Morgunblaðið - 24.06.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.06.1983, Blaðsíða 10
HVAD ER AD GERAST UM HELGINA? 42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1983 TÓNLIST Kór Menntaskólans í Kópavogi: Jónsmessugledi nemenda Kór Menntaskólans í Kópavogi gengst fyrir Jónsmessugleði í Stúdíó 55 aö Auöbrekku 55 í Kópavogi í kvöld. Þar koma fram nemendur og sjá um skemmtun. Á eftir verður dansað til 03.00. Skemmtunin hefst kl. 20.30 og er aðgangseyrir kr. 100. Allir nem- endur skólans, núverandi og fyrr- verandi eru velkomnir. Norræna húsið: Dönsk-íslensk Ijóöa- og söngdagskrá Sunnudaginn 26. júní kl. 17 verður Ijóða- og söngdagskrá í Norræna húsinu. Þar koma fram danski leikarinn og söngvarinn Folmer Rubæk, kona hans Grethe Toft, Sigrún Björnsdóttir leikari og Jónas Ingimundarson píanóleikari. Þetta er fjóröa dagskráin sem Norræna húsiö og dönsku félögin standa aö með styrk frá danska menntamálaráöuneytinu. Folmer Rubæk flytur efni sem nefnist „Danskir sögumenn í Ijóöum og tónum" við undirleik Grethe Toft. Ljóöin eru eftir mörg þekktustu skáld Dana, m.a. H.C. Andersen, Ludvig Holstein, Johs. Jörgensen, Benny Andersen og Peter See- berg, en tónlistin er eftir Carl Niel- sen. Sigrún Björnsdóttir og Jónas Ingimundarson flytja íslensk þjóð- lög í útsetningu Ferdinands Rauter og Sigrún og Folmer Rubæk syngja síðan saman söngva viö Ijóð eftir Brecht og Eisler. Jónas Ingimundarson leikur undir. Langholtskirkja: Bandarískur kór heldur tónleika Um næstu helgi, 25.-26. júní, veröur staddur hér á landi banda- rískur kór, The Lakeview Chorale, frá Madison. Kórinn hefur veriö á feröalagi um Evrópu undanfarinn hálfan mánuö og haldið þar fjöl- marga tónleika. Kórinn mun halda eina tónleika hér á landi. Þeir veröa nk. laugardagskvöld kl. 20.30 í Langholtskirkju. Héöan heldur hópurinn svo heimleiöis sunnudaginn 26. júní. FERÐALÖG Bandalag kvenna: Skoöunarferö á Öskjuhlíö Bandalag kvenna í Reykjavík efnir til skoöunarferöar á öskju- hlíö 25. júní og veröur gróöur, ræktunarframkvæmdir, jaröfræöi og dýralíf staöarins skoðaö. Fylgdarmenn eru Páll Líndal lögmaður sem segir sögu staöar- ins, Þorleifur Einarsson jaröfræð- ingur og Vilhjálmur Sigtryggsson framkvæmdastjóri Skógræktarfé- lags Reykjavíkur. Ragnhildur Páls- dóttir skipuleggur og stjórnar ferö- inni. Þátttaka er öllum heimil og hefst feröin kl. 11 f.h. viö heitavatns- geymana í Öskjuhlíö. Ferðafélag íslands: Gengiö á Heklu og um Sveifluháls Á laugardaginn kl. 8 veröur gönguferð á Heklu 1496 m. Geng- ið verður norðaustanmegin á fjalliö og tekur gangan 7—8 klst. fram og til baka. Fararstjóri: Hjalti Kristgeirsson. Sunnudaginn kl. 9 veröur ekiö um sögustaöi Njálu. Fararstjóri: Haraldur Matthíasson, kennari á Laugarvatni. Þetta er ferö sem far- in er einu sinni á ári. Kl. 13 á sunnudaginn er göngu- ferö um Sveifluháls. Lagt upp í gönguna frá Vatnsskarði. Létt ganga meö Hjálmari Guðmunds- syni. Miövikudaginn 29. júní er kvöldferö kl. 20 um Búrfellsgjá í Kaldársel. í kvöld er farið í Þórsmörk og aö Hagavatni kl. 20 og komiö aftur á sunnudegi. Kjarvalsstaðir: Fjórar sýningar í gangi Kjarval á Þingvöllum nefnist sýningin sem opnuð var á Kjarvalsstöðum um síðustu helgi. Þar getur að líta 44 olíumílverk og vatnslitamyndir eftir Jóhannes S. Kjarval sem hann málaði á Þing- völlum aðallega á árunum 1929—1962. Flestar myndanna eru í einkaeign og hafa margar þeirra ekki sést opinberlega fyrr. Kjarval tók að venja komur sínar til Þingvalla 1930 og eru mörg af ljúfustu og fegurstu verkum hans einmitt frá alþing- ishátíðarsumrinu. En Þingvellir er staður sem Kjarval kom alltaf aftur og aftur á og er fróðlegt að rekja þær breytingar sem urðu á málverkum hans á þessu nærri 40 ára tímabili. Sýningin er opin daglega frá kl. 14—22 í sumar. Aðgangur er ókeypis. í vestursal Kjarvals- staða er sýning Listmálarafé- lagsins, þar sýna 17 listmálarar verk sín. í vesturforsal er sýningin Ný grafík, þar er sýning fimm graf- íklistamanna, sem luku námi við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands nú í vor. Og í austurforsal sýnir Rich- ard Valtingojer grafíska bók, Samaldin, ljóð eftir ellefu skáld með myndum eftir Richard. Hann hefur flutt grafík-pressu inn á sýningu sína á Kjarvals- stöðum og þrykkir þar fyrir gesti. Þrjár síðastnefndu sýningarn- ar verða á Kjarvalsstöðum til 10. júlí. Utivist: Gengiö á Snæ- fellsjökul á Jónsmessu Helgarferðir veröa farnar í Þórsmörk og á Snæfellsnea ( kvöld. Á sunnudag veröur framhaldiö kynningu á gömlum og nýjum leiö- um á Hengilssvæöinu. Kl. 8. verður einsdagsferö í Þórsmörk undir leiösögn Hallgríms Jónssonar, rit- höfundar, en kl. 10.30 veröur plöntuskoöun í Ölfusi með Heröi Kristinssyni og á sama tíma veröur fariö í gönguferð um gömlu þjóð- leiöina Ölkelduháls og gengiö um Reykjadal. Gönguferö um Ás- staöafjall hefst svo kl. 13. Brottför í feröirnar er frá bensínsölu BSÍ. Norræna hú»ið: Monnlngarmiöstööin Grafík- og vU> Ger6ub9r<>: Fjögur leikrit Samuel Becketts frumsýnd Um helgina bætist ný dagskrá í Listatrimm Stúdentaleikhússins sem nefnist „Ostöðvandi flaumur" og er byggð á fjórum leikritum Samuel Becketts og Ijóðum hans. Verkin eru „Komið og farið“, „Ekki ég“, „Svefnþula" og „Ohio Impromtu", en ekkert þeirra hefur verið sýnt hér á landi áður. Árni Ibsen hefur þýtt leikritin og er jafnframt leikstjóri sýningar- innar, einnig þýddi hann ljóðin sem flutt eru á milli leikritanna. Er þetta í annað sinn sem Árni fæst við verk Becketts, því hann leik- stýrði útvarpsleikritinu „Allir þeir sem við falli er búið“ 1978. Leikendur í sýningunni eru fimm, þau Hulda Gestsdóttir, Rósa M. Guðnadóttir, Soffía Karlsdóttir, Hans Gústafsson og Viðar Eggerts- son. Fyrirhugaðar eru fjórar sýningar á óstöðvandi flaumi 25. júni, 26. og 27. júní og hefjast allar sýningarnar kl. 20.30. Ijósmyndasýning Sett hefur verið upp í anddyri Norræna hússins sýning á graf- íkmyndum og Ijósmyndum eftir grænlensku listakonuna Aka Höegh og lettneska listamanninn Ivars Silis. Sýningin kemur hingaö frá Fær- eyjum, en Norræna húsiö sendi hana þangaö sem framlag Nor- ræna hússins til Noröurlandahúss- ins í Færeyjum, og hefur hún farið víös vegar um eyjarnar. Aka Höegh sýnlr 23 grafíkmynd- ir og Ivars Silis 22 Ijósmyndir. Fjölbreytt blómasýning hefst í dag Stærsta og jafnframt fjölbreytt- asta blómasýning, sem haldin hefur verió í Reykjavík til þessa, verður opnuö í Menningarmiö- stööinni vió Gerðuberg í Efra- Breiðholti föstudaginn 24. júní kl. 18. í stuttu máli má segja aö þar séu til sýnis öll inniblóm, sem íslenskir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.