Orð og tunga - 01.06.2002, Side 77

Orð og tunga - 01.06.2002, Side 77
Margrét Jónsdóttir: Um sagnirnar virka og verka 67 (23) verka a. Nafnleidd sögn; gamall arfur. b. Elsta örugga dæmi um merkinguna ‘hafa áhrif á, orka á, hrífa á’ er frá fyrri hluta 18. aldar. c. í merkingunni ‘hafa áhrif á, orka á, hrífa á’ er verka ýmist notuð sem áhrifssögn eða áhrifslaus sögn. d. Elsta örugga dærni um merkinguna ‘rækja hlutverk, starfa’ er frá lokum 17. aldar; sögnin er þá áhrifslaus. e. Elstu dæmi um verka + á í merkingunni ‘hafa áhrif á, orka á, hrífa á’ eru frá fyrri hluta 19. aldar. 4 Samanburður á virka og verka Eins og fram kom í upphafi þriðja kafla þá er merking verka sem lýst er hjá Fritzner (1896) þrengri en skv. íslenskri orðabók (2000). Að lýsingu Fritzners gefinni hefur merkingarsvið sagnarinnar víkkað í tímans rás. í framhaldi af því hvarflar hugurinn óneitanlega að sögninni virka. Sé ráð fyrir því gert að hún sé tökusögn frá lokum 17. aldar og að merkingarsvið hennar samsvari að einhverju eða öllu leyti því sem lýst er í (2), sbr. Ordbog over det danske Sprog (1954), þá er ekki fjarri lagi að álykta sem svo að hún hafi haft áhrif á merkingu verka og sagnirnar hafi á ýmsan hátt fallið saman. Orð Grunnavíkur-Jóns sem vitnað var til í öðrum hluta eru til marks um það enda þótt þau vísi aðeins til merkingarinnar ‘hreinsa’. Notkun sagnanna í nútímamáli styður einnig þá skoðun. Séu sagnimar virka og verka skoðaðar og bornar saman í ljósi þess sem fram hefur komið sést að líkindin eru mikil að því er varðar merkingu og notkun. Þær em þó ekki samferða að öllu leyti. í því sambandi skal ítrekað það sem kom fram snemma í öðram kafla að fæð dæma um virka veldur því að nokkuð erfitt er að gera sér fullnaðargrein fyrir því hvernig sögnin og hin ýmsu merkingarsvið hafa þróast. En helstu atriðin eru dregin saman í eftirfarandi töflu: (24) virka og verka I Almennt a. Sögnin virka er alltaf áhrifslaus en verka er ýmist áhrifssögn eða áhrifslaus. b. Báðar sagnirnar geta tekið með sér forsetninguna á. II Aldur c. Sögnin virka er frá lokum 17. aldar, (að lfldndum) dönsk töku- sögn. Þau dæmi sem til em um sögnina em langflest frá 20. öld. Sögnin verka er á hinn bóginn gamall arfur. Dæmi um hana em frá öllum tímum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.