Ljóðormur - 01.03.1987, Blaðsíða 48

Ljóðormur - 01.03.1987, Blaðsíða 48
(í herbergi, úti á götu, í samfélagi)? Það er ekkert sem sést. Jafnvel í líkamlegri snertingu geta verið margra heima skil milli tveggja einstaklinga. I ljóðum Gyrðis tákngerast þessi gegnsæju skil einatt sem gler, sem með sönnu má kalla "einangrunargler", því það afmarkar "inni- veru" maelandans, í tvíþættri merkingu þess orðs (og er á sína vísu jafnframt "hlífðarskæni"). Annars vegar er mannshöfðinu lýst sem glerkúlu (spákúlu?) sem horft er út um; hún er greinilega brothætt, því í "Kastalavist B" segir, "tek um glóðheitt höfuð mitt og finn að / glerið í kúpunni er farið að springa". Hins vegar er gler í augum vistar- verunnar: gluggar leika mikið hlutverk í bókum Gyrðis. Æ ofan í æ er ljóðmælandinn staddur við glugga, eins og í ljóðinu "2" hér að framan, og horfir út. I ljóðinu "Daglega" er talað um "ferköntuð húsaugun", og þar sem annars staðar má sjá að tvenndartengsl eru á milli glugga og hýbýla annars vegar og augna og manns hins vegar: augað verður gluggi og mannveran samsamast vistarveru sinni. "Glugginn minn rammar inn", eins og segir í Blindfugl/svartflug (1. 150), en það er misjafnt hversu frjó sú innrömmun er; stundum kallar hún fram doða: Hann starir út um gluggann að morgni dags.á sjáöldrum hans er einþrykk af veruleikanum .kámugt og ógreinilegt... (1. 121-124) Það sem séð er kemur alltaf að einhverju leyti að innan, úr minningum og hugarflugi, og sé einnig horft þaðan geta húsaugun orðið til að ramma inn mikið sjónarspil, eins og vel sést í hinu stórgóða ljóði "9" í einskonar höfuð/lausn. Sýn okkar verður jafnvel svo ný að "ég ný augun" eins og Gyrðir segir með laglegum orðaleik í ljóðinu "Auga fyrir glerauga" í Bakvið maríuglerið, en það hefst svo: 46 LJOÐORMUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.