Litli Bergþór - 01.08.2015, Blaðsíða 32

Litli Bergþór - 01.08.2015, Blaðsíða 32
32 Litli-Bergþór Það kom í hlut Skálholtssóknar að sjá um þorrablótið í Tungunum þetta árið. Fyrir fjórum árum, þegar skipað var í þorrablótsnefndina fyrir árið 2015, var það í langri framtíð. En viti menn! Fyrr en varði blasti alvaran við, það var komið að þessu. Nefndin, sem í voru 5 manns, kom fyrst saman í október til að leggja á ráðin. Fyrsta verkið var að ákveða dagsetningu þorrablótsins og huga að hljómsveit. Dagsetningin varð 23. janúar og hljómsveitin Karma ráðin til að leika fyrir dansi. Það er hefð fyrir því í Skálholtssókn að hefja undirbúning þorrablóts með því að boða alla íbúa til félagsvistar. Þar eru málin reifuð yfir spilunum og hugmyndum velt upp. Allir, sem vilja, eru þátttakendur í undirbúningnum. Svo fóru í hönd hugarflugsfundir og smátt og smátt tók dagskráin á sig mynd. Það, sem var öðruvísi við dagskrána þetta sinn var það, að teknar voru upp heilu kvikmyndirnar og sýndar á tjaldi á þorrablótinu. Mikil Þorrablót 2015 vinna lá að baki þessum upptökum t.d. voru upptökur einn daginn í 12 klukkutíma í rysjóttu veðri. En þetta var gott innlegg í reynslubankann. Hlé var gert á æfingum rétt yfir jólin en vinna hófst að nýju 30. desember og Fulltrúar uppsveitahreppanna skiptast á skoðunum um áframhaldandi hrepparíg. F.v. Ingvi á Spóastöðum, Loftur frá Iðu, Benedikt Skúlason, Guðmundur á Iðu og Böðvar Þór Unnarsson á Ljósalandi. Kjörnefnd lýkur talningu atkvæða í sveitarstjórnarkosn-ingu. F.v. Hólmfríður Ingólfsdóttir, Elinborg á Iðu, Jens Pétur, Sigrún á Engi, Bryndís á Helgastöðum, ?, Ingibjörg á Teig og Hildur á Spóastöðum. Kvikmyndaatriði þar sem gert var grín að ferðaþjónustu í Tungunum. F.v. Íris Blandon í hlutverki leiðsögumanns en næstar eru Bryndís og Hildur á Spóastöðum sem lánlausir túristar. áfram var haldið eftir áramót. Leikþættir voru skrifaðir, sem leiknir voru á sviði, og söngtextar urðu til. Miðasala var auglýst í tvo daga í vikunni fyrir blótið, en uppselt varð strax á fyrri deginum. Þá fóru af stað miklar og heitar umræður, bæði í heita pottinum og á fésinu. Ótrúlegust samsæriskenningar í gangi. En þegar farið var að raða upp borðum daginn fyrir blótið þá fundust nokkur laus sæti svo hægt var að tæma biðlistann. „Þröngt mega sáttir sitja“ Það er nú bara einu sinni þannig að félagsheimilið okkar rúmar ekki ótakmarkaðan fjölda. Svo rann stundin upp. Allt fór fram Benni, Böðvar Þór og Ingvar á Spóastöðum gera grín að vinnumenningu við byggingarframkvæmdir.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.