Litli Bergþór - 01.08.2015, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.08.2015, Blaðsíða 22
22 Litli-Bergþór Fljótlega eftir áramót tilkynnti stjórn Límtrés Vírnets að til stæði að byggja 2700 fermetra verk- smiðjuhúsnæði við hlið núverandi verksmiðju fyr- irtækisins á Flúðum. Þegar byggingu verksmiðjunnar lýkur verður starfsemi fyrirtækisins í Reykholti flutt þangað og húsnæðið í Reykholti selt. Nú starfa sex manns við verksmiðjuna í Reykholti og gert er ráð fyrir að sami fjöldi starfi í henni eftir að hún flyst á Flúðir. Eldgosi í Holuhrauni lauk í lok febrúar. Umhverfisstofnun fékk styrki til framkvæmda við göngustíga og stiga við Gullfoss frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Vonandi stendur erfitt ástand á svæðinu nú til bóta. Leikdeild Ungmennafélags Gnúpverja frumsýndi leikritið Heilsugæslan, eftir Lýð Árnason lækni í Laugarási, 6. mars í félagsheimilinu Árnesi. Í leikritinu var fjallað um heilbrigðisþjónustuna. Frumkvöðladagurinn var haldinn 12. mars á Café Mika. Þar var hugað að því hvernig hefja skal atvinnurekstur og þróa, auk þess sem stoðkerfi atvinnulífsins var kynnt, styrkjamál og þess háttar. Sveitarstjórnin heimilaði Benjamín Inga Böðvars- syni að koma upp bátaleigu með bátaskýli og bryggju á Laugarvatni. Slík bátaleiga hefur ekki verið starfrækt um árabil en var vinsæl á árum áður. Á 93. héraðsþingi HSK á Flúðum var Kjartan Lárusson Umf. Laugdæla sæmdur gullmerki HSK. Þetta er í tólfta sinn sem félagsmanni innan héraðssambandsins er veitt merkið. Aðalfundur Umf. Bisk. var haldinn á Café Mika þ. 12. mars. Á fundinum voru íþróttamaður og íþróttakona félagsins útnefnd og voru það þau Gústaf Sæland og Laufey Ósk Jónsdóttir sem urðu hlutskörpust fyrir árangur þeirra í glímu. Vetur heilsaði í byrjun desember 2014 með töluverðu frosti og snjó, sem bleytti í inn á milli með slagviðri og tilheyrandi hálku og leiðinda færð. Má segja að það hafi verið forsmekkurinn að veðri vetrarins, sem einkenndist af slíku leiðinda rysjóttu veðri, miklum hitasveiflum, frosti, snjó, slagviðri og roki, oft á sama sólarhringnum. Ekki var óalgengt að hitasveifla dagsins væri frá plús 1-3°C niður í mínus 5-10°C. Ekki var mikið um skafrenning af þessum sökum, en svell hlóðst á vegi með tilheyrandi útafakstri rútubíla og túrista. Þetta ástand varð til þess að Vegagerðin setti fulla ruðningsþjónustu á vegi sveitarinnar. Fátt er því svo með öllu illt. Hellisheiði og Þrengsli lokuðust hvað eftir annað vegna ófærðar. Vorið var kalt, vetur og sumar frusu saman með 8° frosti og hélst næturfrost allt að mínus 5-10°C fram í miðjan maí, þó hiti væri að deginum. Um miðjan maí hlýnaði loks og rigndi annað slagið. Áfram var þó napurt veður og gróðurlaust að mestu fram í júní, enda næturhiti enn nálægt frostmarki. Lítill gróður var á túnum fyrir lambfé og þurfti víða að gefa fénu hey úti. Tré laufguðust ekki fyrr en viku af júní, en eftir það fór að hlýna og gréri hratt. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fjölgaði íbúum í Bláskógabyggð um 3,2%, eða um 30 manns á síðasta ári. Þetta er nokkuð yfir landsmeðaltali sem var 1,1%. Alls búa nú í Bláskógabyggð 961, karlar eru 496 en konur eru 465. Ekki aðeins eru karlarnir fleiri, heldur hefur þeim fjölgað um 24 á meðan konum fjölgaði einungis um sex. Tölur um skiptingu íslenskra og erlendra ríkisborgara eru byggðar á öðrum reikningsaðferðum en um svipað leyti eru íslenskir ríkisborgarar taldir vera um 820 en erlendir 130. Nokkrir listamenn úr Bláskógabyggð voru á meðal þeirra er hlutu listamannalaun á þessu ári. Hreiðar Ingi Þorsteinsson fékk þriggja mánaða laun úr launasjóði tónskálda og Elín Gunnlaugsdóttir sex mánaða laun úr sama sjóði. Æskulýðsnefnd Bláskógabyggðar efndi til hófs til heiðurs íþróttafólki Bláskógabygðar í Aratungu þ. 11. janúar og var Bjarni Bjarnason á Laugarvatni valinn íþróttamaður ársins í Bláskógabyggð. Ný líkamsræktaraðstaða var opnuð formlega fimmtudaginn 5. febrúar eftir gagngerar breytingar á aðstöðu sem áður hafði hýst banka og gufubað í íþróttamiðstöðinni. Hvað segirðu til? Ég er nokkuð laginn við að búa til stelpur. Þetta er allt spurning um rétt mataræði! Laufey Ósk Jónsdóttir og Gústaf Sæland.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.