Litli Bergþór - 01.08.2015, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - 01.08.2015, Blaðsíða 20
20 Litli-Bergþór Ignacy Rúnar og Unnsteinn Magni niðursokknir í leik. Casper Isak, Anna Lára, Adda Sóley, og Anna Karen með flott plúskubbaverk. Leikskólinn Álfaborg Skólaárið 2014 - 2015 Í upphafi haustannar voru börn á leikskólanum 28. Nokkur hafa farið á nýjar slóðir og önnur bæst við og erum við í lok skólaársins með 30 börn. Leikskólinn Álfaborg er eins og allt samfélagið farið að þyrsta í vor og yl í kroppinn og finnum við hvernig bjartari dagar hafa jákvæð áhrif á allt samfélag leikskólans. En margt hefur skemmtilegt verið brallað í vetur og er ætlunin að fara yfir starfsemina í vetur á hraðferð. Í upphafi haustannar sóttu starfsmenn þing á vegum skólaþjónustunnar í Árnesþingi þar sem bæði grunnskóla- og leikskólakennarar gátu miðlað þekkingu sinni. Það tókst sérlega vel og er gaman að geta þess hvað okkur þykir Skólaþjónustan fara vel af stað, þar sem faglegt starf og hvers konar leiðsögn er til fyrirmyndar. Hópastarfið hefur verið skemmtilegt þetta skólaárið og margt brallað. Börnin völdu sér þemu og nöfn á hópana sína og var skemmtilegt hvernig árstíðirnar urðu að yfirþema og verkefnin voru valin eftir tíð og tíma hverju sinni. Myndin Frosen fangaði börnin í vetur og leyfðum við þeim að kljást við ýmis verkefni sem minntu á veturinn og frostið. Nú í vor hafa skordýr verið sérlega áhugaverð og því verið einblínt á verkefni tengd skordýrum og gróðri, núna þegar vorið kviknaði til lífsins. Áhuginn er smitandi og fer niður á öll aldursbil sem starfa í leikskólanum. 1. maí voru kennarar og börn leikskólans með sýningu á verkum barnanna og var gaman að sjá afurðir skólaársins í öllu skólahúsinu. Ýmsar tilfæringar hafa átt sér stað í leikskólanum og erum við alltaf að finna út hvernig húsnæðið nýtist sem best. Leikrými hafa orðið til sem gleðja bæði börn og starfsfólk og einnig er reynt að bæta vinnuaðstöðu kennara. Skólahúsið sjálft er í raun ævintýri líkast og margir möguleikar sem bjóða uppá krefjandi og hvetjandi námsumhverfi fyrir börnin. Með því að koma auga á lausnir á þeim vandamálum sem upp kunna að koma hverju sinni í gömlu húsnæði verður gaman að fylgjast með starfi leikskólans í framtíðinni. Margt stendur til að gera á næstunni til að hlúa að húsnæðinu og það mun hafa í för með sér jákvæðar breytingar fyrir leikskólasamfélagið. Skólinn sótti um styrk í þróunarverkefnissjóð Sprota en því miður féll styrkurinn ekki okkar megin Ragnar Már og Róbert Þór finna góða leið til innisólbaðs. Elfa Birkisdóttir leikskólastjóri

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.