Orð og tunga - 01.06.2002, Side 37

Orð og tunga - 01.06.2002, Side 37
Guðrún Kvaran: Úr fórum Björns M. Ólsens 27 nirla iítið þorskhöfuð’. B1 merkirorðið Arnf. ÁBIM hefurelst dæmi frá 19. öld og merkir orðið staðbundið. Hvorki fundust dæmi í Rm né Tm og er því líklegast að dæmi Ásgeirs sé úr vasabókinni. nufa ‘ögn, „gef mjer solitla nufu’” (+Df.). B1 merkir orðið Vf. ÁBIM hefur elst dæmi frá 18. öld og merkir orðið staðbundið. Hann, eins og svo oft, gefur upp margar merkingar: ‘smábóla, varta; ögn af e-u; krýli, smástelpa’, og er ómögulegt að ráða hver þeirra er frá 18. öld og hvort allar, eða aðeins ein, séu staðbundnar. í Rm er aðeins til eitt dæmi. Það er úr orðabókarhandriti skrifuðu upp af vestfirsk- um manni sennilega 1770-1780. Við það er þessi skýring: „Bóla, lítil varta“ (BA XX:283) og er þetta líklegast 18. aldar heimild Ásgeirs. Heimildir benda því til að ‘bóla’ og ‘ögn’ séu a.m.k. vestfirskar merkingar. í Tm voru til þrjár heimildir og allar vestfirskar. Orðið er notað um eitthvað lítið, skepnu, telpu eða ögn af ein- hverju. óráðsía ‘ráðleysi’, óráðsíumaður, við það var engin merkingarskýring. B1 merkir hvorugt orðið sem staðbundið. ÁBIM hefur elst dæmi um óráðsíu frá 18. öld og er það líklega úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (skrifað órássía). Orðið er víða þekkt. pasturslaus, pasturslítill ‘veigalítill’, pastursmikill ‘veigamikill’. B1 merkirekk- ert orðanna sem staðbundið. ÁBIM hefur ekkert þeirra með í sinni bók. Dæmi í Rm benda ekki til staðbundinnar notkunar. pattaralegur ‘feitur’. Bl merkir orðið ekki sem staðbundið. ÁBIM setur upp flettu- myndina patt(ar)alegur og hefur elst dæmi frá 18. öld. Dæmi í Rm benda ekki til staðbundinnar notkunar. paufi ‘poki með e-u í, t.a.m. orlofspoki’ (+Df.). B1 merkir orðið Vf. ÁBIM hefur elst dæmi frá 17. öld. Allmörg dæmi eru til í Rm og Tm og benda þau ekki til að orðið sé bundið Vestfjörðum. peis ‘karlmannspeisa’. B1 hefur ekki þessa karlkynsmynd. ÁBIM merkir hana stað- bundna og elstu heimild frá 17. öld. JÓlGrv þekkir hanna en getur ekki um útbreiðslu. I Rm er elsta heimild úr Minningabók Þorvalds Thoroddsens, sjá gelmingur. Nokkur dæmi voru í Tm og öll af Vestfjörðum. Á orðalista Brynjólfs Oddssonar stendur: „peisill *einn peis peisa“ (BA XXXIX: 157). rifinn í brjóst ‘örlátur’. BMÓ skráir við dæmið „ísfirzka“. B1 merkir orðið Vf. Hvorki í Rm var né Tm var dæmi um þetta orðasamband. Vegna dæmafæðar er ekki hægt að segja til um útbreiðslu. rítaralegur ‘frísklegur, skjótur á fæti’. Bl merkir orðið Arnf. ÁBIM telur það „nísl.“ en tekur ekki fram að það sé staðbundið. Hvorki fundust dæmi í Rm né Tm. Mér finnst því líklegast að Ásgeir hafi sína heimild úr Bl. rulleitur ‘= rauðleitur með hvítar lundir, lindir Df., rjóður í kinnum með hvítum vöngum (sem skiptir vel litum)’. B1 merkir orðið Vf. en ÁBIM hefur það ekki sem flettu. JÓlGrv hefur myndina undir flettunni rauðleitur og setur við það skýringuna „vulgo“, þ.e. talmál. Ekkert dæmi fannst í Rm en dæmin í Tm sýndu að orðið er ekki staðbundið, þau voru úr öllum landshlutum. runtur ‘örlátur’ (+Df.). B1 merkir orðið Vf. ÁBIM hefur elst dæmi frá 18. öld og er það á orðalista skrifuðum af vestfirskum manni sennilega 1770-1780: „runtur, rífur,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.