Litli Bergþór - 01.08.2015, Blaðsíða 29

Litli Bergþór - 01.08.2015, Blaðsíða 29
Litli-Bergþór 29 Hilmar Örn Agnarsson organisti sinnti kennslu þar um árabil auk þess að stjórna Barnakór Biskupstungna. Sveinn Pálsson kenndi um stund á rafgítar og slagverk, Guðmundur Pálsson á fiðlu, Edit Anna Molnár á píanó og tónfræði og Pawel Panasiuk á píanó og selló. Í dag eru það Hjörtur B. Hjartarson og Loftur Erlingsson sem kenna ungum Tungnamönnum á píanó, klarínettu, þverflautu og gítar, auk þess sem nemendur hafa alltaf átt kost á og nýtt sér það að sækja tíma á önnur hljóðfæri á aðra kennslustaði tónlistarskólans. Í vetur (2014 – 2015) stunduðu 15 Tungnamenn tón- listarnám við Tónlistarskóla Árnesinga auk nemenda í 2. bekk grunnskólans sem fá forskólakennslu á vegum skólans. Kennsla fer núna fram í Reykholtsskóla í stað Aratungu, sem er auðvitað til mikils hægðarauka fyrir nemendur, auk þess sem brekkan hefur jafnast mikið út og girðingin og prílurnar eru ekki lengur til staðar. Þann 18. apríl 2015 voru haldnir veglegir tónleikar og hátíðarhöld í tilefni af 60 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga. Nemendur úr uppsveitum sameinuðust á einum dásamlegum stórtónleikum á Flúðum og léku fyrir fullum sal. Milli atriða gátu gestir gætt sér á kaffi og meðlæti sem nemendur og foreldrar buðu upp á. Það er alltaf ánægjulegt að fá tækifæri til að mæta á skólaslit í Aratungu. Nemendur og kennarar ná að töfra fram skemmtilega og fjölbreytta dagskrá og gaman að fylgjast með framförunum. Kvenfélag Biskupstungna hefur alla tíð stutt dyggilega við bakið á tónlistarskólanum og afhent efnilegum nemendum Dana Heiða Becker, Sara Margrét Jakobsdóttir, Gústaf Sæland, Laufey Ósk Jónsdóttir, Ragnheiður Olga Jónsdóttir, Sigríður Mjöll Sigurðardóttir, Freyja Hrönn Friðriksdóttir, Jóna Kolbrún Helgadóttir og Þórhildur Júlía E. Sæmund- sen. Laufey Ósk, Freyja Hrönn, Eva María Larsen, Dana og Hjörtur Bergþór Hjartarson kennari.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.