Morgunblaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAÐIÐ i Fostudagur 21. ágúst 1964 imiiiiiiiiiiiiiiiHiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiim iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiii rokið frá kúnum til að taka þátt í keppninni. Hún er gift Hrafnkeli Björgvinssyni og eiga þau einn son, sex kýr og töluvert af kindum. Berg- ljót sagði, að þau þyggju í félagsbúi með foreldrum henn »r. og gengi búskapurinn dá- vel. Bergljót bakaði kringlur og fer uppskriftin hér á eftir: KRINGLUR 500 gr. hveitl 130 gr. smjörlíki 130 gr. sykur 1 egg 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. hjartarsalt 1 msk. kúmen 1 dl. rjómabland Smjörlíki og sykur hraert vel, eggið sett út í. Hveiti lyftidufti og hjartarsaiti er sáldrað saman og látið nokk- uð af hveitinu í hræruna og hinu hnoðað upp í deigið. Deigið hnoðað mjög vel. Lát- ið kólna nokkra stund. Síðan er þetta rúllað í litlar kringl- ur, þær eiga að vera ljósar og mjög áferðarfallegar. Bak- að við venjulegan Smáköku- hita. Bökunartími 1 klst. Ekki sagði Bergljót að mik ið orð færi af sér sem góð- um bakara, en þó mætti not- ast við kökurnar hennar, bæði á heimilinu og á innan . hreppsskemmtunum. Hún kvaðst vera hæstánægð með að hafa fengið ókeypis kaup- staðarferð og fína hrærivél að auki. I Samkvæmisterta með marsi- | panrósum bar sigur af hdlmi Verðlaunakakan og sigurvegarinn, Elm Guðjonsdottir, ásamt Ólafi Johnson (t.h.), forstjóra O. Johnson & Kaaber, sem hefur umboð fyrir Pillsbury hérlendis, og Birni Stefánssyni, fulltrúa, semhafðivegog vanda af keppninni. hnoðað upp með 200 gr. flór- sykri konfektmassinn síðan litaður með gulum, rauðum, grænum og bláum ávaxtalit, (best að nota Premier eða McCormick food colors) búin til blöð og rósir, sem síðast er raðað utan um og ofan á neðri hæð tertunnar. Sérstakan kökudisk þarf fyrir þessar uppskriftir, mjög auðvelt fyrir alla að útbúa þá. Neðri diskurinn er 45 cm. í þvermál en efri diskurinn 33 cm. í þvermál, búnir eru til fjórir tréfætur 25 cm langir, sem límdir eru og skrúfaðir neðan í efri diskinn þetta er allt málað hvítt, siðan er al- úminíum-pappír settur yfir diskana og þá eru þeir tilbún- ir til notkunar. Efri disknum er síðan stungið ofan í neðri tertuna þegar búið er að sprauta hana með rjómanum, rósunum siðast raðað á kök- una. Gott er að kakan blotni með rjómanum í 1—2 tíma áður en hún er borin fram. inni,“ sagði önnur, „að mér væri sama þó ég sneri tóm- hent heim. En það er nú öðru nær það hlaðast á okkur gjaf- irnar.“ Fyrst snerum við okkur að Auði Thoroddsen frá Selfossi. Hún bjó til ávaxtatertu, sem er fljótleg í bakstri. B o t n. 50 gr. sykur 50 gr. kókósmjöl 60 gr. hveiti H f GÆR fór fram bökunarsam- M keppni sú, sem hveitifyrirtæk M ið Pillsbury Best efndi til á jj§ íslandi. Fyrstu verðlaun hlaut §§ frú Elín Guðjónsdóttir Bás- M enda 6 í Reykjavík, fyrir sam = kvæmistertu og eru verðlaun §§ ferð til Miami Beach í Flor- §§ ida í næsta mánuði, þar sem M hún verður heiðursgestur á M hinni árlegu X>ökunarsam- S keppni Pillsibury. Einnig M hlaut hún Sunbeam hrærivél M að launum, sem ag aðrir kepp §§ endur, frá fyrirtækinu O. M Johnson & Kaaber, sem hefur = umlooð fyrir Pills'bury vörur á §§ íslandi. ^ Eins og kunnugt er fór | keppnin þannig fram, að þeir = sem áhuga höfðu á að taka M þátt í henni sendu uppskrift H ir sínar til O. Johnson & §§ Kaaber. Alls bárust tæplega j§ 400 uppskriftir. Tveir hús- S mæðrakennarar, frú Anna = Gísladóttir og frk. Bryndís 1 Steinþórsdóttir, völdu síðan = þær tíu uppskriftir, sem helzt 1 þóttu koma til greina. Var = það mikið og vandasamt verk, = því margar uppskriftanna M voru svipaðar eða svo að M segja eins. Þegar uppskrift- = irnar komu til húsmæðra-* S kennaranna voru þær nafn- S lausar en númeraðar. Og í gær var hinn stóri dag H ur. Konurnar tíu hittust í M Réttarholtsskóla og bökuðu §| sínar kökur. Dómarar í keppn § inni voru frú Guðbjörg Birkis, M húsmæðrakennari, Tryggvi M Þorfinnsson, skólastjóri Mat- f§ sveina og Veitingaþjónaskól- M ans ag Sigurður Jónsson, bak §§ arameistari. Úrskurðuðu þau M samkvæmistertu Elínar í M fyrsta sæti. Er það tvílyft = rjómaterta, fagurlega skreytt M með marsipanblómum og er = hún búin til á svohljóðandi M hátt: § E f r i h æ ð : 8 stk. egg 300 gr. strásykur 4 matsk. Ó. Johnson & Kaaber kaffiduft 300 gr. hakkaðar möndlur 1 bolli Pillsbry’s BEST hveiti. K r e m : 500 gr. flórsykur 5 matsk. kakaó M bolli sjóðandi vatn 12 konfektflöskur Egg og sykur þeytt ljóst og létt, möndlur hveiti og kaffi- duft blandað saman við eggja deigið. Bakað í háu vel smurðu ísmóti og minnstu stærð af tertumóti, aðgæta þarf að smyrja mótin vel að innan með smjöri og strá Pillsbury’s BEST hveiti innan um þau áður en deigið er látið í þau. Ofninn er hitaður í 425 gráð- ur kakan látin hefast, hitinn færður niður í 250 gráður og kakan bökuð í 35 til 40 mínút- ur. Kökurnar eru settar sam- an með kreminu, afgangnum smurt vel utan um kökuna og konfektflöskunum síðan raðað utanum kökuna. Neðri hæð: 8 stk. egg 2 bollar strásykur 2 — Pillsbury’s BEST hveiti 2 —■ möndlur sax 2 — döðlur skornar i' litla bita 2 — mjólkursútokulaði skorið í litl bita 2 tesk. lyftiduft Egg og sykur þeytt ljóst og létt Pillsbury’s BEST hveitinu möndlunum döðlunum súkku- laðinu og lyftiduftinu öllu bætt út í eggjaduftið í einu. Þetta bakast í 4 stórum tertu mótum, hitinn þarf að vera 425 gráður og bakast í 15 mín. Skreyting: Botnunum er raðað saman þannig að myndist 2 stórir tertubotnar og látnir á bakka sem er 45 cm. í þvermál. 2% L rjómi stífþeyttur. Botnarnir lagðir saman með rjómanum og þakið yfir þá með rjóma, síðan er rjóma sprautað utan um kökuna og í toppa ofan á hana, afganginum af rjóman- um er síðan sprautað á efri hæðina, toppar utan um hana og ofan á kökuna að konfekt- flöskunum. 2 pk. konfektmassi (400 gr.) • Á fimm börn og hjálpar til i verzluninni Sigurvegarinn er fimm barna móðir, gift Guðmundi Kristjánssyni, kaupmanni í Krónunni, Mávahlíð 26. Hún kvaðst vera frá Hólmavík, en flutti barnung til Reykjavík- ur og hefur átt heima þar síð an. Við spurðum Elínu, hvað hún hefði verið lengi að baka tertuna og sagði hún, að hún hefði verið að dunda við þetta frá því 9 um morgunin til 2 um daginn. „Venjulega er ég miklu fljótari að búa hana til heima,“ sagði hún. „Ég hef bakað heilmikið af svipuðum tertum, bæði stærri og smærri, við meiriháttar til efni í fjölskyldunni, t.d. við •giftingar, fermingar, stóraf- mæli o.s.frv. Einnig hef ég stundum bakað fyrir vinkonur mínar, þegar þær hafa þurft á því að halda. Ég hef óskap lega gaman af að baka og matbúa, þó ég hafi aldrei bein línis lært það, nema hvað ég fór eitt sinn á matreiðslunám skeið fyrir nokkrum árum.“ Elín sagðist hafa haft mik- ið að gera í sumar, því hún hefði hjálpað til í verzlun- inni í sumar, meðan sumar- leyfin stæðu yfir. Krakkarnir, sem eru á aldrinum 14-16 ára hefðu rétt sér hjálparhönd sem bezt þau gátu, en yngsta barnið farið í sveit. „Ég á von á honum í næstu viku“, sagði hún, „og ég hlakka meir til að sjá hann aftur en fara til Bandaríkjanna." Hún sagðist aldrei hafa farið til Bandaríkjanna, og yrði það óefað stórkostlegt ævintýri. • Réttlát úrslit Við fengum tækifæri til að spjalla við aðra keppendur og fá hjá þeim uppskriftirnar, sem frá og með deginum í dag verða eign Pillsbury Best. Þær voru í bezta skapi og töldu úrslitin réttlát. „Við vissum það um leið og við sáum tertuna hennar Elínar að hún mundi vinna,“ sagði einhver. „Mér þykir svo gam an að hafa fengið að koma hingað og taka þátt í keppn- 1 egg Í4 tesk. ger Egg og sykur hrært saman, hveiti, kókósmjöl og geri bætt öllu í einu, hrært lítið, og smurt þunnt í stórt tertu- form með lausum botni. F y 1 1 i n g . 3 epli / 2 bananar 100 gr. súkkulaði 200 gr. döðlur 60 gr. sykur (má vera ljós púðursykur) 20—30 gr. kókósmjöl. Ávextirnir eru saxaðir, og einnig súkkulaðið, sykrinum og kókósmjölinu blandað sam an við, síðan er massanum smurt yfir deigbotninn og stráð yfir sykri. Bakað við ca. 180—200 st. hita. % kl.st. Kakan látin á barmalaus- ann disk og rendurnar spraut- aðar með þeyttum rjóma. _ Auður er gift Guðmundi Arnasyni, á tvo stráka og vinnur í búð hjá iVÍjólkurbúi Flóamanna. , Hún sagði, að það hefði komið sér á óvart þegar hún varð ein af tíu. „Ég sendi þrjár aðrar upp- skriftir," sagði hún, „og heim ilisfólkið varð alveg dolfallið þegar ég rauk suður í sam- keppnina." Hún sagðist vita um nokkrar frá Selfossi sem hefðu einnig sent uppskriftir og mikið verið rætt um bök- unarsamkeppnina þar. Bergljót Jörgensdóttir, hús freyja á Víðivöllum í Fljóts- dal, N-Múlasýslu, sagðist hafa Guðný Andrésdóttir frá Reykjavík bakaði eplarúllu- tertu: EPLARÚLLA. 50 gr. smjörlíki 50 gr. sykur 1 stk. egg 1—2 msk. mjólk 200 gr. hveiti 1 tsk. lyftiduft F y 1 1 i n g : 1 msk. brætt smjör 2 msk. sykur 4 stk. epli 2 msk. rasp. 2 msk. rúsínur dálítið af kanel og rifnum sitrónuberki. Smjörlíki og sykur hrært vel. Eggið hrært út í og sein- ast hveiti og lyftidufti sálldrað saman við. Deigið hnoðað. Flatt út. Allt deigið smurt með hálfbræddu smjörinu. Yfir það er svo stráð afhýddum og brytjuðum eplunum. Sykri, raspi, rifnum sítrónuberki, rús ínum og kanel stráð yfir epl- in. Deiginu er nú rúllað var- lega saman, en eins þétt og hægt er. Látið á smurða plötu og samskeytin látin snúa nið- ur. Rúllan er pensluð með rjóma og yfir hana stráð sykri og söxuðum hnetum. Lengjan bökuð í miðjum ofninum við góðan hita í um það bil 35 mín. og látin kólna aðeins á plötunni, áður en hún er tek- in af. Bezt er að bera hana fram volga, einnig mjög góð köld borin fram með þeyttum rjóma. Ath. Hitastig skal vera 400 á Farenheit. Framhald á bls. 17. luiillllillllllllllllllllilllllllllllllllllllllll.....Illlllllllllllllllllllllllll...................................................................................................................................... IIHIIIHHIIHIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIHIHIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIHIIHIHIIHIIHU uiiimmmimiTmniniimTinmnnmimmiTTmnnmmTmmnmnmnmnimnimilimillTmnmimTnnilinnilinilllHllliHHIIIIIIIIIIIHIIIIIIIr HIIIIIIIIIIIIIIIHIIIinillllllllllHHIIIinilllHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII'lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll|lllllllll|l||||llllllllllirH lllHIHIIHIHIIIIIHIIHIIIHHnillHIIIHHIHHIIIIIIlliniHHHIIIIIII!lllll!ll!llll!IIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIHII!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIHHH!IHI!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIirn;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.