Litli Bergþór - 01.08.2015, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.08.2015, Blaðsíða 24
24 Litli-Bergþór Kristínu Hreinsdóttur. Elfa Birkisdóttir. Guðmundur Indriðason stuðnings baráttu kvenna fyrir frelsun geirvörtunnar með meðfylgjandi skilaboðum: „Þessi er hérna til að gefa börnum að borða. Troðiði því upp í feðraveldið á ykkur. #FreeTheNipple“ Í skýrslu sem fjármögnuð var af Ferðamálastofu til að rannsaka áhrif fjölgunar ferðamanna, kom í ljós að 40% ferðamanna fannst vera of mikið af ferðalöngum á Geysi og einnig fannst mörgum vera mikið rof í göngustígum þar. Sveitarstjórn ákvað að breyta fyrirkomulagi skóla- mála og reka grunnskólana í Reykholti og á Laugarvatni aðskilda. Auglýst var eftir skólastjórum og sóttu átta um í Reykholti og þrettán á Laugarvatni. Sveitarstjórn réði Kristínu Hreinsdóttur í stöðu skólastjóra í Reyk- holti og Elfu Birkisdóttir á Laugarvatni. Ákveðið var að skólarnir fái heitin Bláskógaskóli á Laugarvatni og Bláskógaskóli í Reykholti. Vörðukórinn hélt tónleika undir stjórn Eyrúnar Jónasdóttur í Skálholtskirkju 1. apríl. Tungnamaðurinn Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi birti á heimasíðu sinni umfedmingur. wordpress.com, athyglisverða grein um áhrif skotveiða á álftir til að minnka ágang þeirra á tún bænda. Niðurstaða hans er sú að í „stuttu máli virðist ekkert benda til að veiðar séu skynsamleg leið til að minnka tjón af völdum álfta.“ Karl Bridde var gestur hjá sjónvarpsþættinum Landanum 30. mars þegar litið var í skiltagerð hans í Reykholti. Hann rekur eina fyrirtækið á landinu sem framleiðir neonljós. Lokahátíð Stóru upplestrarkeppnarinnar í 7. bekk fór fram á Flúðum í lok mars. Flúðaskóli, Flóaskóli, Bláskógaskóli, Þjórsárskóli og Kerhólsskóli öttu kappi og stóð fulltrúi Bláskógaskóla sig vel. Lára Björk Pétursdóttir varð í þriðja sæti í keppninni. Sunnudaginn 19. apríl bauð Björgunarsveit Biskupstungna til afmæliskaffis í húsnæði sveitarinnar í tilefni af 30 ára afmæli hennar. Hún var stofnuð 9. mars 1985 sem Slysavarnardeild Biskupstungna og Slysavarnarsveit Biskupstungna en sameinaðist í Björgunarsveitina 1999. JÁVerk undir stjórn Gylfa Gíslasonar frá Kjarnholtum er í önnum þessa dagana. Um miðjan apríl var skrifað undir samning um að fyrirtækið sjái um byggingu hótels við Bláa lónið, sem er fyrsta fimm stjörnu hótelið hérlendis. Til viðbótar við þetta og fleiri verkefni sjá Gylfi og félagar einnig um stækkun Hótel Gullfoss í Brattholti nú í vor. Vegna mikilla framkvæmda verður starfsmannafjöldi JÁVerks um 400 manns. Sigurbjörn Árni Arngrímsson úr Umf. Laugdæla setti Íslandsmet í 5 km götuhlaupi 40-44 ára á Víðavangshlaupi ÍR 23. apríl. Hann er einnig nýbúinn að setja bæði öldungamet og HSK met í 800 m hlaupi innanhúss. Þjóðleikshópur í vali í Bláskógaskóla sýndi leikritið Útskriftarferðina eftir Björk Jakobsdóttur þ. 24.- 25. apríl í Aratungu við góðar undirtektir. Leikstjóri var Íris Blandon. Leiklistarverkefnið Þjóðleikur er samstarf Þjóðleikhússins við fjölmarga grunnskóla í öllum landsfjórðungum og fleiri aðila. Rekstur sveitarfélagsins hefur styrkst jafnt og þétt. Skuldahlutfallið er komið niður í 68% og afgangur af rekstri var upp á rúmlega 90 milljónir króna fyrir síðastliðið ár, sem er nokkuð umfram áætlun. Tungnamaðurinn Egill Árni Pálsson hélt tónleika í Selfosskirkju 17. maí ásamt félögum sínum Ásgeiri Páli, Þóru Gylfa og Bjarna Jónatanssyni. Sungnar voru margar af helstu perlum óperubókmenntanna. Guðmundur Indriðason, elstur Tungnamanna, hélt upp á 100 ára afmælið 15. maí á dvalarheimilinu Lundi. Viðgerð fór fram á borholunni á Efri-Reykjum dagana 17. til 21. maí og var því heitavatnslaust á Hlíðabæjum þá daga. Mun aðsókn að sundlaugum sveitarinnar hafa aukist eitthvað við þetta. Í lok maí mánaðar var starfsmönnum dýragarðsins í Slakka boðið að taka að sér lítinn selskóp sem fundist hafði. Var hann nefndur Dilla og hefur verið fóðraður á rjóma og söxuðum fiski. Dilla sem var orðin mjög hænd að starfsmönnunum drapst í byrjun ágústmánaðar.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.