Litli Bergþór - 01.08.2015, Blaðsíða 14

Litli Bergþór - 01.08.2015, Blaðsíða 14
14 Litli-Bergþór Samantekt: Lára Hreinsdóttir Bjarni Bjarnason á Laugarvatni var útnefndur Íþróttamaður Bláskógabyggðar fyrir árið 2014 í hófi sem Æskulýðsnefnd Bláskógabyggðar efndi til sunnudaginn 11. janúar sl. Bjarni er fjölhæfur íþróttamaður og hefur stundað ýmsar íþróttagreinar frá unga aldri, hann er liðtækur knattspyrnumaður og var auk þess lykilmaður í körfuknattleiksliði Laugdæla um árabil sem og þjálfari liðsins. Á landsvísu er hann sennilega best þekktur sem knapi góður og segja má að árið 2014 hafi verið hans ár. Hann tók þátt í meistaradeild í hestaíþróttum og góð frammistaða hans sjálfs og liðsins, Auðholtshjáleigu, skilaði þeim 2. sæti í deildinni. Í ágúst varð hann svo tvöfaldur Íslandsmeistari í 100 m skeiði og einnig í 250 m skeiði, í bæði skiptin á Heru frá Þóroddsstöðum. Hápunktur ársins var þó án efa þegar Bjarni og Hera frá Þóroddsstöðum sigruðu í 250 m skeiði á Landsmóti hestamanna á Hellu í júlí og settu þar Íslands- og heimsmet. Að lokum má geta þess að Bjarni var svo einn af fimm sem tilnefndir voru sem skeiðknapi ársins af Landssambandi hestamanna. Þrír aðrir íþróttamenn voru einnig tilnefndir, þeir Smári Þorsteinsson frá Umf. Bisk., Sólon Morthens frá Hestamannafélaginu Loga og Sveinbjörn Jóhann- esson frá Umf. Laugdæla. Auk þessara voru 15 aðrir Frá æskulýðsnefnd íþróttamenn heiðraðir fyrir góðan árangur á árinu 2014, í glímu, hestaíþróttum, knattspyrnu og frjálsum íþróttum. Eftirfarandi urðu Íslandsmeistarar í glímu 2014: Rósa Kristín Jóhannesdóttir (13 ára og í sveitaglímu 12-13 ára), Sigurður Sævar Ásberg Sigurjónsson (11 ára og í sveitaglímu 10-11 ára), Ólafur Magni Jónsson (11 ára og í sveitaglímu 10-11 ára), Gústaf Sæland (14 ára og í sveitaglímu 14-15 ára), Sigríður Magnea Kjartansdóttir (sveitaglíma 14-15 ára), Rakel Hjaltadóttir (sveitaglíma 14-15 ára), Laufey Ósk Jónsdóttir (sveitaglíma 14-15 ára). Íslandsmeistarar í frjálsum íþróttum: Finnur Þór Guðmundsson (boðhlaup 12 ára pilta), Lára Björk Pétursdóttir (boðhlaup 12 ára stúlkna), Sveinbjörn Jóhannesson (kúluvarp 16-17 ára pilta), Þóra Erlingsdóttir (kúluvarp 12 ára stúlkna). Valin í landslið: Agnes Erlingsdóttir (Valin í landslið Íslands í frjálsum íþróttum 2014), Sveinbjörn Jóhannesson (U-16 ára landslið í körfubolta). Íslandsmeistarar í hestaíþróttum: Valdimar Bergstað (Íslandsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum), Bjarni Bjarnason (Íslands- meistari í 100m skeiði og 250m skeiði). Íslandsmeistarar í 7 manna fótbolta með liði Umf. Hrunamanna: Gústaf Sæland, Sölvi Freyr Jónasson, Gretar Bíldfells Guðmundsson og Sverrir Örn Gunnarsson. Næstu verk Æskulýðsnefndar eru að ljúka gerð forvarnarstefnu Bláskógabyggðar. Þeirri vinnu er svo að segja lokið, en sú ákvörðun sveitarstjórnar að skipta Bláskógaskóla upp gerði það að verkum að vinnan dregst eitthvað á langinn þar sem skólarnir og foreldrafélög þeirra þurfa að fá svigrúm til að móta sínar stefnur í forvarnarmálum. Þá liggur einnig fyrir undirbúningsvinna fyrir stofnun ungmennaráðs Bláskógabyggðar, spennandi verkefni sem við hlökkum til að takast á við. Íþróttamennirnir og staðgenglar þeirra sem tilnefndir voru til Íþrótta- manns Bláskógabyggðar 2014: Smári Þorsteinsson, Sólon Morthens, Jóhannes Sveinbjörnsson í stað Sveinbjörns Jóhannessonar og Bjarni Bjarnason. Ljósmynd Skúli Sæland.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.