Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 61. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 14. MARZ 1984
Verður ull
okkar gull?
eftir Margréti
Þorvaldsdóttur
í fyrri grein var rakin saga ís-
lenskrar ullarvinnslu og ullarút-
flutnings frá öndverðu.
Blómatími íslensks ullariðnaðar
er greinilega þjóðveldisöld. Skúli
fógeti Magnússon og Magnús
Gíslason eru upphafsmenn að
áformum um stóriðnað á'íslandi á
miðri 18. öld og koma á stofn Nýju
innréttingunum, en með þeim átti
sérstaklega að byggja upp ullar-
iðnaðinn í landinu. Margt bendir
til þess, að þessir framsýnu hug-
sjónamenn hafi verið langt á und-
an sinni samtíð, því þegar at-
vinnusaga 19. aldar er lesin þá
virðast landsmenn ótrúlega tóm-
látir gagnvart framförum. Þess
ber þó að geta, að mikil kulda-
tímabil voru á öldinni. Þó var um
miðbik aldar reynt að vekja at-
hygli á verðmæti íslenskrar ullar.
Nú er langt liðið á 20. öld og enn
heldur baráttan áfram. Við stofn-
un Álafoss og Gefjunar um og eft-
ir aldamót virtist málum borgið.
Þó hófst útflutningur fullunninn-
ar ullarvöru ekki að verulegu
magni á ný fyrr en um og eftir
1970.
Grundvöllur iðngreinarinnar
virðist veikur. Ástæðurnar eru
margar. Ein er sú, að Iitið hefur
verið á ullarframleiðslu sem hlið-
arbúgrein bænda, og hefur hún
verið meðhöndluð sem slík. Þó
dregur ull vænar fúlgur í fjár-
hirslur þjóðarbúsins. Önnur
ástæða er, að ótrúlega mikið sam-
bandsleysi virðist ríkja milli
þeirra aðila sem að ullarmálum
standa.
Við könnun á stöðu þeirra mála
í dag kemur margt athyglisvert í
ljós.
Þegar litið er yfir ullarmat frá
árunum 1977—1982 má sjá að
gæðum ullar í landinu hefur hrak-
að mjög á síðustu 6 árum.
Árið 1977 fara 16,8% ullar í úr-
valsflokk en árið 1982 10,8%. Árið
1977 fara 44,7% ullar í 1. flokk og
árið 1982 48%. Árið 1977 fara
11,5% ullar í 2. flokk og árið 1982
12,5%. Árið 1977 fara 12,3% ullar
í 3. flokk og árið 1982 13,4%.
Þar sem ull í úrvalsflokki er
hvít góð ull og hin æskilegasta, en
ull í 3. flokki til einskis eða lítils
nýtanleg er þessi þróun áhyggju-
efni. Sú spurning hlýtur að koma
upp hvort við séum í þessum efn-
um á leið niður í enn eitt hnignun-
artímabilið.
Þar sem framtíð ullarútflutn-
ings landsmanna ræðst af því
hvernig á málum er haldið, og það
lagfært sem úrskeiðis hefur farið,
verður ferill ullar af sauðkind til
vinnslu rakinn í stórum dráttum.
Stefán Aðalsteinsson er sá mað-
ur, sem hvað mest hefur lagt sig
fram við að fá íslenskt sauðfé
kynbætt og þá sérstaklega með til-
liti til hvítrar ullar og ullarmagns.
Hann sagði í viðtali, að við íslend-
ingar hefðum allt, sem ein þjóð
þarf til að koma á markað úrvals
ullarvöru. Við hefðum:
1. Ull með sérstæða eiginleika
og sé hún ekki blönduð öðrum
efnum getur enginn keppt við
okkur á heimsmarkaðinum.
Aðrir hafa ekki ull sömu teg-
undar.
2. Hinir náttúrulegu litir eru
einnig mjög sérstæðir.
3. Hönnuði höfum við ágæta.
4. Við eigum einnig afbragðs
sölumenn, sagði Stefán.
Hvernig er hægt að ná betri ull?
Stefán sagði, að 90% ullar af
hinu kynbætta kyni á Reykhólum
hefðu farið í úrvalsflokk. Ein
ástæðan fyrir þeim góða árangri
væri m.a. sú, að á Reykhólum voru
samtímis kynbótum gerðar um-
bætur á fjárhúsunum til að fyrir-
byggja að ullin skemmdist í hús-
unum. Ástæðuna fyrir því að þessi
kynbætti stofn hefur ekki komist
til bænda sagði hann vera þá, að
fjárstofninn væri ekki nógu þétt-
byggður til að gefa lömb í stjörnu-
flokk.
Þar sem sérfræðingar hafa
haldið því fram, að illt sé að sam-
ræma kynbætur sauðfjár til auk-
innar kjötframleiðslu og um leið
meiri ullarframleiðslu, var leitað
álits bænda. Telja þeir að aukin
ullarframleiðsla geti skaðað
kjötframleiðsluna? Svarið var, að
það ætti ekki að vera, þar sem af-
urðir allar ráðast af aðbúnaði
sauðfénaðarins. — En þeir vildu
að flokkunin á ullarmatinu yrði
endurskoðuð.
Að þessum upplýsingum fengn-
um, lá beinast við að kanna að-
búnað sauðfjár í fjárhúsum. Fjár-
hús sem byggð eru í dag eru, að
sögn, víða mjög stór, illa einangr-
uð, rök og köld. Hér áður fyrr voru
húsin minni. Þau voru byggð úr
torfi og þakin með reiðingi (sem er
torfa úr seigum grassverði). Þessi
reiðingur gerði þrennt, hann kom í
veg fyrir leka, hann tók í sig raka
og hann hélt hita i húsunum. Nú
eru fjárhús byggð úr járni og hafa
þau til skamms tíma verið ein-
angruð með pappa. í frostum héla
húsin að innan við útgufun frá
fénu. Þök leka einnig oft í rigning-
um og drýpur svo vatnið yfir féð.
Við þetta bætist, að loftræsting er
víða ónóg eða engin, svo að í hús-
unum myndast raka- og stækju-
mökkur.
Stefán var spurður hvernig rak-
inn í fjárhúsunum skemmdi ull-
ina. Hann sagði að ammoníakið
sem myndaðist í sauðataði og rak-
inn í fjárhúsunum mynduðu
stækju sem eyðilegði lit ullarinn-
ar. Auk þess þófnaði ullin á sauð-
kindinni í rakanum. Einnig hefðu
bændur ekki alltaf gætt þess við
gjöf, að hey fari ekki í reyfi sauð-
kindar. Nái hey að festast í reyfi,
fer það ekki í burtu í vinnslu og
veldur það skemmdum á ullinni.
Bent hefur verið á mikilvægt at-
riði, en það er að í þessum nýrri
fjárhúsum hafa gólfin, til skamms
tíma, verið úr rimlum til að auð-
velda leið sauðataðs niður í haug-
hús eða kjallara, sem er allt að 2ja
metra djúpur. Eru bændur í sum-
um héruðum að fjarlægja rimla
þessa og setja fleka í staðinn. Er
það m.a. gert til að fyrirbyggja
kulda og gólftrekk á vetrum, en
hann er óheppilegur þar sem stað-
ið er að vetrarundirbúningi.
Vakin var athygli á fleiri atrið-
um. Hér áður fyrr var talið að
skortur á góðum fóðrum gæti
valdið því að ær væru illa fildar.
Fildingur er ný ull undir þeirri
gömlu. Þótti það slæmt, þar sem
gamla ullin gat losnað af sauð-
kindinni fyrirhafnarlítið. Hafði
hún þá enga vörn gegn hreti og
vindum á vorin. Fyrrum tíðkaðist
í héruðum sem lágu að sjó, að gefa
smátt saxaða þorskhausa þessu til
varnar.
Stefán var spurður hvort það
kæmi oft fyrir í dag að ær væru
illa fildar. Hann kvað það koma
fyrir, en ekki vera algengt.
Glansandi feldur minksins
krefst ákveðins eldis, sama gildir
um hestinn svo og heimilisdýr. En
hvað með fóðrun sauðkindar?
Vetrarfóðrun á sauðfé virðist al-
mennt hafa verið hafnað hin síð-
ari ár. Skýring er ekki ljós. Áhrif-
um fóðrunar á ullarvöxt mun ekki
hafa verið mikill gaumur gefinn,
né rannsóknir verið gerðar þar að
lútandi. Einstaka bændur munu
þó vera farnir að gefa fé sínu
fiskimjöl. Þeir hafa verið hvattir
til þess, og þá m.a. í því augnamiði
að auka ullarvöxt sauðfénaðarins.
En fiskimjöl er auðugt af eggja-
hvítu og kalki.
Hér áður fyrr fór allur rúningur
sauðfjár fram á vorin. Þetta hefur
breyst, nú fer fram vetrarrúning-
ur, — vor og haustrúningur.
Vetrarrúningur fer fram á
tímabilinu frá febrúar til byrjun
apríl. Hann þykir heppilegur og
gefa allgóða ull, ef fjárhús eru góð
og vetrar- og vorfóðrun í góðu
lagi.
Sumarrúningur fer fram í júní
og júlí. Sú ull sem þá fæst þykir
allsæmileg, hafi sauðkindin ekki
náð að gegnblotna. Sé svo er hætta
á að ullin hafi þófnað og þá getur
reyfið verið orðið harður flóki.
Haustrúningur fer fram seint á
haustin, um réttir eða jafnvel ekki
fyrr en í nóvember. Sú ull sem þá
fæst er gamall flóki sem er til lít-
ils nýtanlegur og verðlaus (3.
flokks ull).
Margir bændur sem standa að
„Þau sáu á ferð sinni fé í
réttum og mannafla við
rúning. Lágu reyfi á rétt-
arveggjum og niður í aur-
bleytu utan við réttirnar
og hafði enginn fyrir því
að lyfta þeim þaðan. Þegar
þau óku sömu leið til baka
10 dögum seinna lá ullin
enn á réttarveggjunum
með sömu ummerkjum og
áður."
2. grein
haustrúningi telja sig ekki geta
náð fé sínu saman fyrr vegna
mannfæðar. Lá því beint við að
leita svara við því, hvort bænda-
samtök hinna ýmsu héraða hefðu
ekki reynt að koma bændum til
aðstoðar við smölun og rúning.
Var þá höfð í huga aðferð ástr-
alskra bænda við hópsmölun
sauðfjár. En þar í landi er rúning-
ur sauðfjár sagður vera í höndum
þrautþjálfaðra manna. Hér á
landi mun þetta hafa verið reynt
og þá aðeins við vetrarrúning.
Annmarkar eru sagðir vera á
þessum hætti við sumarrúning.
Væri ekki hægt að koma upp svip-
uðu kerfi hér? Það myndi gera
tvennt, líðan sauðkindar yrði
bærilegri, þar sem hún gengi að-
eins í einu reyfi í stað tveggja, og
ullin nýttist. Hugmyndinni er hér
með komið á framfæri, því það er
aðeins nýtanleg ull sem fer til
vinnslu. En áður en ullin fer til
vinnslu fer hún í gegnum ullar-
matið.
Ullarmatið fer fram á ullar-
þvottastöðvum. Þær eru tvær
fyrir allt landið. Er önnur þeirra í
eigu SÍS og er hún staðsett í
Hveragerði. Hin er á Álafossi og
skiptist ullin nokkuð jafnt á rriilli
þeirra.
Ullin fer frá bændum í svoköll-
uðum ullarhöllum, en það eru
sekkir úr ofnu næloni. Ballar þess-
ir geta tekið allt að 40 kg ullar.
Kaupfélögin sækja síðan ullina til
bænda og þaðan fer hún til ullar-
þvottastöðva. Nokkur tími getur
liðið frá því að ullin fer frá bænd-
um og þar til hún er metin. Tals-
maður ullarþvottastöðvarinnar í
Hveragerði sagði, að hjá þeim
lægi ullin ekki lengur en í 2 mán-
uði.
Ef ull er rök þegar hún er sett í
balla, eða raki kemst í hana
seinna og hún nær að pressast
saman, myglar hún og fúnar og er
ónýt. Upplýsingar um hve mikið
af ull eyðileggst þannig liggja ekki
á lausu. Þetta er mjög viðkvæmt
mál.
Hvar skemmist ullin? Ekki hjá
okkur, svara allir aðspurðir. Þegar
verið var að leita upplýsinga um
þetta atriði, rifjaðist upp lýsing
erlendra gesta okkar frá ferð
þeirra norður og austur á land hér
fyrir fáum árum. Þessir gestir,
sem komu frá Ástralíu og Skot-
landi, voru hér í júní. Þeir sáu á
ferð sinni fé í réttum og mannafla
við rúning. Lágu reyfí á réttar-
veggjum og niður í aurbleytu utan
við réttirnar og hafði enginn fyrir
því að lyfta þeim þaðan. Þegar þau
óku sðmu leið til baka 10 dögum
seinna, lá ullin enn á réttarveggj-
unum með sömu ummerkjum og
áður. Þeir voru vægast sagt for-
viða yfir virðingarleysi fyrir verð-
mætum íslenskrar ullar.
Leitað var upplýsinga í ullar-
þvottastöðinni í Hveragerði, um
það hvort ullin, sem þangað kem-
ur, sé geymd á grindum þannig að
loft leiki um hana meðan hún bíð-
ur þvottar. „Til þess er engin að-
staða," sagði forstöðumaðurinn,
„Ef raki kemst í ullina hefur það
gerst áður en hún kemur til okkar.
Það skeður hjá bændum eða í
skemmum kaupfélaga."
Bændur fá greiðslur upp í ullar-
verð við afhendingu ullar. Fulln-
aðaruppgjör kemur seinna, oft
löngu seinna segja bændur. Enn-
fremur segjast þeir hvorki vita
hvenær ull þeirra er metin né um
ástand ullarinnar þegar kemur að
mati.
Verð á ull til bænda í dag er
90.30 kr. fyrir 1 kg af ull í úrvals-
flokki. Sama verð er fyrir mó-
rauða ull. Fyrir gráa ull og ull í 1.
flokki er greitt 78.67 kr. Þetta mun
vera mun hærra verð en greitt er
fyrir ull i oðrum löndum. Verðið á
ullinni er bundið verði kjöts og
fellur undir hina flóknu útreikn-
inga uppbóta og niðurgreiðslna
vísitölubúsins. En láta mun nærri
að 40.00 kr. af þessum 97.30 kr.
komi frá niðurgreiðslum úr ríkis-
sjóði.
Þegar dregnar eru saman
fengnar upplýsingar er ljóst að á
þessum ferli eru margir veikir lið-
ir, en þó enginn svo að hann megi
ekki færa til betri vegar.
Mögulegt  ætti  að  vera  að
endurbæta fjárhúsin og fyrir-
byggja þann skaða sem þar
verður á ullinni.
Hin  öflugu  samtök  bænda
gætu án efa aðstoðað bændur
við að skipuleggja smölun og
rúning sauðfjár.
Eðlileg er ósk bænda og sér-
fræðinga að ullin sé metin við
afhendingu. Auðveldara væri
þá fyrir bændur og kaupendur
ullar  að  ræða  vandamálin
milliliðalaust. Það myndi auka
skilning og eyða tortryggni.
Ullin ber sennilega nafn fslands
víðar en flest annað sem íslenskt
er. Því ætti það að vera metnaður
okkar, að vinna að því, að á ný
verði íslensk ull okkar gull.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48