Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ www.icelandair.is/kaupmannahofn Í Kaupmannahöfn sameinast glæsileiki og lífsgleði. Heimsþekkt söfn, sögufrægar byggingar og listviðburðir eru meðal þess sem nærir anda ferðamannsins en ekki er síður vinsælt að slaka á með Tuborg og ekta dönsku smurbrauði. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina *Hotel Selandia á mann í tvíbýli 23.-25. okt., 12.-14. nóv., 14.-16. jan., 4.-6. feb., 4.-6. mars. Innifalið: Flug, gisting í 2 nætur m. morgunverði, flugvallarskattar, þjónustugjald og eldsneytisgjald. 5000 Ferðapunktar upp í pakkaferð Fyrir handhafa Vildarkorts VISA og Icelandair. Jafnvirði 5000 kr. Gildir til 1. september. Verð frá 29.540 kr.* Lífsgleði og glæsileiki ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 25 37 0 0 7/ 20 03 HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðis- brot gegn stúlku, sem framið var árið 1994 þegar hún var 13 ára gömul. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa vorið 1994 haft samræði við stúlkuna á heimili hennar. Hann var á hinn bóginn sýknaður af ákæru fyrir að hafa oft í viku á ár- unum 1990 til 1994 tekið stúlkuna í fang sér og strokið henni um brjóst, maga og rass. Maðurinn neitaði alfarið sök og hef- ur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. Stúlkan sagði móður sinni frá hátt- semi mannsins árið 1994 og kvaðst móðirin hafa slegið því föstu að um samræði hefði verið að ræða. Seinna sagði hún vinkonum sínum frá því að maðurinn hefði nauðgað henni og einnig bar fyrrverandi kærasti henn- ar það. Málið kom þó ekki til kasta lög- reglu fyrr en árið 2002 eftir að frænka hennar hafði rætt málið við lögreglu- varðstjóra. Stúlkan sagðist í kjölfarið hafa flutt suður og hugsað málið. Hún sótti fundi hjá Stígamótum þar sem hún ræddi við konu og lýsti fyrir henni hvernig sér væri búið að líða yf- ir að aðhafast ekkert í málinu og hún gerði sér grein fyrir að hún myndi sjá eftir því alla ævi ef hún léti standa við svo búið. Hún gaf sig fram við lög- reglu 27. apríl 2003 og gaf skýrslu um þá háttsemi sem manninum var gefin að sök í ákæru. Alvarlegar afleiðingar Héraðsdómur segir, að með hátt- semi sinni hafi ákærði gerst sekur um brot sem varði allt að 12 ára fangelsi. Brotið sé gróft og samkvæmt grein- argerð sálfræðings hafi það haft mikl- ar og alvarlegar afleiðingar fyrir þol- andann sem þurfi langtíma meðferð til að von sé um að hún nái sér að fullu. Þá hafi ákærði misnotað vináttu og traust telpunnar og foreldra hennar og hann hafi engar málsbætur. Er refsing mannsins ákveðin fangelsi í tvö ár og segir dómurinn að engin efni séu til að skilorðsbinda hana. Auk refsingar var maðurinn dæmdur til að greiða stúlkunni 800.000 krónur í miskabætur. Í dómnum sátu héraðsdómararnir Erlingur Sigtryggsson, Eggert Ósk- arsson og Kristjana Jónsdóttir. Sigríður J. Friðjónsdóttir saksókn- ari sótti málið f.h. ríkissaksóknara en Guðmundur Ágústsson hdl. var til varnar fyrir ákærða. Sif Konráðsdótt- ir hrl. var réttargæslumaður stúlk- unnar. Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot Í DÓMNUM kemur m.a. fram að ár- ið 1997 taldi flokksstjóri stúlkunnar í unglingavinnu ástæðu til að beina henni á fund með félagsráðgjafa. Flokksstjórinn lýsti tildrögunum þannig að hún hafi verið að vinna í garði þegar stúlkan hafi allt í einu hlaupið á brott og falið sig bak við bíl þar sem hún lá hnipri, hrædd og nötrandi. Hún hafi sagt að ákærði, sem hún nafngreindi, hafi ekið framhjá og horft á sig. Hún hafi greint frá því að hann hafi misnot- að hana fyrir einhverjum árum en greindi ekki frá því í hverju sú mis- notkun var fólgin. Flokksstjórinn sagðist hafa fylgt stúlkunni í grunnskólann og þaðan hafi verið farið með hana til að ræða við félagsráðgjafa. Fyrir dómi sagði félagsráðgjaf- inn muna illa eftir þessum viðtölum „en hún hafi talað um mann sem [félagsráðgjafinn] vissi hver var og líklega hvort hann hafi misboðið henni, snert hana eitthvað, en hversu langt það hafi gengið geti hún alls ekki munað“. Hana minnti að stúlkan hafi nefnt að hún hafi setið í kjöltu mannsins og eitthvert framhald verið en hún mundi ekki hversu langt stúlkan hafi sagt það hafa gengið, en þó lengra en að vera eðlilegt. Félagsráðgjafinn kvaðst þó telja að hún muni yfirleitt eftir málum sem tengjast nauðg- unum. Félagsráðgjafinn mundi ekki hvort hún gerði félagsmálastjóra aðvart og leit að minnispunktum um viðtölin bar ekki árangur. Ræddi við félagsráð- gjafa fyrir sjö árum NÝTT hitamet fyrir ágústmánuð var sett í gær en hitinn fór hæst í 29,1 stig í Skaftafelli. Gamla metið var sett á Akueyri árið 1976 og var það 27,7 stig. „Þetta var nú bara yndislegt, það er ekki hægt að segja annað,“ segir Guðlaugur Heiðar Jakobsson, sem vinnur á gistiheimilinu Bölta í Skaftafelli. Spurður um hvort Skaftfellingar séu ekki stoltir með hitametið seg- ist hann ekki geta neitað því. Hann sagði veðrið minna sig einna helst á sumarið á Nýja-Sjálandi þar sem hann hefur verið. Í Reykjavík var hinsvegar ögn svalara heldur en í fyrradag en hit- inn í höfuðborginni fór hæst í 18,5 stig að sögn Veðurstofunnar, en fólk lét vel af sér í blíðunni og fyllt- ist ylströndin í Nauthólsvík af fólki á öllum aldri. Í miðbænum slakaði fólk á á Austurvelli með drykk eða ís sér í hendi og sleikti sólina. Sum- ir vinnustaðir í borginni brugðu á það ráð að loka vegna veðurs enda oft lítið að gera þegar veðurguð- irnir eru í sólskinsskapi. Hiti var um eða yfir 28 á stig víðsvegar um landið í gær, t.a.m. fór hitinn á Egilsstöðum í 28,2 gráður og í 28,3 á Mývatni. Á Þing- völlum og í Árnesi fór hitinn upp í 29 gráður og á Hjarðarlandi fór hitinn upp í 28,5 stig en þar er mælt með kvikasilfursmæli. Á Ak- ureyri var hitinn talsvert frá gamla metinu en mældist 15,5 gráður en talsvert þokuloft lá yfir bænum í gær. Hæsti hiti síðan 1960 mældist á Stórhöfða eða 19,4 gráð- ur. Morgunblaðið/ÞÖK Sól og funhiti var í fjölskyldugarðinum í Laugardal. Þær mæðgur, Jóhanna Sævars- dóttir og dóttir hennar Silja Rós Viðarsdóttir, kældu sig niður í hitanum með ís. "  ## $!%  & ' ((   ) "    * +, )( - .* )( /0.  )1 2. & - *  !   )3 ' (  $   & SÓLIN bakaði ferðamenn og gesti, af innlendu og er- lendu bergi brotna, í jarðbaðinu í Mývatnssveit í gær. Fréttaritari Morgunblaðsins á Mývatni átti þar leið um og smellti af einni ljósmynd af fólkinu sem virtist njóta sín til hins ýtrasta í veðurblíðunni. Samkvæmt veð- urstofu fór hitinn á Mývatni upp í 28,3 gráður. Ljósmynd/Birkir Fanndal Brakandi blíða í Mývatnssveit ÓVENJU hlýtt loft er yfir landinu þessa dagana og hefur Sigrún Karlsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, af því tilefni teiknað meðfylgjandi kort sem sýn- ir hvaðan heita loftið kemur. „Kort- ið sýnir hvaðan heita loftið kemur sem var hér um hádegisbil 9. ágúst,“ útskýrir hún. Rauða línan, segir Sigrún, sýnir feril heita loftsins í neðri loftlögum. Það var í um 1,5 km hæð við suður- strönd Frakkland, 4. ágúst sl., en þegar það kom hingað til lands var það í um 3 km hæð. Bláa línan, segir hún, sýnir feril heita loftsins í háloftunum. Var það í um 6 km hæð, skammt frá austur- strönd Ameríku, 4. ágúst, en hækk- aði á leið sinni þaðan og var í 10 km hæð yfir Íslandi 9. ágúst. „Hlýja loftið, sem er yfir landinu, hefur því borist frá sunnanverðri Evrópu, í neðri loftlögum, en loftið þar fyrir ofan kemur frá austanverðri Am- eríku og fylgdi fellibylnum Alex.“ Að sögn Sigrúnar er kortið teiknað með reiknilíkaninu NOAA (Nation- al Oceanic and Atmospheric Ad- ministration). Hlýjan kemur frá sunnanverðri Evrópu Hitinn fór í 29,1 stig í Skaftafelli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.