Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn Sunnudagsblaš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn Sunnudagsblaš

						"'^""^KB^SBBI   3HS'e^HMH        tSSHS HMHH'''"','''HHHHHHPWjMi*'^^

V.
Heimiliö í MöÖruíelli var mann-
margt. Þau séra Jón og Helga áttu
fjórar dætur, Sigríði, Margréti, Álí-
heiði og Guðrúnu, og þar að auki
voru þar að sjálfsögðu vinnuhjú
og nokkuð af gustukafólki og ómög-
um. Loks voru svo kennslupiltarnir.
Pólk virðist hafa unað hag sínum
allvel hj.á presti, og voru sum hjú-
anna þar árum saman og sýnast ekki
hafa haft hug á vistaskiptum. Þótti og
á þessum tíma mikils um það vert
að vera á heimili, þar sem ekki var
hætta á, að þrot yrði í búi, þegar
misært var, og'var þá ekki í þa?f
horft, þótt vinnukergja væri allmikil
og taumhald nokkuð strangt. Verðnr
að ætla, að séra Jón hafi getað valið
íir hjúum og hann hafi ekki aðra til
sín tekið en þá, sem hann þekkli
að atorku og trúmennsku. Á árunum
fyrir 1820 voru alllengi hj'á honum
tveir vinnumenn, Magnús Grímsson
og Jóhannes Kristjánsson. Jóhannes
var bóndasonur frá Björk í Sölvada'
og mun hafa verið kominn af efna-
litlu fólki. Virðist hann hafa ráðizt
að Möðrufelli árið 1816, þá um eða
innan við tvítugt.
Séra Jón lét sér ekki ótt um að
gifta dætur sínar. Ekki mun sá dráit
ur, er varð á því, að þær væru manni
gefnar, hafa stafað af því, að þær
brysti biðla, heldur mun faðirinn hafa
verið ærið vandlátur fyrir þeirra hönd
og engum ætlað dóm um það, öðrun
en sjálfum sér, hvernig þeirra hag
myndi bezt borgið. Og þegar hann
hafði komið auga á þann, er honum
þótti við hæfi að gefa þær, horfði
hann ekki í það, þótt aidursmunur
væri talsverður og þær yrðu að bíða
þess í festum, að heitmaðurinn
hefði aldur til hjónabands og hæfist
til þess frama, er var skilyrði þess,
að ráðahagurinn mætti takast. Þetta
reyndi kannski á stöðuglyndi prests-
dætranna, en dyggðin átti heimaland
i Möðrufelli, og séra Jón þóttist geta
fulltreyst því, að öllu væri óhætt.
Hinum, sem presti þótti ekki falln
ir hins eftirsótta hlutskiptis, stoðaði
ekki að knýja á dyr hans eða leíta
Iags við dæturnar. Séra Jón var fast-
lyndur í þessu efni sem öðru og því
varð ekki hnikað, er hann hafði ein-
sett sér. Þeir, sem ekki voru honum
að skapi, urðu að láta sér nægja að
renna þangað augum, er dætur hans
fóru. Einn þeirra var sonur ekkjunn-
ar á Munkaþverá, Páll Magnússon.
Honum þóttu Möðrufellssystur harla
góðir kvenkostir, en þrátt fyrir frænd
semi hans við maddömuna þar og ná
in ættartengsl við Stefánunga, var
það víðs fjarri séra Jóni að ljá eyra
kvonbænum úr þeirri átt. Og þó aS
spott og spé væri ekki talið til
dyggða meðal bræðrasafna veraldar
innar og ætti þess vegna helzt ekki
að eiga neitt griðland í Möðrufelli,
var ekki laust við, að prestsdæturnar
hefðu ástarþrá og hjúskapardraumn
piltsins á Munkaþverá í skimpingum
Kannski mátti syndga örlítið upp á
náðina, ef laglega var á haldið.
Séra Hallgrímur Thorlacius í Mikla
garði átti tvo sortu, er báðir lögðu
stund á skólalærdóm og gerðust
prestar. Annar þeirra, Einar, varð
fyrst aðstoðarprestun austur i Aðal-
dal, er hann hafði lokið námi. Séra
MMaMMWamiMUMi
SÍÐARI FRáSAGNIR AF SÉRA JÓNI LÆRÐA:
Hér segír meSai annars af því hvernig djöfullinn kom
ár sihhi fýrír borS í Móðrufelli og verkaffl meS ffíá-
ræði sínu prestsdótturínni tíl hrösunar. En með iílu
skal illt úr .drífa: Prestur skirrSisf ekki víg aB beifa
hinum bitrustu vopnum, þó að dóttír hans æfti í hlut..
**
Jón gaf honum næstelztu dóttur sína,
Margréti, og komst hún fyrst í höVn
þeirra Möðrufellssystra. Þetta hefur
sumum ef til vill komið á óvart, þvi
að þeir grannprestarnir, séra Jón
lærði og séra Hallgrímur, höfðu lengi
eldað grátt silfur. En Miklagarðs-
prestur var auðugur, börn hans stóðu
til mikils arfs, og auk þess getur ver-
ið, að þessar tengdir hafi átt að ver.j
eins konar innsigli á sáttargerð feðr-
anna. Virðist samkomulag þeirra á
milli hafa farið batnandi um þessar
mundir, þó að aldrei muni hafa verið
ástúðlegt með þeim. En það er af
séra Einar að segja, að hann hrcppvi
Goðdalabrauð í Skagafirði, er hann
hafði verið nokkur ár aðstoðarprestur
í Þingeyjarsýslu.
Meðal kennslupilta þeirra, sem voru
í Möðrufelli á árunum 1816—1818,
var Hákon Espólín, sonur Jóns sýslu-
manns og sagnritara Espólíns á Frosta
stöðum í Skagafirði. Hann var þá
ungur að árum — mun hafa komið
til séra Jóns nálega barn að aldii.
Honum ætlaði séra Jón elztu dóttur
sína, Sigríði, er þó var röskum tíu
árum eldri. Þetta voru að sjálfsögö'u
samningar feðranna, sýslumanns og
prests, og hafa annað tveggja verið
gerðir, er Hákon var sendur til náms
í Möðrufell, eða eftir að hann haffi
dvalizt þar um nokkurt skeið. Hákon
undi þessari ráðagerð vel. Fullþroska
stúlkan var álitleg í augum hins unga
sveins. Það lék ljómi um Möðrufell,
og þeim var ekki í kot vísað, er þang
að gátu vitjað meyjarmála. Vel má
og vera, að Sigríður hafi vel gerr o£
af s.iálfri sér. Aftur á móti er torráðn
ara, hvort hún hugði gott til þessa
ráðahags. En ekki er ólíklegt, að Há-
kon Espólín hafi þá þegar verið all-
föngulegur, því að hann var manna
mestur á velli og karlmannlegastur
og vissi vart aflt sitt. En meyjarmanns
legur hefur hann varla verið — mál-
stirður nokkuð, ekki ýkjavinsæll og
ef til vill heldur luralegur og klaufsk-
ur í framgöngu.
Annar námspiltur í Möðrufelli var
Hálfdan Einarsson, bróðursonur
maddömunnar. Faðir hans, séra Ein-
ar Tómasson í Múla, hafði drukknað í
Vestmannsvatni um það bil, er dreng
348
TÍMINN- SUNNUÐAGSBLAfl
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 337
Blašsķša 337
Blašsķša 338
Blašsķša 338
Blašsķša 339
Blašsķša 339
Blašsķša 340
Blašsķša 340
Blašsķša 341
Blašsķša 341
Blašsķša 342
Blašsķša 342
Blašsķša 343
Blašsķša 343
Blašsķša 344
Blašsķša 344
Blašsķša 345
Blašsķša 345
Blašsķša 346
Blašsķša 346
Blašsķša 347
Blašsķša 347
Blašsķša 348
Blašsķša 348
Blašsķša 349
Blašsķša 349
Blašsķša 350
Blašsķša 350
Blašsķša 351
Blašsķša 351
Blašsķša 352
Blašsķša 352
Blašsķša 353
Blašsķša 353
Blašsķša 354
Blašsķša 354
Blašsķša 355
Blašsķša 355
Blašsķša 356
Blašsķša 356
Blašsķša 357
Blašsķša 357
Blašsķša 358
Blašsķša 358
Blašsķša 359
Blašsķša 359
Blašsķša 360
Blašsķša 360