Litli Bergþór - 01.08.2015, Blaðsíða 30

Litli Bergþór - 01.08.2015, Blaðsíða 30
30 Litli-Bergþór Laufey Ósk, Þórhildur Lilja Þórarinsdóttir, Guðjón Guðjónsson og Hjörtur kennari. Sara Margrét og Agnes Björg. Ragnheiður Olga Jónsdóttir og Eva María Larsen. viðurkenningar á skólaslitum fyrir ástundun og framfarir. Kunnum við kvenfélagskonum bestu þakkir fyrir stuðninginn öll þessi ár og þá hvatningu sem í því felst fyrir nemendur. Til fróðleiks er gaman að geta þess að Tónlistarskóli Árnesinga var stofnaður árið 1955 og er einn af stærstu tónlistarskólum landsins með um 500 nemendur og 30 kennara innanborðs. Kennsla fer fram á 10 stöðum í Árnessýslu og er þetta víðfeðmasti skóli landsins. Skólastjórar frá upphafi eru sjö talsins. Guðmundur Gilsson, Jón Ingi Sigurmundsson, Glúmur Gylfason, Jónas Ingimundarson, Sigurður Ágústsson, Ásgeir Sigurðsson og í dag er Róbert A. Darling skólastjóri. Mig langar í lok þessa pistils að þakka fyrrverandi og núverandi kennurum fyrir að gefa okkur tækifæri til að læra tónlist. Í gegnum tónlistina lærum við svo margt, fyrir utan það að öðlast færni á hljóðfæri. Við njótum skemmtilegra stunda með öðrum og eignumst vini, fáum þjálfun í að koma fram, lærum að skipuleggja okkur, að hlusta hvert á annað og stefna saman að sameiginlegu markmiði. Allt þetta veitir ómælda gleði, aukinn styrk og meira sjálfsöryggi. Í huga mínum er líka innilegt þakklæti til Tungnamanna fyrir að gera mér kleift að stunda tónlistarnám í heimabyggð og fyrir áhuga og dyggan stuðning við Tónlistarskóla Árnesinga öll þessi ár. Ég óska öllum nemendum tónlistarskólans góðs gengis og gleði á tónlistarbrautinni – hvert sem hún liggur. Helga Sighvatsdóttir.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.