Ljóðormur - 01.03.1987, Blaðsíða 41

Ljóðormur - 01.03.1987, Blaðsíða 41
nútímann og efnir í sífellu til samsæris með fjölmiðla- menningu gegn einstaklingsbundinni íhugun veruleikans. Þótt fáum íslenskum skáldum hafi lánast betur að leika með útlit ljóða en Gyrði, ber mun minna á þessum ein- kennum í nýjustu bókunum. Þetta er ekki merki um að skáldið sé að þroskast burt frá einhverjum leikaraskap, eins og sumir kynnu að ætla, heldur tel ég að þetta sýni fyrst og fremst vönduð vinnubrögð Gyrðis; í Tvíbreiðu (svig)rúmi og einskonar höfuð/lausn er myndrænt útlit ljóðanna meginþáttur í þeim sterka heildarsvip sem ljóða- bækur Gyrðis hafa ætíð til að bera, en í nýjustu bókunum eru efnistök og stemmning sem ekki kalla á stuðning eða túlkunarstoð frá ytra ljóðformi umfram það sem viðtekið má kallast í módernískri ljóðagerð. Þótt stefnumótum við boðskiptamiðla múgmenningar hafi raunar einnig fækkað í þessum síðari bókum (í þeim eru t.d. engin ummerki auglýsinga, sem Gyrðis hefur stundum fléttað inn í ljóð sín), mynda þau enn grunnþátt í ljóðheimi Gyrðis; þessi þáttur er samslunginn öðrum á vissan hátt sem við sjáum forboða um í ljóðinu "2" í eins- konar höfuð/lausn (bls. 18); úr blokkinni sástu loftnetsskóginn af 4ðu hæðinni þéttast & veturinn þýngja eins & í reykvísku tragísku ljóði & brjóstið líka þúngt eins & steinninn á götunni grárri en í nokkurri fræðslu mynd dvergur að fara yfir gatnamótin í gulleitri birtu & djúpstæð minníng vakn ar undir svefninn um hryllíng bakvið glerið kúpta fyrir mörgum árum & óttinn (eykur á dimmuna þegar tímaferðalaginu lýkur)á sama stað(innifyrir)dagskránni enn einusinni lokið góða nótt fyrir l/2tíma GÓDA NÓTT LJODORMUR 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.