Ljóðormur - 01.03.1987, Síða 41

Ljóðormur - 01.03.1987, Síða 41
nútímann og efnir í sífellu til samsæris með fjölmiðla- menningu gegn einstaklingsbundinni íhugun veruleikans. Þótt fáum íslenskum skáldum hafi lánast betur að leika með útlit ljóða en Gyrði, ber mun minna á þessum ein- kennum í nýjustu bókunum. Þetta er ekki merki um að skáldið sé að þroskast burt frá einhverjum leikaraskap, eins og sumir kynnu að ætla, heldur tel ég að þetta sýni fyrst og fremst vönduð vinnubrögð Gyrðis; í Tvíbreiðu (svig)rúmi og einskonar höfuð/lausn er myndrænt útlit ljóðanna meginþáttur í þeim sterka heildarsvip sem ljóða- bækur Gyrðis hafa ætíð til að bera, en í nýjustu bókunum eru efnistök og stemmning sem ekki kalla á stuðning eða túlkunarstoð frá ytra ljóðformi umfram það sem viðtekið má kallast í módernískri ljóðagerð. Þótt stefnumótum við boðskiptamiðla múgmenningar hafi raunar einnig fækkað í þessum síðari bókum (í þeim eru t.d. engin ummerki auglýsinga, sem Gyrðis hefur stundum fléttað inn í ljóð sín), mynda þau enn grunnþátt í ljóðheimi Gyrðis; þessi þáttur er samslunginn öðrum á vissan hátt sem við sjáum forboða um í ljóðinu "2" í eins- konar höfuð/lausn (bls. 18); úr blokkinni sástu loftnetsskóginn af 4ðu hæðinni þéttast & veturinn þýngja eins & í reykvísku tragísku ljóði & brjóstið líka þúngt eins & steinninn á götunni grárri en í nokkurri fræðslu mynd dvergur að fara yfir gatnamótin í gulleitri birtu & djúpstæð minníng vakn ar undir svefninn um hryllíng bakvið glerið kúpta fyrir mörgum árum & óttinn (eykur á dimmuna þegar tímaferðalaginu lýkur)á sama stað(innifyrir)dagskránni enn einusinni lokið góða nótt fyrir l/2tíma GÓDA NÓTT LJODORMUR 39

x

Ljóðormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.