Fréttablaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 48
Hádegistónleikaröð Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafn- arfjarðar, heldur áfram í dag kl. 12. Að þessu sinni er það Elín Ósk Ósk- arsdóttir söngkona sem kemur fram með Antoníu Hevesi píanó- leikara og bjóða þær upp á þýska tónlist eftir tónskáldin Carl Weber og Richard Wagner. Elín segir sig hafa langað til að takast á við þessi tónskáld í nokk- urn tíma. „Ég hef lengi horft út undan mér á tónlist Wagners þar sem hún hentar rödd minni afar vel. Ég hef þó ekki lagt í að takast á við hann fyrr en nú og verða þessir tónleikar því frumflutningur minn á verkum hans. Það sama má segja um aríuna úr Oberon eftir Weber. Sú er ógurleg flugeldasýning og hafði mig lengi dreymt um að flytja hana. Eftir því sem ég best veit verður þetta í fyrsta skipti sem hún er sungin opinberlega hérlendis.“ Tónlist Wagners er þekkt fyrir flest annað en léttleika sinn. „Áhorf- endur þurfa ekki að óttast að þessir tónleikar verði þungir, enda slíkt ekki við hæfi svona í hádeginu. Segja má að við höfum fleytt rjóm- ann af Wagner með því að velja tvær fallegar aríur eftir hann. Tón- leikarnir eru aðeins um hálftími að lengd og því þurfum við að nota tímann vel. Við flytjum þessar tvær aríur eftir Wagner auk aríunnar eftir Weber og ég spjalla lítillega við áhorfendur á milli verka. Svo er aldrei að vita nema við höfum eitt- hvað óvænt í pokahorninu í lok tón- leikanna,“ segir Elín. Tónleikarnir eru sérstaklega hugsaðir sem tækifæri fyrir fólk sem starfar í miðbæ Hafnarfjarðar til að njóta góðrar tónlistar í hádeg- ishléi. Tónleikarnir eru í boði Hafn- arborgar og er því enginn aðgagns- eyrir að þeim. Þeir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Bonnefoy fær bókmenntaverðlaun kl. 17.15 Í dag fer fram upplestur á Amtsbóka- safninu á Akureyri á vegum Skálda- spírunnar. Þar munu stíga á stokk þeir Þórarinn Torfason sem les upp úr óbirtu ljóðahandriti og Björn Þorláksson sem les upp úr óútgefnu handriti að nýrri skáldsögu. Viðburð- urinn hefst kl. 17.15 og er aðgangur ókeypis og öllum opinn. Strengur framkallar tón með því að sveiflast. Snemma komust menn að því að í raun sveiflast hann ekki bara í heilu lagi. Á sama tíma sveiflast helmingarnir líka hvor um sig, líka hver þriðjungur, fjórðungur, fimmt- ungur og svo framvegis. Hver þessarra aukasveiflna gefur sinn tón. Ef allir þessir tónar eru lagðir saman fáum við það sem kalla mætti hljóðróf. Það er eins og risavaxinn hljómur þar sem neðst er langt á milli tóna (áttund) og síðan æ styttra rétt eins og hlutföllin gefa til kynna. Þótt við þykjumst bara heyra tónbotninn, tóninn sem allur strengurinn gefur, heyrum við í raun allt hljóðrófið án þess að taka eftir því. Þetta á við um alla tóna sem okkur berast til eyrna. Þetta er náttúrulegt fyrirbæri og skýrir að nokkru leyti hvernig við upplifum blíðan og stríðan hljóm. Neðstu tónarnir hljóma saman í mesta samlyndi en streita milli tóna eykst eftir því sem ofar dregur. Sá samhljómur sem við erum vön í hefðbundinni tónlist byggir á fimm neðstu tónum hljóðrófsins. 1) Lýsa mætti tónlistarsögunni sem fjallgöngu eyrans upp eftir hljóðrófinu. Það er nokkuð gróf en gagnleg einföldun. 2) Í árdaga var fullkominn samhljómur takmarkaður við neðstu þrjá tónana. Á endurreisnartímanum vann fimmti tónninn sér sess í samfélagi ómblíðunnar. 3) Ekki komust fleiri tónar þangað inn lengi vel, en tónlistin sótti æ oftar allt upp í 9. tón og ekkert minna en 7. og 17. tónn heilsa okkur í upphafi brúðarmarsins eftir Mendelssohn (1830). 4) Litameistarar eins og Debussy og Ravel unnu markvisst að því að opna eyru okkar fyrir efri svæðum hljóðrófsins og sýndu fram á að þau þurfa ekki að vera svo hvöss að heyra. 5) Ástæður þessa ferðalags voru ekki fræðilegar. Tilfinningin, skynj- unin, leitaði eins og ósjálfrátt inn á ný svæði. Enda gerðist þetta ekki síður í rokkinu en skrifaðri tónlist: Vælandi og urrandi gítarsóló voru ekkert annað en glefsur af efri hluta hljóðrófsins. Það var rokkið sem sýndi fram á að stríður hljómur og nautn áttu ágætlega saman. 6) Eftir því sem ofar dregur í hljóðrófinu verður smám saman ógern- ingur að greina mun tónanna og þeir renna saman í samfellt hljóð, sem er þá hávaði en ekki hljómur. Hristur, trumbur og gjöll alls konar eru verkfæri til að framkalla hávaða. Þetta geta hátalarar auðvitað líka. 7) Rokkið og nútímatónlistin hittust allt í einu á leikvelli sem hét hávaði og hafa átt talsverða samleið síðan. Þá hafði hávaðinn reyndar verið hagvanur sums staðar í Afríku frá ómunatíð. Í leit að hávaða Wagner og Weber Yfirlitssýning Hreins Friðfinnssonar myndlist- armanns sem vakti mikla athygli í sumar í Serpentine Gallery í London er komin upp í Listasafni Reykjavík- ur og leggur undir sig efri hæð hússins. Hún geymir verk frá upphafi áttunda áratugsins að undanteknu verki frá 1965, Litið við hjá Jóni Gunnari, sem var endurgert 1992 en er þó í grunninn hið sama þótt hurðin gegnumsparkaða sé nýrri en sú sem Hreinn sýndi á sínum tíma og vakti hvað mesta hneykslan. Var þetta nú list? Sýningin var samsett af sýningar- stjóranum Kitty Scott en varð til fyrir áhuga Ólafs Elíassonar og Hans Ulrich Obrist sem ræður nokkuð ferðinni hjá Serpentine um þessar mundir og Hafþór Yngvason hefur verið í samstarfi við. Sýning Hreins verður hér fram yfir áramót en fer þá til Bergen og Málmeyjar. Framgangur Hreins eftir sýn- ingarhaldið í Hyde Park hefur vafalítið opnað honum dyr: þótt verk hans séu uppi í Pompidou og hann vel þekktur meðal áhuga- manna um arfleifð og áframhald konseptsins víða í Evrópu er myndlist af því tagi sem hann stundar utan alfaraleiða. Það eru hávaðasamari auglýsingamenn sem njóta athyglinnar, ágengir frekjuhundar. Hreinn Friðfinns- son er ákaflega hógvær maður og það sést líka í verkum hans sem eru full af íhugun, hann er næm- astur á hið fagra í ásýnd hlutanna, hversdagslega reynslu sem við brunum flest hjá. Hreinn er fæddur 1943 á Bæ í Dalasýslu og hleypti heimdragan- um ungur til að læra myndlist í Handíða- og myndlistarskólanum sem þá var. Hann fór í námsferð til London tvítugur ásamt Sigur- jóni Jóhannssyni: „Það gerðu það ekki allir, eins og síðar varð,“ segir Hreinn um þá för. Fyrstu sýningu sína héldu þeir saman tveim árum seinna. Sú sýning er talin upphaf umbrota í íslenskri myndlist sem löngum eru kennd við SUM og ber í skrám nafnið SUM I en Hreinn var með í flest- um stóru sýningunum þeirra: SUM II, II, IV og SUM á Listahá- tíð 1972. Hann hafði þá verið búsettur í Amsterdam í fjögur ár þar sem hann hefur haldið starfs- stöð og heimili æ síðan. Í myndarlegri sýningarskrá sem kom út með Serpentine-sýn- ingunni er rakinn sýningarferill hans frá upphafi. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og staðið einn að sýningum í ýmsum galleríum Evrópu sem hann hefur verið í samstarfi við um áratuga- skeið. Hér heima sýndi hann síð- ast í Keflavík, á Ísafirði, í Reykja- vík og í Hafnarfirði. Ekki er hægt að segja annað en hann hafi sinnt sýningarhaldi á landsbyggðinni af skyldurækni. Verk hans eru fáan- leg í gallerí i8 á Klapparstíg. „Þetta nær allt aftur til sjöunda áratugsins,“ segir Hreinn. „Það er fátt hér af nýjum verkum, enda sum þeirra ekki orðin til enn.“ Hreinn viðurkennir að heimsókn þeirra Sigurjóns til London 1963 hafi kveikt í honum: „Allir urðu fyrir áhrifum frá poppinu,“ segir hann „Það var í einhverjum verk- um mínum sem eru ekki til leng- ur.“ Hann segir stórsýningu í Tate það ár hafa verið „þrumu“, en umbrotið í popp-listinni hafi hreyft við mörgum og haft áhrif: „Það var áhrifamikil sýning fyrir ungar sálir.“ Landið kemur mikið fyrir í verk- um Hreins, rétt eins og í útlaga- myndum Ólafs Elíassonar. Þótt ólíkir séu er eins og það sé í baki í minningu. Við spyrjum hann hvort hann vinni mikið með minningu: „Það er dálítið um það. Mér finnst það alltaf gaman þegar einhver minning, einhver mynd, sem er annars ómerkileg, ekki söguleg, eitthvað sem af einhverjum orsök- um kemur upp í hugann. Til dæmis verkið Sumarnætur, sem er eitt af þessum einnota verkum sem eru ekki varanleg. Það eru kramarhús vafin úr pappír. Það byggist á minningu. Einhvern tíma sat ég á Hótel Borg, fyrir langa langa löngu. Þar var maður sem var búinn að vera að skemmta sér svo- lítið lengi og hann spyr svona upp úr móki: Vitiði hvernig nóttin er í laginu? Hann fékk ekkert nema dónaskap og bull og þá sagði hann: Hún er keila. Maður hafði aldrei hugsað út í það beint þótt hægt sé að fletta því upp í kennslubókum. En svona getur orðið manni minn- isstætt og efniviður. Þannig að minningin er áhugaverð oft, eitt- hvað svona lítilfjörlegt gefur til- efni til þess að vinna eitthvað.“ Hreinn setur saman nýja sýn- ingu fyrir Gallerí Nortenhaken í Berlín í vor. Konseptið er löngu orðið viðurkennt sem skóli eða deild í samtímalist. Hreinn segist ekki vera vel að sér í merkimið- um. „Þessi miði var hengdur á eitt- hvað sem hefur skýr landamæri sem það hefur ekki. Þetta er bara svo fjölbreytt. Það er allt í gangi sem hefur einhverjar konsept tengingar. Ég er lélegur við svona skilgreiningar. Það er heilmikið djobb og heilmikil pæling. Það eru margir í því og mikið af skýru fólki. Það er bara hægt að koma að þessu frá svo mörgum hliðum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.