprettu skáldskapar í einsemd og hugarflugi. Það mætti því kannski segja að ljóð Gyrðis séu að verða "innhverfari" - orðið "innivera" getur bæði merkt stofuvist skáldsins og einsemd þess innra með sér - en þau eru hins vegar alls ekki að verða sjálfumglaðari eða "narsiss- ískari". Gyrðir mæðist til dæmis lxtt yfir því í yrkingum sínum hversu erfitt sé að yrkja í dag, en sú kreppa birtist okkur oftastnær sem klisja í síðustu tíð; hann veltir því meira fyrir sér hvemig maður geti lifað með skáldskapnum. Dæmigert má telja að þótt spegill komi víða fyrir í ljóðum Gyrðis (sem og aðrir brothættir munir) ber minna á spegl- um en gegnsæju gleri: skáldið rýnir ekki bara í eigin mynd, heldur leitar að öðrum; og sjálfum sér í öðrum. Með orðinu "maríugler í titli sínum gefur Gyrðir þó í skyn að gegnsæi sé aldrei ótvírætt. Skilji ég orðið "maríugler" rétt, er það ýmiskonar hlífðarskæni sem hleypir birtu í gegn en getur blekkt manni sýn. Þetta samræmist hlutverkum glers í ýmsum ljóðum Gyrðis, til að mynda í ljóðinu "án titils" í Tvíbreiðu (svig)rúmi, þar sem ljóðmælandanum finnst að fólk í sjónvarpinu horfi á sig og það sem leitar á huga hans "fremst / & fyrst er glerið á milli" (bls. 57). Enda er það svo að jafnvel þegar um gegnsætt gler er að ræða, er sá sem horfir í gegnum það, samkvæmt bókar- titli Gyrðis, líka bakvið glerið. Hvað er það sem aðskilur einstakar mannverur þótt þær séu í líkamlegri návist LJODORMUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.