Morgunblaðið - 16.08.1974, Page 20

Morgunblaðið - 16.08.1974, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. AGUST 1974 Daníel Rögnvalds- son — Minningarorö F. 11 maí 1902. D. 28 aprfl 1974. Þá er við minnumst látins vinar og samferðamanns, er þó fjarri að þar komi fram nema f stórum dráttum þeir eiginleikar, sem með hverjum býr, — því svo er djúpt í innstu fylgsnum falið það, sem fæstir skynja, og ekki er flík- að í samskiftum á dagsins leiðum, að ekki sé neisti falin; sem ekki er öðrum ætlaður á lífsins samferða- götu. Engin skildi þvf ætla, að öll þau kurl til grafar tínist, — i stuttu ágripi minningarþátta, — að ekki verði það ótalið, jafnve! sem dýpst risti f eigin vitund, — og þá máske dýpsta eigindin í hugans fylgsnum, sem ekki var á torg borið. Eitt sinn skal hver deyja er lögmál alls lífs, — og enda þótt það lögmál flýi enginn og þeim sem eftir Iifa sé það jafnvíst og hinum var, sem á undan eru gengnir, þá eru þessi mörk lífs og dauða oft svo snöggbitur og sár, að eftir stendur hinn hljóðlausi og þögulli tómleiki, að jafnvel það sem kærast var, helgast og dýr- mætast hvcrjum og einum er svo skyndilega horfið. — Og eftir stendur minningin bjartari og tærari en nokkru sinni áður, og tómleiki hugans verður sem bitur eyða í viðhorfi líðandi stunda. Enda þótt hér skuli nokkrum orðum minnzt hins madasta manns, verður þó ekki dul á það dregin, að þar verður á stóru stiklað og margs ógetið, sem helg- astri minningu er grópað í vitund hinna nákomnustu á allri samleið lífs og starfs á leiðum liðinnar ÍCVÍ. Daníel Rögnvaldsson var fædd- ur að Uppsölum í Seyðisfirði hinn 11. maí 1902, sonur hjónanna Rögnvaldar Guðmundssonar og konu hans Kristínar Guðmunds- dóttur er þar bjuggu. Hann var yngstur 12 systkina þeirra hjóna. Hann ólst upp í forcldrahúsum á mannmörgu gleðskaparheimili til fullorðinsára og fékk þá dýrmætu vöggugjöf í veganesti að frá hon um gcislaði jafnan hin sanna innsta gleði á vegu samferða- mannsins. Ilonum var söng- og músikhneigð svo í blóð borin, að hinir hrífandi og taktföstu tónar hans, er hann lék á harmoniku sína á skcmmtistöðum, að komu hverri sál í þá lifandi hamingju, sem eftir skildi í vitundinni hinar t;eru meitluðu minningar, sem ekki gleymdust. Ungur að árum lærði hann að leika á harmoniku og hélt þeirri heillandi íþrótt sinni af sama hrynjandi krafti til loka lífs síns. Þessi eigind var hinn ríkjandi þáttur í því andrúmslofti, sem Daníel ólst upp í á heimili sínu á Uppsölum, sem í skjóli foreldra hans og systkina var lengst af opin til einla'gs fagnaðar og sak- lausrar gleði f afskektri byggð. Pln einnig til baráttu lífsins lagði Daníel á þá braut, sem nú þætti fermingarbörnum óþjál að feta er hann á fermingardaginn bjóst úr foreldrahúsum til sjóróðra á opnu áraskipi og mátti svo þar til duga sem ýtrustu kraftarnir leyfðu, því þá var ekkert silkihanskalifi- brauð á vegferð þess ungdóms, sem úr grasi óx, en bláköld harð- neskjan blasti við fötskör hverri, er um lífsins vegu til bjargálna afkomu sinnar máttu ganga. En sá eðlislægi arfur, er hann af fcðr- um sínum svo ríkt í blóði sér borið hafði, leiddi huga hans að þeirri hneigð, sem ásköpuð hon- um var, að hann ungur að árum réðst til Guðmundar bróður síns til smíöanáms, er hann svo síðar á ævinni stundaði af kostgæfni. Ilinn 18. desember 1929 kvong- aðist Daníel eftirlifandi konu sinni Soffíu Helgadóttur, en hún er dóttir hins snjalla hagyrðings Helga frá Súðavík og konu hans l’álínu Sigurðardóttur. Bjiiggu þau fyrstu árin að Uppsöltim, en síðan í Súðavík, en fluttust f íi.'sember 1924 á t«afjörð. og áttu þar a> heima sfðan. Stuiidaöi Daníel sjómennskti á hinum ýmsu bátum í þessum sjávar- plássum báðum, en síðustu sjó- mannsár sín var hann á þá nýsmíðuðum bát Hugins-félags- ins á tsafirði, sem mikil skip þóttu á þeirri tíð og sigldi með sölufisk á því skipi til Englands á stríðsárunum í svarta skammdegi haustsins, og mun ein þeirra ferða hafa orðið honum og öðrum skipverjum hin eftirminni- legasta, að þar sannaðist að flýtur meðan ekki sekkur, þar sem svo mun hafa lokast yfir höfðum þeirra veröld vfð, er yfir þá braut úthafsaldan, að allteins töldu þann kost í vændum, að ekki litu stjörnur himins í morgni nýrra daga. Við bæinn Isafjörð tók Daníel ástfóstri og sterkri tryggð — og vildi ekki annars staðar una, en er hann hætti sjómennsku sjnni ár ið 1943, gerðist hann að stunda handiðn sína, smfðarnar, og réðst þá til þess mikla fyrirtækis skipa- smíðastöðvar Marselfsar Bern- harðssonar á ísafirði, en í snert- ingu þeirra margbrotnu tóla og tækja, sem þar einkenndu allt at- hafnalíf naut hinn eðlislægi eigin- leiki hans sín í fullum ljóma, er hann telgdi böndin og negldi byrðing í þær mörgu happafleyt- ur, sem þar var úr vör ýtt, svo sterklega búnar til að þola hafsins raun. En heima f kjallaranum sfn- um reyndist hugur hans ekki sfð- ur á réttum stað, þar sem hann í frístundum sínum og síðustu árin, er þrek og heilsa tók að dvfna, naut sín til hinnar margvísleg- ustu listsköpunar, og kom þá ekki sízt f ljós sá hagleikur, sem með honum búið hafði frá feðranna erfðum, og var þá pensillinn ekki síður handleikinn honum en tækj- anna áhöld, enda drátthagur í bezta máta, og ekki ofsagt, að listamaður var hann í eðli sínu. Heimili þessara mætu hjóna stóð ávallt með ferskum og hress- andi blæ, vinalegt, einlægt og að- laðandi. Húsbóndinn lagði þar að gjörva hönd að laga allt og bæta og sniða að því form sem efni og framvinda tímans unni í fegrun og framþróun breyttra þátta hverju að hann kostaði til svo hinn mildi hugblær nyti sfn í formi og þægindum. Innan þessa heimilis ólu þau upp börnin sín þrjú: Kristínu Ragnhildi, gift Engilbert Ingvars- syni, bónda á Mýri, í Snæfjalla- hreppi, Halldóru, gift Magnúsi Jónssyni, húsgagnasmíðameistara í Reykjavík, og Hauk, giftur Val- gerði Jakobsdóttir, frá Reykjar- firði á Ströndum. Þá börn þessara mætu hjóna voru í blóma æsku sinnar f for- eldrahúsum á þessu vinalega heimili, bar mig þar að garði sem nokkurn farandfugl. Mér var þar tekið með því einstaka atlæti, vel- vild og hlýju, að ei hefur úr huga mér fallið; veit ég svo, að fleirum hefir farnast sem þeirra dyra leit- að hafa, enda mun svo mörgum hafa þótt þar gott að gjalda, að með nærveru sinni til hinztu ferð- ar húsbóndans var Eyrarkirkja á ísafirði þéttsetin þeim fjölda kveðjandi vina, sem framast þar fyrir komust. En úr kirkjunni báru hann gamlir starfsbræður frá fyrrnefndri skipasmíðastöð, en síðasta leiðarspölin hans nán- ustu verzlamenn. Þegar þessi vinur okkar nú hef- ur tekið höfn á sólgiltri strönd hinna himnesku lifanda landa, þar sem eilífðin breiðir út faðm sinn móti hverju jarðarbarni, biðjum við honum blessunar og þökkum honum bjartar og einlæg- ar minningar frá lífsins dögum. Eftirlifandi konu hans og börnum þakka ég einnig velvild einlægni og vinarþel, og votta þeim ein- lægrar samúðar. Jens I Kaldalóni. Minning: Einar Bjarnason, Stórasteinsvaði Fæddur 26. september 1900. Dáinn 26. júlf 1974. Laugardaginn 3. ágúst var jarð- settur á Hjaltastað, Einar Bjarna- son bóndi á Stóra-Steinsvaði. ilann fæddist aldamótaárið. Lifði því mesta breytingaskeið íslands- sögunnar. Stóð af. sér strauma mannflutninga og sviptivinda lífs- gæðakapphlaupsins, sem sérstak- lega l.efpr einkennt síðasta skeið ævi hans í íslenzkri samtíð. Hann fæddist f Hróarstungu og ólst þar upp, en bjó allan sinn búskap f Hjaltastaðaþinghá. Sleit sínum barnsskóm og kemdi hær- urnar f þessum tveimur sveitum sitt hvoru megin Lagarfljótsins, sem liggja út að Héraðsflóa. Víð- reist gerði hann því ekki um ævina, en varð stvrk stoð í byggð- unum, sem flóttinn úr sveitunum og válynd veðrátta herjuðu á milli sólskinsblettanna, sem líka koma inn á milli. Sólskinsblettanna f sveitum landsins, sem sumir sjá og finna betur en aðrir og þeirra á meðal var Einar á Steinsvaði. Þriggja ára vera mín við Lagar- fossvirkjun færði mér kynnin við Einar á Steinsvaði. Ég hitti Einar í fyrsta sinn heima hjá honum á meðan baráttan stóð um að Lagar- foss yrði virkjaður. Þá sagði hann, að líklega myndi hann ekki lifa það, að virkjunin yrði veru- leiki. Ég sagði fátt við því, en hafði þó heitið því innra með mér, að virkjunin skyldi verða gerð, eða ég lægi dauður ella. Mér fannst Einar verða í senn undr- andi og ánægður, er hann haustið 1970 sannfærðist um að virkjunin var ákveðin. Byrjað var þá á að leggja há- spennulínu frá Eiðum að Lagar- fossi, og lá línan rétt við bæ Afmælis- og minning- argreinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á I mið- vikudagsblaði, að berast I sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Björn Daníelsson skólastjóri Fæddur 16. febrúar 1920. Dáinn 22. júnf 1974. Hinn 29. júní sl. birtist í Morg- unblaðinu greinarstúfur um Björn heitinn Daníelsson skóla- stjóra á Sauðárkróki, kveðja frá stjórnarnefnd Safnahúss Skag- firðinga, sem undirritaður á aðild að. Var þeim fátæklegu Ifnum ætlað rúm milli minningagreina um Björn, sem talið var víst, að birtast mundu f blaðinu sama dag, er hann var til moldar borinn. Undirrituðum rann til rifja um- komuleysi þessa pistils, er hann leit Morgunblaðið, því að vant var þess, sem vænzt hafði verið, og þvf eru þessar línur ritaðar. Björn Danielsson fæddist 16. febrúar 1920 og var Húnvetning- ur að ætt. Hann lauk kennara- prófi 1940 og hóf þá þegar kennslu. Skólastjóri barnaskólans á Sauðárkróki var hann frá hausti 1952 til dauðadags. Björn kvænt- ist eftirlifandi konu sinni, Mar- gréti Ólafsdóttur, 1943, ættaðri úr Víðidal eins og hann. Hún er mik- ilhæf kona sökum gáfna og mann- kosta. Hér verða félagsmálastörf Björns heitins ekki tfunduð, ein- faldlega vegna ókunnugleika mins. Þó mun mega fullyrða með talsverðri vissu, að þau séu meiri að vöxtunum en nokkurs núlif- andi manns á Sauðárkróki að jöfnum aldri. Þessi aukastörf voru f litlu launuð eins og verða vill. Þau voru af hendi leyst af góðhug og félagshyggju. Stundum varð hann við kvabbi náungans, þótt hann hygði, að farið hefði verið í geitarhús ullar að leita, því að hann taldi rétt að víkja sér ekki undan vanda, fyrst fast var eftir sótt. Miðskólinn á Sauðárkróki var lengi til húsa f barnaskólanum, eins konar gistivinur Björns skólastjóra. Ég kynntist Birni fyrst þar, er ég starfaði við próf í miðskólanum. Eitt sinn bað ég Björn lofa mér að lfta inn í kennslustund hjá yngstu nemend- unum, sem hann kenndi. Þá varð mér ljóst, hve vel honum lét kennslustarfinn, hvflfkt lag hann hafði á því að halda athygli barn- anna vakandi, hve Ijúf og stillt Einars. Fékk þá heimili hans sam- veiturafmagn. Hann lifði það að vfsu ekki, að orka Lagarfoss beinlfnis vermdi og lýsti býli hans, en hann fylgd- ist vel með framkvæmdunum við fbssinn á meðan heilsa og kraftar leyfðu. En síðasta árið hrakaði heilsu hans ört og dvaldi hann síðustu mánuðina á sjúkraskýlinu á Egilsstöðum og dó þar. Ég kom alloft að Steinsvaði og ræddi við Einar. Hann var prýðilega greind- ur maður, ræðinn og skemmti- legur, stöðugur f lífsrás, heima- kær og vinnusamur, slitviljugur líklega rétta orðið. I mínum augum var hann fögur og heill- andi mynd þess bezta í íslenzkri bændastétt. Lífið var hans skóli og hann var námsfús. Skildi bless- un vinnunnar og naut þeirrar fulinægju, sem þar er að finna í skapandi starfi bóndans. Hann var sjálfkrýndur aðalsmerki ís- lenzka bóndans. Kona Einars er Kristjana Einarsdóttir frá Hrjót. Glæsileg kona og samhent f búskapnum. Átta börn eignuðust þau, 4 sonu og 4 dætur, tvisvar tvíbura. Er það mannvænlegur hópur, sem á heima á Fljótsdalshéraði — þrír bændur og ein húsfreyja f Hjalta- staðaþinghá. Það sækir ætfð söknuður að vandamönnum og vinum við frá- fall manna. Þó er það í raun frem- ur fagnaðarefni þegar aldurhnig- ið fólk, farið að heilsu, auðnast að fá hvíldina. Einar á Steinsvaði var orðinn hvíldarþurfi. Ég er forsjóninni þakklátur fyrir að ég kynntist honum. Það var góð námsstund í lífsins skóla. Steinsvaðsfjölskyldunni sendi ég innilega kveðju. 4. ágúst 1974. Jónas Pétursson. þau voru, hve góður andi rfkti í kennslustofunni. Og Björn virtist ekkert þurfa fyrir þessu að hafa, þetta virtist eðlilegur og sjálf- sagður hlutur. Ég leit oft inn f kennslustundir og alltaf var sömu sögu að segja. Sjálfur hafði Björn eðlilega og góða framkomu, sem var laus við tilgerð og leikaraskap og orkaði vel á börnin. Ég er viss um, að hinir fjöl- mörgu nemendur Björns heitins minnast kennslustunda hans með hlýjum hug og eiga góðar minn- ingar um fyrstu sporin á náms- brautinni undir handarjaðri hans, og góðar minningar er sá auður, sem aldrei verður frá okkur tek- inn. Björn samdi og nokkrar bækur við hæfi yngstu lesendanna, og svo hefur mér sagt kunnáttumað- ur í uppeldisfræðum, að þær væru gott lesefni. Margar ánægjustundir hef ég átt á heimili Björns. Ég minnist þeirra með gleði og þakklæti. A þessum rabbstundum var á flestu gripið, létum sem okkur væri ekk- ert óviðkomandi; stundum var deilt, en jafnan f góðu. — Gest- risni þeirra hjóna var frábær, heimilishlýjunni andaði á móti komumanni. Rausnarbragur á öllu. Mér er Ijúft að minnast þess, hve vel þau hjón reyndust um- komulitlum dreng í barnaskólan- um, ekki einungis með hlýju þeli, heldur með þvf að opna honum heimili sitt, svo hann var þar langtímum saman að vild sinni, þótt slíkt hlyti að valda nokkrum óþægindum og kostnaði. í vetur, sem leið, minntist ég á þetta drengskaparbragð við Björrtsagði sem var, að mér væri þessi fram- koma þeirra hjóna jafnan hug- stæð. Birni varð litið snöggt upp og var auðsjáanlega stórum hissa, er hann sagði: „Þetta hef ég ald- rei hugsað út i, það var svo sjálf- sagt.“ Slíkt svar ber vitni um góða manngerð: að vita ekki betur en drengskaparbragð sé sjálfsagður hlutur, sem ekki sé eyðandi orð- um að. Ekki grunaði mig, þegar Björn lagði af stað í suðurferð sína um miðjan júní síðastliðinn, að við ættum ekki eftir að sjást aftur. Mig minnir, að það væri daginn áður en hann lagði upp í þessa för, að ég sat inni á skjalasafni ásamt safngesti, sem þar var að leita upplýsinga um föður sinn nýlátinn. Sem við sitjum þarna, kemur Björn inn, staðnæmist fyr- ir framan okkur, og er sem gæti andartaks hiKs, svo réttir hann fram höndina og vottar gestinum samúð sína. Viku sfðar var Björn fallinn til foldar, varð næstur í röðinni á eftir gamla manninum í hinztu för — upp í kirkjugarð. Ég er þakklátur skólastjóra- hjónunum á Hólavegi 8 fyrir þær minningar, sem þau hafa gefið mér í veganesti. Þar var aldrei af þurrum brunni að ausa. Ég votta Margréti og börnum hennar einlæga samúð mína og minna. Megi minningin ylja þeim og græða sárin. Kristmundur Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.