Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR16. JUNl 1984.
23
Heim í heiðardalinn
„...en víst er að verk Steinunnar gerðu mikið fyrir auga og eyra, þar sem þau glóðu þarna í hátfrökkrinu
við austursalinn."
Menning Menning Menning
Kennara vantar
aö Hafnar- og Heppuskóla, Höfn:
2 sérkennara, kennsla í 1.—9. bekk,
smíöakennara, kennsla í 1.—8. bekk,
kennara í ensku og íslensku í 7.-9. bekk.
Húsnæði til staðar. Upplýsingar veitir skólastjóri Heppuskóla
í síma 97-8321.
SKÓLASTJÓRI.
Um sýninguna „10 gestir” að Kjarvalsstöðum
Islenskir myndlistarmenn hafa alla
tíö sótt menntun sína, og e.t.v.
listrænan þroska, til erlendra stór-
borga: Kaupmannahafnar, Oslóar,
Dresden, Parísar, Lundúna, New York
og Amsterdam, af landfræðilegum
ástæöum sem öðrum. Sumir þeirra
hafa dvalið þar árum saman, en þó er
eins og þeir hafi sjaldnast tapað heim-
þránni, lönguninni til að varðveita eitt-
hvað af litla Islandi í myndlist sinni,
hvemig svo sem hún hefur þróast.
Síðan hefur álitlegur hópur erlendra
myndlistarmanna sest að á Islandi til
að samsamast íslenskum menningar-
straumum.
Því er það út af fyrir sig vel til fundið
að efna til sýningar á „útlendingun-
um” í íslenskri myndlist, eins og gert
er aö Kjarvalsstöðum í tengslum við
listahátíð.
Samsafn
En sýning af því tagi verður aldrei
annaö en samsafn af einkasýningum
ólíkra listamanna, ef ekki er reynt að
búa til úr þeim einhvers konar heild,
sem varpað gæti ljósi á ofangreinda
togstreitu (eða samsömun) hins
íslenska og hins erlenda í myndlist
brottfluttra sem innfluttra lista-
manna. Slíkt mætti t.d. gera meö því
að fela listamönnunum að vinna til-
brigði í kringum sömu stef, eða tjá sig
bæði í máli og myndum um stööu sína
og markmið, svona á „milli vita”.
En sýning af því tagi krefst fyrir-
hyggju og mikils undirbúnings, og
þetta tvennt virðist hafa verið af
skornum skammti þegar litið er á
þessa listahátíð í heild sinni.
Því stöndum við sem sagt andspænis
tíu litlum einkasýningum hinna „10
gesta” að Kjarvalsstöðum, og svo
langt sem þær ná eru þær ekki óásjá-
legar, sem ekki er síst aö þakka hagan-
legri uppsetningu.
Misræmi
Vegleg sýningarskrá hefur einnig
verið gefin út í tilefni sýninganna. Ekki
er laust við að misræmi sé milli
þessara sýninga innbyrðis, bæði hvað
varðar magn og gæði. Auk þess eru
verkin Islendingum misjafnlega
kunnugleg. Verk þeirra Errós og
Tryggva Olafssonar hafa t.d. verið
talsvert í sviösljósinu hér heima
undanfarin ár og hafa ekki tekið breyt-
ingum síðan síðast. Hins vegar hefur
lítið sést eftir þau Eyfellshjón, Louisu
Matthiasdóttur, SUM-kvartettinn
(Sigurð, Kristján, Hrein og Þórð Ben)
og Steinunni Bjarnadóttur á stærri list-
stofnunum landsins, og hefðu þessir
listamenn því verðskuldað meira rými
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
en þeir fá aö sinni. Það getur heldur
ekki verið annaö en málamyndalausn
að sýna fimm málverk eftir Erró á
móti tugum myndverka annarra.
Kærkomið
Eg man ekki eftir að hafa áður séð
„alvöru” sýningu á myndbandalist hér
á landi þar sem hvorttveggja
nauðsynlegur tæknibúnaður og list-
rænn metnaður hafa verið fyrir hendi.
Framlag Steinunnar Bjarnadóttur er
þar af leiðandi sérstaklega kærkomið.
Ég skal játa að mig skortir þekkingu á
tæknilegum forsendum myndbanda-
listar og innviðum sjálfra tækjanna, en
víst er að verk Steinunnar gerðu mikið
fyrir auga og eyra, þar sem þau glóðu
þarna í hálfrökkrinu við austursalinn.
Þau verk sem ég sá voru afstrakt að
því leyti að þekkjanleg fyrirbæri úr
daglega lífinu voru endurtekin í
síbylju, með breyttum formerkjum,
uns þau náðu að koma áhorfandanum í
eins konar dáleiösluástand, en samt
ekki sofandaskap.
Fátt hefur verið tíöinda af þeim
Eyfellshjónum á síðustu árum, sem
þýðir þó ekki að þau hafi setið auðum
höndum. Upplýsingar í sýningarskrá
benda til hins gagnstæöa. Jóhann
heldur sig enn við málmsteypur af
ýmsu tagi, þar sem sjálf náttúran er
hans helsti hjálparkokkur.
Náttúrukraftar
Skúlptúr hans hefur þróast í takt við
ýmsar forsendur amerískrar láðlistar
(land art), þar sem náttúrukraftar eru
virkjaðir í þágu myndlistar, amb.
Smithson, Heizer o.fl. Gaman væri að
sjá Jóhann koma aftur til liðs við
íslenska náttúru og myndlist, þótt ekki
væri nema í stuttan tíma.
Hins vegar veit ég ekki hvað Kristín
Eyfells er að fara í verkum sinum. Þau
virðast angi á meiði súperrealisma,
ljósmyndaraunsæis, t.a.m. eins og það
kemur fyrir í verkum Bandaríkja-
mannsins Chuck Close, en þó eru í
þeim sjálfstæðir expressjónískir til-
burðir sem miða aöallega að því að
sýna fram á það hvemig aldurinn
leikur andlitsdrætti fólks. Um þann
þátt mannlegs lífs hefur listamaöurinn
tæpast neitt nýtt að segja. Fyrir tíu
árum hefði það þótt hneykslunarefni
að halda sýningu á fjórum SUMurum
að Kjarvalsstöðum. Nú þykir það sjálf-
sagt mál. Þaö eru ekki myndlistar-
mennimir sem eru á undan sinni
samtíð, heldur er almenningur ævin-
lega á eftir samtíðinni.
Hugarburðir
Þeir Sigurður, Kristján, Þórður Ben
og Hreinn sýna hér mestmegnis verk
sem koma glóðvolg af sýningum
erlendis.
I verkum þeirra allra ráða
hugarburðirnir og draumórarnir
ríkjum, í allra jákvæðasta skilningi
þeirra hugtaka. Skúlptúrar Sigurðar
Guðmundssonar gætu verið steingerv-
ingar drauma, ekki ósvipaöir þeim
sem súrrealistar vildu gera að veru-
leika hér á árum áður, en teikningar
hans eru hins vegar jarðbundnari,
bæði hvað andagift og efnistök snertir.
Hreinn Friðfinnsson er margrætt og
gott skáld, sem starfar á myndrænum
vettvangi einhvers staðar milli svefns
og vöku. Verk hans em endalaust
uppörvandi, makalaust blæbrigðarík.
Kristján Guðmundsson er e.t.v.
mesti raunhyggjumaður þessa kvart-
etts, en þó er í þeirri ströngu lógík sem
hann byggir upp svigrúm til alls konar
ljóðrænna eftirþanka.
Slagkraftur
Þórður Ben reisir draumahallir úti í
íslensku hrauni, en er þó í tengslum við
veraleika pípulagna, tvöfalds glers og
þakhellna.
Um verk Louisu Matthiasdóttur hef
ég þegar rætt á öðram vettvangi og get
litlu bætt við þá umræðu. Það hefur
öragglega reynst erfitt að koma
smærri myndum hennar fyrir í gím-
aldi austursalarins, en bjartir og tærir
litir þeirra hafa þann slagkraft sem
dugir til að yfirvinna alla öröugleika.
SJÁLFSTÆTT
OG LIFANDI STARF
VIÐ ÚTGÁFU
• Okkur vantar starfskraft til að annast
blaðaviðtö/ og greinar.
• Góð og almenn menntun áskilin.
HæfHeiki í mannlegum samskiptum.
• Við bjóðum góð laun og frjálslegan
vinnutíma.
Sumarstörf gætu komið til greina.
• Umsóknir sendist til D V, Þverholti 11,
fyrir 21. júní 1984 merkt„Sjálfstætt og lif-
andi".
Ákveðið hefur verið að kanna áhuga
fatlaðra á skólavist veturinn 1984—1985.
Fyrirhugað er að byrja á nýjum áfanga í
tölvu- og bókhaldsnámi 3. september 1984.
Upplýsingar veitir Hólmfríður Gísladóttir
í skrifstofu Rauða kross íslands að IMóa-
túni 21, sími 91-26722.
Tekið verður á móti umsóknum til 1. júlí
nk.
RAUÐI KROSS ÍSLANDS.
SKÓLI
FATLAÐRA
Opið
AFMÆLISAFSLATTUR ■*,
kl. 16.00
VORUM VERSLUNARINNAR
iBBBBtayUUHBUHUUUIii