Litli Bergþór - 01.08.2015, Blaðsíða 34

Litli Bergþór - 01.08.2015, Blaðsíða 34
34 Litli-Bergþór Aðfaranótt 25. Mars 1945 kom upp eldur í útihúsum í bæjarröðinni á kirkjustaðnum Torfastöðum, en svo hagaði til að íbúðarhúsið var vestast og allt sambyggt. Næst kom hlaða, svo fjós og austast skemma, sem oft var notuð til fataskipta kirkjugesta, en kirkjan var nokkrum metrum suðaustan bæjarraðarinnar, eins og hún stendur enn í dag. Ég var ellefu ára þegar þetta gerðist og er mér vel í minni hvað bálið var mikið og bjarminn svo mikill að við krakkarnir lásum á bók í baðstofuglugganum á Brautarhóli í þriggja kílómetra fjarlægð. Veður var frekar hlýtt og rakt. Einhver vatnslæna var niður „Gjóstuna“, sem kom að litlu gagni en hefur sennilega bjargað kirkjunni. Ég heyrði að Sveinn í Miklaholti hefði verið að skvetta vatni á hliðina sem snéri að eldinum með vaskafati til að kæla vegginn. Annað vatn var ekki að hafa nær en austur í Kotslæknum (nú Vegatungulæk). Lengi var erfitt með neysluvatn á bænum. Símstöð var á Torfastöðum og því hægt að kalla á hjálp á þeim bæjum sem höfðu síma, en þeir voru í Miklaholti, sem styst var til, svo var sími í barnaskólanum, í Fellskoti, á Króki og á Vatnsleysu. Ekki man ég hver vakti á Brautarhóli um nóttina, en þeir fóru strax á fætur, pabbi og Ingvar í Birkilundi, en hann svaf þennan vetur á eldhúsbekknum, því ekki var komið íbúðarhæft íveruhús í Birkilundi. Tveir hestar voru í húsi á Brautarhóli og voru þeir beislaðir og riðu pabbi og Ingvar þeim að Torfastöðum, slepptu þeim á „Brennunni“ og komu þeir sjálfir heim til baka. Það var mitt fyrsta verk um morguninn að láta þá inn og gefa þeim. Ekki man ég hvað heimilisfólkið var margt á Torfastöðum, en tel upp það sem ég man. Séra Eiríkur Þ. Stefánsson var staddur í Reykjavík þegar þetta skeði, en kona hans, Sigurlaug Erlendsdóttir vaknaði um klukkan þrjú þrjátíu um nóttina og sá undarlegan bjarma á kirkjuþakinu. Það mun hafa verið ungbarn sem hún þurfti að sinna. Annað heimilisfólk var: Jóhannes Erlendsson, bróðir Sigurlaugar, sem sá um símstöðina, þá var vinnukona Vigdís Halldórsdóttir og uppeldissonur Gunnar H. Stephenssen, þá fjórtán ára. Ég er ekki viss um hvort María Helgadóttir hafi verið þar þá, fimmtán ára, en hún ólst þar upp um tíma. Svo var vinnumaður, sem ég man ekki hver var. Mannskap dreif að eftir því sem fréttir og aðstæður leyfðu. Reynt var að bjarga því sem hægt var af búslóðinni af neðri hæðinni, svo sem úr sím- stöðvarherberginu, sem var næst útidyrunum. Þegar fólkið vaknaði var eldurinn búinn að eyða skemmunni og fjósinu með tíu nautgripum og kominn í hlöðuna. Litlu tókst að bjarga af efri hæðinni. Þar voru geymdar meðal annars eigur ungmennafélagsins, sem urðu eldinum að bráð. Móðir mín sendi okkur Siggu systur mína með kaffi og einhverja næringu handa pabba og Ingvari um morguninn og kannski einhverjir fleiri hafi notið góðs af. Þá var verið að koma dýraleifunum fyrir og hættulegum járnplötum. Allt var brunnið sem brunnið gat, nema það sem tókst að bjarga og var það sett í kirkjuna. Mér er minnisstæðust brunalyktin af þeim sem voru þarna að störfum og finn ég hana enn ef ég hugsa um þennan atburð. Það má þakka fyrir að ekki urðu meiri slys en raun varð á, en Jón í Miklaholti slasaðist á fæti og átti í því fram á sumar. Það var ömurleg heimkoma í þetta sinn hjá presti. Það var sagt að æðri máttarvöld hefðu verið að hefna fyrir sinubrennslu prests á mýrinni fyrir neðan veg, sem kölluð er Brenna. En þar var brennd sina í mörg vor áður en bruninn mikli varð, en aldrei eftir bæjarbrunann. Þetta datt mér í hug að rifja upp, svo yngra fólk í sveitinni geti lesið um þennan atburð. Það mun hafa verið 1998 eða 1999, sem Gunnlaugur Skúlason dýralæknir kom að Gíslastöðum, sem er eyðibýli austan í Hestfjalli í Grímsnesi, á bökkum Hvítár. Með honum var hundur hans, sem tók að gelta að einhverju skrímsli í ánni, sem svamlaði í henni á móts við þar sem veiðihúsið er núna. Ókennilegt dýr, sem líktist einna helst otri, mjótt að framan og gildnaði aftur um háls og bóga, virtist synda upp ána með höfuð og háls uppúr, all hátt. Hundurinn lét ófriðlega og gelti mikið að þessu. Ég kom að Gíslastöðum nokkru síðar sama dag, því við áttum veiðidag daman og varð ég ekki var við neitt óvenjulegt. Hinsvegar hafði Þorlákur Jónsson, sem lengi var á Kiðjabergi, heyrt um svipað fyrirbæri á Gíslastöðum áður. Sigurjón Kristinsson. Bæjarbruni á Torfastöðum í Biskupstungum árið 1945 Skrímslið í Hvítá Ritað í janúar til febrúar 2015, Sigurjón Kristinsson, Kistuholti 21, Reykholti.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.