Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						2 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, 
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is 
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
HÚSFYLLIR var á fundi um nið-
urrif húsa í miðbænum á veitinga-
húsinu Boston á Laugavegi í gær-
kvöldi. Þar var rýnt í spurningar á
borð við þær hvort fagleg sjón-
armið réðu niðurrifinu eða hags-
munir fasteignabraskara. Á fund-
inum flutti Snorri Freyr
Hilmarsson formaður Torfu-
samtakanna erindi og segir Óttar
M. Norðfjörð, skipuleggjandi
fundarins, að erindið hafi haft mik-
il áhrif á fundargesti. ?Snorri upp-
lýsti fundargesti um margt sem
þeir vissu ekki um og við lá að fólk
gapti,? segir Óttar. ?Torfu-
samtökin stækkuðu um fjórðung í
kvöld, félagatalan fór úr 300 í 400
þar sem allir á fundinum skráðu
sig í samtökin. Við komumst að
þeirri niðurstöðu að halda tónleika
með okkar færasta tónlistarfólki
og meðal annarra hugmynda sem
komu fram, var mótmælaganga og
fleira. Við eigum eftir að vinna úr
þessu og athuga hvað raunhæft er
að gera á næstu dögum og vikum.
Við ætlum að safna saman öllum
staðreyndum í málinu og senda
fólki þær með það í huga að viðtak-
endur sendi ráðamönnum í borg-
inni persónuleg bréf og tjái hug
sinn á grundvelli fyrirliggjandi
staðreynda.
Kjarninn í þessu öllu er sá að
það er ákveðinn upplýsingaskortur
á ferðinni í samskiptum almenn-
ings og þeirra sem eiga lóðirnar.
Það þarf að losa um þennan hnút.
Til að mynda kom öllum hérna á
fundinum mjög á óvart að það ætti
að rífa 100 hús í miðbænum. Það
hafði enginn heyrt af því og mér
finnst í raun stórmerkilegt að mið-
bæjarbúar skuli ekki vera upp-
lýstir um þetta. En eins og Snorri
Freyr kom inn á í erindi sínu, þá
virðist sem fólki sé nánast vísvit-
andi haldið óupplýstu.?
Að mati Snorra Freys eru allt
aðrar kringumstæður í skipulags-
málum í borginni nú á dögum en
fyrir nokkrum áratugum með því
að nú eru öflug og fagleg fast-
eignafélög í kringum húsageirann í
heild. Líti menn nú nánast á deili-
skipulag sem óafturkræfan bygg-
ingakvóta en það vekur spurningar
um skipulagsforræði borgarinnar.
Húsavinir blása til sóknar
Hyggjast mót-
mæla niðurrifi
100 húsa
Morgunblaðið/Golli
Húsfyllir Mjög fjölmennt var á fundinum í gærkvöldi og mikil andstaða
meðal fundarmanna við áform um niðurrif húsa í miðborg Reykjavíkur.
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði vöru-
bílstjóra í gær eftir ábendingu frá vegfaranda sem
fannst frágangur á farmi bílsins bjóða upp á hættu
fyrir aðra umferð. Grjóthnullungar á stærð við
handbolta voru aftan á pallinum og lágu hærra en
skjólborð. Bílstjórinn mun hafa stansað á Reykja-
nesbrautinni þegar hann varð þess var að vegfar-
andanum stóð ekki á sama um fráganginn en að
sögn þess síðarnefnda ók bílstjórinn á brott þegar
hann fregnaði að lögreglan hefði verið látin vita.
Hann var síðan stöðvaður nokkru síðar. Að sögn
vegfarandans lá mjög nærri því að grjóthnullungar
yltu aftur af vörubílspallinum og þótti honum því
rétt að gera lögreglu viðvart.
Morgunblaðið/Ingvar
Grunur um lélegan frágang
AÐEINS eitt tilboð var undir kostn-
aðaráætlun Vegagerðarinnar í út-
boði sem Vegagerðin efndi til vegna
byggingar mislægra gatnamóta á
Reykjanesbraut við Arnarnesveg.
Suðurverk hf. ? Skrauta ehf. átti
lægsta tilboðið sem hljóðaði upp á
669 milljónir króna. Í kostnaðaráætl-
un Vegagerðarinnar var reiknað
með að verkið kostaði 697,8 milljón-
ir.
Alls bárust sex tilboð og var hæsta
tilboð 13% yfir kostnaðaráætlun
Vegagerðarinnar.
Gatnamótin við Arnarnesveg eru
með stærstu verkefnum Vegagerð-
arinnar á höfuðborgarsvæðinu. Gert
er ráð fyrir hringtorgi á efri hæð
gatnamótanna, á Arnarnesveginum,
og er það í fyrsta skipti sem hring-
torg er byggt þannig hér á landi.
Framkvæmdinni á að vera lokið um
mitt ár 2009.
Arnarnesvegur, sem tengja mun
saman syðri og nyrðri byggðir höf-
uðborgarsvæðisins, mun verða lagð-
ur frá þessu hringtorgi og að Breið-
holtsbraut á næstu þremur árum.
Bauð 669
milljónir í
verkið
Ný gatnamót við
Arnarnesveg
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
?SÆL, ég er að hringja frá
Vodafone, það var keyptur sími á
kennitöluna þína fyrir nokkrum
dögum ??
Stúlka: Nei, það var enginn
sími keyptur.?
Starfsmaður Vodafone: ?Jú,
það var keyptur sími á kennitöl-
una þína [fer með kennitölu].?
Stúlka: ?Ég keypti allavega
ekki neinn síma, en það getur vel
verið að ég fái hann í jólagjöf.?
Starfsmaður Vodafone: ?Nú,
já, ókei. Heyrðu, ég hringi í þig
aftur á eftir.?
Nokkurn veginn þannig hljóm-
aði símtal sextán ára stúlku og
starfsmanns símafyrirtækisins
Vodafone í fyrradag, en með
þessum hætti komst stúlkan að
því að í jólapakkanum frá
mömmu og pabba væri farsími.
Móðir hennar hafði nokkrum
dögum áður keypt símann og
skráð hann á kennitölu dótt-
urinnar.
Framhaldi málsins lýsir stúlk-
an á eftirfarandi hátt: ?Konan
hringdi svo aftur og kom með
geðveikt asnalega afsökun, sagð-
ist hafa hringt í vitlaust síma-
númer. En af hverju sagði hún
þá kennitöluna mína? Þetta var
frekar hallærislegt,? segir hún
hlæjandi. Hún segir starfsmann-
inn hafa verið ?pínu? vandræða-
legan þegar hann áttaði sig á því
að með símtalinu hefði hann
ljóstrað upp um jólagjöfina.
?Mér finnst hallærislegt að
þeir séu að hringja í fólk og
kjafta frá jólagjöfum,? segir
stúlkan um klúðrið. 
Hún segir símtalið þó ekki
hafa eyðilagt fyrir sér jólin. ?Það
hefði nú samt verið gaman ef
jólapakkinn hefði komið á
óvart!?
Hrannar Pétursson, upplýs-
ingafulltrúi Vodafone, segir mis-
tök hafa átt sér stað við skrán-
ingu símtækisins. Þegar símtæki
sé keypt sé skráð hvort um gjöf
sé að ræða eða ekki, en það hafi
hins vegar farist fyrir í þessu til-
viki. Ástæðan fyrir símtalinu hafi
verið sú að bjóða átti stúlkunni
að virkja ákveðna þjónustu síma-
fyrirtækisins. ?Þarna var einfald-
lega um mistök að ræða sem við
auðvitað hörmum og biðjum hlut-
aðeiganda afsökunar á,? segir
Hrannar. 
Hann telur mistökin einstök og
segir að ýmsar ráðstafanir hafi
verið gerðar til að tryggja að
svona nokkuð endurtaki sig ekki
fyrir jólin. ?Við höfum ákveðið
að geyma öll þjónustusímtöl til
eigenda nýrra símtækja fram yf-
ir jól,? segir hann. ?Það á ekki
að vera möguleiki á að þetta
endurtaki sig.?
L52159 Starfsmaður símafyrirtækisins Vodafone ljóstraði upp um jólagjöf til sex-
tán ára stúlku frá mömmu og pabba L52159 Ekki von á fleiri slíkum hringingum
?Þetta var frekar hallærislegt?
VATNAMÆLINGAR í
gær gáfu til kynna að
vænta mætti flóðs í
Austari-Jökulsá í
Skagafirði. Þar náði
rennslið hámarki um
hádegi í gær. Lög-
reglustjórinn á Sauð-
árkróki varaði bændur
sem eiga land að ánni
við hættunni. Í gær-
kvöldi hafði lögreglan á Sauðárkróki ekki
heyrt af neinum vandræðum vegna vatna-
vaxta. Þá var flóðið tekið að sjatna í Aust-
ari-Jökulsá og Héraðsvötnum sem taka við
vatni árinnar.
Árni Snorrason, forstöðumaður Vatna-
mælinga Orkustofnunar, sagði að snögg
flóð gætu komið í allar hálendisár við
mikla úrkomu og leysingar. Samkvæmt
mælingum Vatnamælinga, sem hægt er að
skoða á vefnum, hækkaði skyndilega í
mörgum ám í gær. Miklir og snöggir flóða-
toppar komu t.d. í Skjálfandafljót við Ald-
eyjarfoss. Árni sagði slíka toppa koma
mjög skarpt og spýjurnar stafa af ísagangi
þegar árnar brytu af sér.
Vatnamælingar hófust fyrir 60 árum og
er afmælisins minnst í dag með málstofu á
Orkustofnun f.h. og afmælisdagskrá e.h. á
Hótel Loftleiðum. Árni sagði að á þessu
tímabili hefðu stærstu flóð norðanlands yf-
irleitt verið vorflóð. Nú sæjust æ oftar vetr-
arflóð sem svipaði til vetrarflóða á Vestur-
og Suðurlandi þar sem hálendið er lægra.
Þetta sýndi að lægðirnar nú væru hlýrri en
áður, kæmu með rigningu og gætu leyst
snjóa. Þetta væri vísbending um hvað gæti
gerst í langtímabreytingum á veðurfari.
Flóðatoppar í 
ám fyrir norðan
Árni Snorrason 
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest farbanns-
úrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir karl-
manni sem er ákærður fyrir tilraun til
manndráps en til vara fyrir sérstaklega
hættulega líkamsárás. Er manninum gert
að sæta farbanni til 16. janúar. Hann hefur
sætt farbanni frá 9. nóvember.
Maðurinn er grunaður um að hafa að-
faranótt fimmtudagsins 8. nóvember sleg-
ið annan mann ítrekað með brotinni gler-
flösku í höfuð, háls og víðar í líkamann,
með þeim afleiðingum að hann fékk m.a.
mar á augnknetti og augntóftarvefjum, yf-
irborðsáverka á brjóstkassa og öxl og
djúpt sár í gegnum hálsvöðva.
Farbann staðfest
í Hæstarétti
SKILAFRESTUR fyrir minningargreinar,
sem birtast eiga í Morgunblaðinu fimmtu-
daginn 27. desember og föstudaginn 28.
desember, er til hádegis föstudaginn 21.
desember. 
Greinar sem birtast eiga 2. janúar 2008
verða að berast fyrir hádegi föstudaginn
28. desember.
Skilafrestur
minningargreina
SKRÁÐ hraðakstursbrot voru tæplega 4
þúsund á landinu í nýliðnum nóvember
samkvæmt nýrri skýrslu um afbrotatöl-
fræði ríkislögreglustjóra fyrir árið 2007.
Um er að ræða 167% fjölgun frá því í nóv-
ember 2006 en þá voru skráð brot 1.477
talsins. Til samanburðar voru hraðakst-
ursbrot í nóvember 2005 1.148 talsins.
Hvað snertir aðrar tegundir brota á um-
ferðarlögum kemur fram í skýrslunni að
fjöldi skráðra ölvunarakstursbrota í nóv-
embermánuði undanfarin ár hefur nánast
verið sá sami, eða um 160. Aðra sögu er
hinsvegar að segja um akstur gegn rauðu
ljósi sem hefur minnkað umtalsvert. Þann-
ig voru skráð brot úr þessum flokki 83
talsins í nóvember síðastliðnum en 142 á
sama tíma í fyrra. Í nóvembermánuði 2005
voru brotin 126 talsins.
Tæp 4 þúsund
hraðakstursbrot

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60