Ljóðormur - 01.03.1987, Qupperneq 44

Ljóðormur - 01.03.1987, Qupperneq 44
sögu skuli kallast á við önnur ljóð í Bakvið maríuglerið, til dæmis kvæðið "ABC/Lyklar að fortíðinni" þar sem við erum stödd í "heingds manns húsi". Af öðrum ljóðum að dæma er hér líklega um sjálfsvíg að ræða; til að mynda dreymir ljóðmælandann í "Svefni og vöku" að hann sé staddur í skemmu þar sem heldur til sægur rotta, og úr einum þakbitanum "hángir reipi og neðan / undir því á gólfinu er ryðguð olíutunna". Fólk kemur sér einnig fyrir kattarnef á annan hátt, stekkur út úr byggingum, eða eins og maðurinn í "Skurðpúnktum" sem "brosti kalt og brá hnífnum eld- / snöggt á hálsæðina." Hér má sjá að Gyrðir leikur sér enn með sundurbútanir orða eins og í fyrri bókum, og má segja að sú mótsetning elds og kulda sem af því leiðir sé býsna talandi fyrir þessar aðstæður. Raunar eru hnífar algeng tól í ljóðum Gyrðis. Ljóðið "Fastir liðir" er í fyrstu orðamálverk á borð við önnur sem Gyrðir hefur stundum ort, Stilleben af kofa við vatn, en tröllaukin krumlan sem í sjón- hendíng hendist upp á yfirborðið svo flugbitur hnífseggin blikar kemur ekki á óvart nei í "THE WONDERFUL WORLD OF CLICHÉS" les karl frásögn í blaði af manni sem féll (eða stökk?) niður af elleftu hæð, en á þessari hversdagslegu eldhússtund flökrar það að konu blaðalesarans að "fela sagtennt hnífsblaðið í hnakka hans", sem hún þó ekki gerir, heldur kyssir hann á hálsinn. Undir stilltu yfirborði býr háski, spenna í læðingi. Þetta fall úr dagblaðaheiminum sést raunar einnig í næsta ljóði á undan, en gerist þá í draumi manns sem kann að vera undir áhrifum frá "gamalli svarthvítri / hrollvekju..." Sést á þessu hversu vel Gyrði lætur að beita ákveðnum mótífum við að tengja einstök ljóð í samfellu stærra verks. Við útmálun þeirra drauma og á tíðum ægilegu martraðamynda sem leita á hug ljóðmælandans er stöku sinnum beitt kvikmyndatækni, og finnst mér sum ljóðin 42 LJOÐORMUR

x

Ljóðormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.