Morgunblaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is CIRKUS CIRKÖR 14.-17. JÚNÍ Sirkusinn sem allir tala um! KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Su 12/6 kl 14 - UPPSELT, Su 12/6 kl 17 - UPPSELT, Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14 - UPPSELT, Su 26/6 kl 14, Lau 9/7 kl 14, Su 10/7 kl 14, Su 17/7 kl 14, Su 24/7 kl 14 99% UNKNOWN - Sirkussýning CIRKUS CIRKÖR FRÁ SVÍÞJÓÐ Þri 14/6 kl 20, Mi 15/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20, Fö 17/6 kl 20 Aðeins þessar sýningar Stóra svið BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur Í kvöld kl 20, Þri 14/6 kl 20 - Styrktarsýning, Fi 16/6 kl 20, Lau 18/6 kl 20, Su 19/6 kl 20 Síðustu sýningar Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878 Geirmundur Valtýsson og hljómsveit í kvöld Lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar 1. – 16. júní 11. júní – Safnadagur – ókeypis í söfnin Kl. 18-21 Músík og matur Flensborgarkórsins. Í tilefni tónleika- ferðalags Flensborgarkórsins til Spánar í júlí í sumar ætla kórfélagar og stuðningshópur þeirra að halda tónleika og matarkvöld í Flensborg- arskólanum. Kr. 1.000 á mann / frítt fyrir 10 ára og yngri. Byggðasafnið, Bókasafnið og Hafnarborg bjóða alla velkomna í heim- sókn á safnadegi Bjartra daga. Opið frá 11-17 og aðgangur er ókeypis. Kl. 16:00 Skógarlíf - Mæting er við Selið. Fræðsluganga um skóginn með leiðsögn kunnugra þar sem gefinn er gaumur að öllu því sem lifir og hrærist í skóginum. Gangan tekur um 2 klukkustundir. Kl. 17:00 Tónleikar í tilefni 40 ára afmælis Kórs Öldutúnsskóla í Víði- staðakirkju. Kórtónlist úr ýmsum áttum, meðal annars frumflutningur á lagi eftir Jón Ásgeirsson við frumort hátíðarljóð Sigríðar Þorgeirs- dóttur, hvort tveggja samið sérstaklega af þessu tilefni. Stjórnandi er Egill Friðleifsson. Einsöngvarar eru Drífa Andrésdóttir, Guðrún Árný Karlsdóttir og Margrét Eir Hjartardóttir. Undirleikari er Antonía He- vesí. Einnig koma fram fyrrverandi kórfélagar undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur. Aðgangseyrir kr. 1000. Miðar verða seldir við inn- ganginn. Kl. 18:00 Tónleikar í Gamla bókasafninu við Mjósund. Eftirtaldar hljómsveitir troða upp: Hello Norbert, Big kahuna, Nilfisk, Bertel, Isi- dor, Mammút og Gas station hookers. Aðgangur ókeypis. Kl. 20:00 Þið hér hjá mér. Grínharmleikur í leikstjórn Ágústu Skúla- dóttur, í Gúttó, Suðurgötu 7. Aðgangseyrir kr. 1000. Kl. 20:00 Dátaball Byggðasafnsins Á Björtum dögum slær Byggðasafnið upp dátaballi í tengslum við hernámssýninguna „Jæja, eru þeir þá komnir. “ Bjartir dagar 35 manna strengjasveit Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar mun á sunnudag leggja upp í tónleikaferð til Minnesota í Bandaríkjunum. Haldnir verða hljómsveitar- og kammertónleikar í Minneapolis og nágrenni í samvinnu við MacPhail- tónlistarskólann, og komið fram á þjóðhátíðardegi Íslendinga á veg- um Íslendingafélagsins þar. Á efnisskrá eru m.a. verk eftir Jón Leifs, Magnús Blöndal Jóhanns- son, Emil Thoroddsen, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Sigvalda Kaldalóns og Einojuhani Rautavaara. Það er foreldrafélag strengja- sveitarinnar sem hefur veg og vanda að skipulagi ferðarinnar. Stjórnandi strengjasveitarinnar er Sigursveinn Magnússon. Meðfylgjandi mynd er tekin á æf- ingu sveitarinnar í vikunni en hún kemur fram á tónleikum í Seltjarn- arneskirkju í dag kl. 14. Þar flytur hún efnisskrána í ferðinni. Allir eru velkomnir. Morgunblaðið/Eyþór Tónlistarnemar til Minnesota ÁLFTAGERÐISBRÆÐURNIR Sig- fús, Pétur, Gísli og Óskar Péturs- synir eru á faraldsfæti þessa dag- ana og verða með tónleika í Hvoli á Hvolsvelli í kvöld og í Selfosskirkju á morgun. Með þeim í för er undir- leikarinn Stefán R. Gíslason og leika þeir og syngja fjölbreytt og sí- gild alþýðulög, innlend sem erlend. Bræðurnir gerðu góða för á Grundarfjörð og Patreksfjörð um síðustu helgi og sungu þar og skemmtu fyrir fullu húsi. Á leið sinni suður yfir heiðar komu þeir fram í gærkvöldi á Indriðastöðum í Borgarfirði, í tengslum við Borg- firðingahátíðina. Tónleikarnir í Hvoli hefjast kl. 21 í kvöld og í Selfosskirkju hefja bræðurnir upp raust sína kl. 16 á morgun. Álftagerðisbræður á Suðurlandi NÁTTÚRAN og þjóðsagan, Mann- eskjan – litur – tjáning, Um form og náttúru og Raunsæi og veruleiki eru þemu sýningarinnar Listasafn Ís- lands – úrval verka frá 20. öld sem opnar í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum í dag. Á sýningunni eru hvorki meira né minna en 107 verk eftir 28 lista- menn. Sýningin, sem stendur til 25. sept- ember, er samstarfverkefni Lista- safns Reykjavíkur og Listasafns Ís- lands og er haldin á Kjarvalsstöðum þar sem sýning Dieter Roths stend- ur nú yfir í Listasafni Íslands. Ólafur Kvaran sýningarstjóri seg- ir ekki aðeins hafa verið valin verk sem eru innan ákveðins tímaramma hvers þema heldur einnig verk sem sýna þróun listamannsins á list- sköpun sinni. Sameiginleg tenging verka innan hvers kafla er list- sögulegt viðmið, orðræðan, við- fangsefnið, stíllinn eða hug- myndalegt erindi. Markmiðið með sýningunni er ekki að sýna sögulegt yfirlit heldur hefur hver kafli ákveðið hug- myndalegt og fagurfræðilegt sam- hengi. Kaflarnir eru mótaðir af ólíkri hugmyndafræði og túlkunum en búa jafnframt yfir sögulegum tilvís- unum. Verk sem tilheyra þemaflokknum Náttúran og þjóðsagan „voru í upp- hafi aldarinnar hluti af mikilvægri orðræðu sem varðaði pólitískt sjálf- stæði og menningarlega sjálfsmynd Íslendinga,“ segir Ólafur. Expressionismi fjórða áratug- arins tengir saman verk viðfangs- efnisins Manneskjan – litur – tjáning og segir Ólafur að myndefni af hin- um vinnandi manni og hversdagslíf- inu hafi tekið yfir hina rómantísku fjallasýn Náttúruhlutans. „Á sjötta áratugnum er geómetr- íska abstraktlistin öðru fremur stíll þeirrar kynslóðar sem fram kemur í íslenskri myndlist og verður hluti af þeirri listrænu þróun sem átti sér stað í norrænni og evrópskri mynd- list,“ segir Ólafur er hann lýsir þemahlutanum Um form og náttúru. Myndir fjórða hlutans, Raunsæi og veruleiki, sýna veruleikann og er mikið um vísanir til umhverfisins. Fyrstu innsetningarnar ryðja sér til rúms um 1970 og eru verk nokkurra listamanna sem tengdust Gallerí SÚM til sýnis. Á sýningunni eru verk eftir helstu listamenn Íslands; Ásgrím Jónsson, Gunnlaug Scheving, Jóhannes Kjar- val, Erró, Nínu Tryggvadóttur og Þorvald Skúlason svo einhverjir séu nefndir. Á morgun, sunnudag, klukkan þrjú mun Ólafur Kvaran vera með leiðsögn um sýninguna. Myndlist | Listasafn Íslands – úrval verka frá 20. öld Listamenn Íslands á Kjarvalsstöðum Kvöld í sjávarþorpi, 1937 (olía) eftir Jón Engilberts. Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is Blákoma, 1989 (lágmynd) eftir Hrein Friðfinnsson. DANSHÖFUNDASMIÐJA Íslenska dansflokksins sýnir D&D con fuoco stringendo eftir Karen Maríu Jóns- dóttur á Hlemmi í dag klukkan 14.30. Karen María Jónsdóttir er annar danshöfundurinn sem tekur þátt í danshöfundasmiðju Íslenska dans- flokksins. Verkið hefur hún þróað ásamt dönsurum og óperusöngkonu innan veggja Íslenska dansflokksins og er það nú tilbúið til fyrstu sýn- ingar. Hlemmur varð fyrir valinu vegna góðrar staðsetningar í nánd við mannlífið. Í D&D con fuoco stringendo, mæt- ast dansinn og óperuformið, rekast á og víxlast. Vísar nafn verksins annarsvegar í samskiptaform vin- anna Dabba og Dóra sem skoðað er út frá nálguninni „ef þeir væru ung- ar konur á þrítugsaldri,“ og hins- vegar í tónlistarformið og túlkun tónlistar en í verkefninu er verið að leika sér með óperutónlist sem og popptónlist. Flytjendur eru Karen María Jóns- dóttir, Lovísa Gunnarsdóttir dans- ari, Aðalheiður Halldórsdóttir dans- ari og Sibylle Köll óperusöngkona. Danshöfundasmiðjan sýnir á Hlemmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.