Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 61. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						44
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 14. MARZ 1984
Leikföng Richards túlípanabónda
Flugkappinn og ríka konan sem um er getið í grein.
Svadilför til Kína
SVAÐILFOR TIL KINA
I iandrit: Sandra Weintraub Roland.
K v ikmyndun: Ronnie Taylor.
Tönli.st: John Barry.
Leikstjóri: Brian G. Hutton.
Sýnd í Regnboganum.
Það er eiginlega allt of lítið
um  hreinræktaðar  ævintýra-
myndir  í  bíó  þessa  dagana.
Myndir í þessum gamla góða ha-
sarrómantíska anda þegar hetj-
ur voru hetjur og illmenni ill-
menni og ekkert annað. Mér er
sagt að svona myndir séu einna
helst framleiddar í Kínaveldi á
vorum dögum, enda er ekki búið
að fylia þar hvern ferkílómetra
af æðandi bílum, verksmiðjum
og  annarri  tæknióáran  sem
drepur gleðina yfir því að fá að
lifa   á   þessari   stórkostlegu
jarðarkringlu.  í  Regnboganum
getum við þessa dagana reyndar
komist í ævintýralega svaðilför
til Kína. För þessi er farin á
bernskudögum flugsins á tveim-
ur rellum sem forrík stúlka hef-
ur  leigt  af  hetjuflugmanni
nokkrum er stýrir að sjálfsögðu
leiðangrinum. Er ekki að orð-
lengja,  að  forríka  stúlkan  og
hetjuflugmaðurinn kyssast und-
ir lok myndarinnar, eftir að hafa
lokið svaðilför í þeim tilgangi að
frelsa föður stúlkunnar úr hönd-
um Kínverja. Slíkur endir var
kallaður i gamla daga: „Happy
end" og stóðu menn umsvifa-
laust upp þegar munnar sögu-
hetjanna mættust og hlupu út úr
bíó. Slíkt þótti öruggt merki þess
að myndin væri búin, enda voru
þá flest illmennin úr sögunni og
gátu menn lagst á koddann er
heim var komið glaðir í bragði.
Mér hefur eiginlega aldrei
fundist ég fara á almennilegt
„bíó" síðan dagar „happy end"
myndanna liðu. Jú, maður hefur
stundum farið heim með berg-
mannskan höfuðverk en sjaldan
þennan lyfting í sálinni sem
fylgdi „happy end" myndunum.
Þannig get ég ekki sagt að ég
hafi labbað sérlega léttstígur út-
af Svaðilför til Kína. Mér fannst
nefnilega alltof mikið kjass í
myndinni og ekki nóg slagsmál.
En ekki vantaði húmorinn og
það er stórkostlegt að svífa í
opinni tvíþekju yfir fjallgarða
Afganistan — þar sem myndin
átti sögusvið að stórum hluta.
Þar sem ég sveif þarna yfir varð
mér hugsað til þess hve heimskir
mennirnir eru sem byggja vora
fögru jörð. f stað þess að njóta
kvöldsvalans í skjóli hinna
miklu fjalla, hlýða á mál þagn-
arinnar og spegla sig í dimm-
bláum fjallavötnum eru þarna
þúsundir manna í fullri vinnu
við að senda málmkúlur hver í
annars skrokk. Og heimurinn
þegir þunnu hljóði enda veður
hann uppí axlir blóðsvelginn.
Kannski ekki nema von að mað-
ur trúi ekki lengur á „happy
end" eins og í gamla daga.
Kvikmyndir
Ólafur M. Jóhannesson
Nafn á frummáli:
Richard's Things.
Handrit: Frederic Raphael,
byggt á samnefndri sögu
handribshöfundar.
Tónlist: Georges Delerue.
Leikstjóri: Anthony Harvey.
Það er orðið býsna langt síðan
hin „aldna kempa" Bergman-
skólans, Liv Ullman, hefur sést
hér á hvíta tjaldinu. Nú eru
breytt viðhorf í henni veröld og
þykir ekki lengur fínt að filma
angistarfullar efrimiðstéttar-
konur með svo flókið sálarlíf að
enginn botnar upp né niður í
neinu nema þá helst sálfræðing-
ur af skóla Freud. Enn finnast
samt bjartsýnir menn sem vilja
opinbera heiminum taugaflækj-
ur efri miðstétta. Anthony Har-
vey er einn slikur og getur nú að
líta í Regnboganum afrakstur
samstarfs hans við Liv Ullmans.
Nefnist myndin Richard's
Things eða Kvennamál Richards.
Svo er mál með vexti að Richard
nokkur, allvel stæður túlipana-
bóndi, fær hjartaslag uppi í rúmi
hjá viðhaldinu. Ullman leikur
náttúrulega eiginkonuna sem
kemst að þessu framhjáhlaupi,
þegar hún stendur við banabeð
eiginmannsins. Þessi óvænta
vitneskja verður til þess að
heimsmynd      eiginkonunnar
hrynur, svo ekki stendur steinn
yfir steini. Tekur hún upp ástar-
samband við viðhaldið og reynir
á allan hátt að nálgast þann
Richard sem opinberaðist henni
á banabeðinum.
Ekki svo vitlaus mynd, en
mynd þessi er byggð á sam-
nefndri bók Frederic Raphael
sem líka samdi handrit. Hins
vegar er leikstjórn Anthony
Harvey svolítið ómarkviss og ber
nokkuð á þvi að leikararnir stilli
sér upp og mæli fram textann
likt og þeir standi á leiksviði
með handritið fyrir framan sig.
Ullman er þannig ögn ólík sjálfri
sér í myndinni, en þegar henni
tekst best upp fara samleikar-
arnir að gráta hver í kapp við
annan. Ekki svo að skilja að hér
sé um hreinræktaða vasaklúta-
mynd að ræða, þvert á móti er
hér gerð næsta glögg grein fyrir
þeim áhrifum sem skyndilegur
ástvinamissir hefur á fólk.
Þannig sjáum við hversu
kaldranalegur sá heimur er, sem
blasir við ekkju á besta aldri.
Eru upphafsatriði myndinnar
sérlega áhrifarík, en þar fylgj-
umst við með viðbrögðum starfs-
fólks gjörgæslunnar þegar eig-
inkonan birtist að vitja fársjúks
eiginmannsins. Fólkið snýr
hreinlega við henni baki því eng-
inn vill upplýsa hin raunveruleg
atvik. Þannig virðast tilfinn-
ingar eiginkonunnar skipta
minna máli en óskráð siðalög-
mál hins borgaralega samfélags.
Jarðarförin fer síðan fram með
hefðbundnum hætti enda hér um
að ræða virðulegan borgara. Þó
setur blómvöndur frá viðhaldinu
smástrik í reikninginn. En hvað
gerist svo þegar greftrunarsið-
um hefir verið fullnægt, erfi-
drykkjan er afstaðin og hver
heldur til síns heima. Auðvitað
stendur sá sem þyngstu sorgina
ber einn eftir í kotinu — slíkt er
hluskipti manns. Og ekki nóg
með að eiginkonan beri sorg í
brjósti, hún er líka ólgandi af
hatri í garð þess manns, sem
hafði sagst elska hana og virða
umfram aðrar verur. Og segiði
svo að Bergmanstímabilið sé lið-
ið? Verst að meistarinn skuli
ekki hafa staðið hér á bak við
myndavélina. Kjörið handrit
fyrir kappann og hans fyrrum
einkakvinnu, Liv Ullman.
Söguþræðir riðlast
BBJEEBB
bækur
lllugi Jökulsson
Mario Vargas Llosa:
Aunt Julia and the Scriptwríter
Faber&Faber 1983
Perúmaðurinn Mario Vargas
Llosa (f. 1936) er oft nefndur í
sömu andrá og Gabriel García
Márquez, enda hafa þeir átt ýmis-
legt saman að sælda og Vargas
Llosa meira að segja skrifað heila
bók um þann siðarnefnda. Þeir fé-
Iagar eru báðir í fremstu víglínu
þeirra suðuramerisku rithöfunda
sem farið hafa sigurför um heim-
inn á síðustu árum og áratugum,
og ferill þeirra hefur að mörgu
leyti verið svipaður. Báðir sóttu til
Frakklands í æsku og ásamt Fu-
entes, Cortázar og fleirum hafa
þeir endurnýjað suðuramerísku
skáldsöguna, fært henni þvílíkan
lífsþrótt að gamlar raddir um
dauða skáldsögunnar þykja hlægi-
legar í latnesku Ameríku. Hróp-
legt ranglætið hvarvetna í þjóðfé-
lögum álfunnar sneri þeim líka
báðum til fylgis við mismunandi
róttæka vinstri menn en á þeim
vettvangi slettist raunar upp á
vinskapinn fyrir fáeinum árum.
(Vargas Llosa gagnrýndi þá
García Márquez fyrir stuðning
hans við Fidel Castro og kommún-
ista austantjalds. Eitthvað er Kól-
umbíumaðurinn reyndar farinn að
linast í trúnni á síðustu misserum,
eða síðan hann fékk Nóbelinn og
peningar fóru að rúlla inn í kass-
ann fyrir alvöru.)
Það mun einmitt hafa verið
löngun þeirra beggja til að lýsa
ófögrum raunveruleikanum heima
fyrir sem leiddi þá burt frá hefð-
bundnu evrópsku raunsæi, þó að
Iíkindum séu báðir umfram allt
miklir sögumenn. fslendingar
þekkja orðið allvel töfraheim
García Márquez, en Vargas Llosa
tók til við róttæka tilraunastarf-
semi með tímann, rúmið og sjálfa
vitund einstaklingsins. Þessa til-
raunastarfsemi stundaði hann
einkum og sér í lagi í þremur
þekktustu skáldsögum sínum, en
þær eru: Borgin og hundarnir
(1963), Græna húsið (1966) og
Samtal í dómkirkjunni (1%9).
Þessi skáldsaga hér ber merki
þess að Vargas Llosa sé óðum að
snúa við blaðinu.
Júlía frænka og handritshöf-
undurinn kom fyrst út í Barcelona
árið 1977 en hér er gengið svo
langt að fjalla um hana í enskri
þýðingu frá 1982. Uppistaðan er
ástarsaga átján ára pilts og rúm-
lega þritugrar konu, sem er að
vísu ekki raunveruleg frænka
hans en tengist fjölskyldunni
gegnum hjónaband systur sinnar.
Pilturinn stundar vinnu við heldur
óhrjálega útvarpsstöð í Lima en
dreymir um að verða rithöfundur
og komast til Frakklands. Ekki
Marío Vargas Llosa
verður betur séð en höfundur kalli
hann Mario Vargas Llosa, en þess
má geta — þó það komi málinu í
raun og veru ekkert við — að hinn
áþreifanlegi Mario Vargas Llosa
mun einmitt hafa unnið við heldur
óhrjálega útvarpsstöð í Lima með-
an hann dreymdi um að verða rit-
höfundur og komast til Frakk-
lands. Ekkert veit ég um ástalíf
Perúmannsins, sem betur fer, en
bókin er alltjent tileinkuð ein-
hverri Júlíu Urquidi Illanes. Sam-
band þeirra tveggja verður að fara
leynt því fjölskyldan ætti erfitt
með að taka því þegjandi og
hljóðalaust — aldursmunurinn er
svo mikill, Mario hefur ekki lokið
námi en mikils er vænst af hon-
um, Júlía frænka er fráskilin! Að
lokurn fer þó auðvitað allt í hund
og kðtt og Mario og Júlía verða að
grípa til sinna ráða. Þessi hluti
sögunnar er næsta hefðbundin
frásögn af svona samdrætti en um
leið er frásögnin bráðskemmtileg;
svo fjöTug og litrík að unun er að
lesa.
En ekki er nema hálf sagan
sögð. Við útvarpsstððina fyrr-
nefndu starfar einnig handrits-
höfundur að nafni Pedro Camacho
sem hefur það hlutverk að skrifa
sápuóperur af því tagi sem við
þekkjum nú helst í sjónvarpi.
Camacho er sérkennilegur fugl —
þröngsýnn, fordómafullur og al-
veg laus viö kímnigáfu — en hann
rækir starf sitt af mikilli sam-
viskusemi, lítur á sig sem lista-
mann með köllun og hugmyndir
skortir hann ekki. Brennandi ást
og ólgandi hatur, ofbeldi, undir-
ferli, göfuglyndi, græðgi, losti,
sifjaspell, morðfýsn og geðveiki —
allt er þetta að finna í framhalds-
leikritum Pedro Camacho, og
hann lifir sig svo inn í sköpunina
að iðulega verður hann að bregða
sér í gervi þeirra persóna sem
hann er að skrifa um þá og þá
stundina. En að lokum verður
vinnuálagið honum um megn.
Hann þarf að semja og stjórna
flutningi á mörgum sápuóperum á
hverjum degi og tekur sér aldrei
frí. Brátt fara söguþræðir leikrita
hans að riðlast; persónur skipta
allt í einu um nöfn eða skjóta upp
kollinum í leikriti þar sem þær
eiga alls ekki heima; löngu dauðar
persónur reynast vera lifandi en
aðrar skipta um karakter eins og
sokkaplögg. Annar hver kafli bók-
arinnar er eins konar útdráttur úr
hinum ýmsu framhaldsleikritum
Pedro Camacho og þar má fylgjast
með þessum breytingum, uns
handritshöfundurinn fer gersam-
lega yfir um og byrjar að hreinsa
til með því að fremja fjöldamorð á
þessum óstýrilátu persónum sín-
um. Jafnvel það dugir ekki til.
Þessir kaflar eru dásamlega fynd-
in lesing, oft og tíðum, og greini-
legt að Mario Vargas Llosa skortir
ekki hugmyndaflug fremur en
Pedro Camacho.
Og hvað? Er Mario Vargas
Llosa að hæðast að vinnubrögðum
sem kennd hafa verið við tilraunir
eða módernisma, og sem Pedro
Camacho stundaði óafvitandi en
hann sjálfur markvisst og ákveð-
ið? Væri lesandi til dæmis ein-
hverju bættari ef Dr. Alberto
Quinteros — ein aðalpersóna
Camacho — birtist skyndilega í
miðri frásögninni af Júlíu frænku
og Marito? Mér sýnist svar Vargas
Llosa vera nei, og nýjasta skáld-
saga hans — La guerre del findel
mondo eða stríðið á heimsenda,
sem út kom 1981 — er sögð rekja
flókna, sögulega atburðarás á
óvenju „opinn" eða „raunsæjan"
hátt af þessum höfundi að vera.
Einmitt þannig er helmingur
Júlíu frænku og handritshöfund-
arins; það er vandlega sneitt hjá
öllum freistingum til þess að
bregða á leik með söguþráð, tíma
og persónur. „Hinn sanni lista-
maður", Pedro Camacho, sér um
slíkt ...
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48