Litli Bergþór - 01.08.2015, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - 01.08.2015, Blaðsíða 7
Litli-Bergþór 7 Sigurmundsdóttir (sjá Hveratún) dvöldu í húsinu um níu mánaða skeið 1983 og Sigrún Reynisdóttir og Ingólfur Guðnason (sjá Engi) bjuggu í húsinu frá maí 1985 – maí 1988. Eftir það var ekki búið í húsinu, en það stendur enn, að niðurlotum komið. 2011 fluttu ábúendur í þjónustuíbúð á Flúðum og síðan á Dvalar- og hjúkrunarheimilið Lund á Hellu, 2015. Frá 2011 hefur því ekki verið föst búseta á Lindarbrekku. Eftir að Guðmundur og Jónína hættu í garðyrkju- störfum um 1994, leigðu þau gróðurhúsið ábúendum á Akri þar til 2013. Börn þeirra Lindarbrekkuhjóna eru: Indriði (f. 06.06.1951), hann býr í Reykjavík, Jón Pétur (f. 15.06.1955) býr á Selfossi, Katrín Gróa (f. 10.10.1956) býr í Neskaupstað og Grímur (f. 27.06.1961) býr í Ásatúni í Hrunamannahreppi. Ítarlegt viðtal við Guðmund og Jónu er að finna í Litla Bergþór, 2. tbl. 31. árg. 2010. Lindarbrekka. LAUNRÉTT 1955 Þetta hús var byggt sem embættisbústaður héraðs- dýralæknis. Embætti héraðsdýralæknis í Árnessýslu var veitt 1958 og var Bragi Steingrímsson skipaður í embættið. Þó húsið teljist hafa verið byggt 1955 var ekki flutt í það fyrr en 1959. Frá því embættið var veitt og þar til húsið var tilbúið bjó dýralæknirinn á Stórafljóti í Reykholti. Guðmundur Indriðason. Bragi Steingrímsson. Jónína Jónsdóttir. Sigurbjörg Lárusdóttir. 1959 - 1964 Bragi Matthías Steingrímsson (f. 03. 08. 1907, d. 09. 11. 1971) og Sigurbjörg Lárusdóttir (f. 12. 01. 1909, d. 20. 05. 1999). Þar sem Bragi lenti í erfiðum sjúkdómi sem olli því að taka varð af annan fót fyrir neðan hné, lét hann af störfum fyrr en til stóð. Sigurbjörg tók virkan þátt í félagsstarfi á svæðinu, var m.a. formaður Kvenfélags Biskupstungna um tíma, og hún tók einnig að sér að undirbúa börn í Laugarási fyrir upphaf skólagöngu, var

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.