Morgunblaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 44
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 10. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Vaxandi aust- læg átt, 10–18 m/s en hægari norðan- og aust- anlands. Snjókoma eða él, einkum sunnanlands. » 8 Heitast Kaldast 0°C -10°C MCNAUGHT-HALASTJARNAN sést nú vel með berum augum hér á landi. Best er að sjá hana í ljósaskiptum kvölds og morgna, en hún er í suð- austri frá Reykjavík í birtingu og í suðvestri þegar myrkur skellur á. Hægt ætti að vera að sjá hana í dag og á morgun ef vel viðrar og heiður himinn, en eftir það kemur hún ekki upp fyrr en eftir að bjart er orðið og sest fyrir myrkur og verða þá athug- unarskilyrði hagstæðari á suðurhveli jarðar. Hala- stjarnan er kennd við ástralska stjarnfræðinginn Robert McNaught sem fann hana 7. ágúst sl. Þá var hún mjög dauf enda í mikilli fjarlægð frá sólu. Síðan hefur hún nálgast sólina og kemst næst henni á föstudaginn kemur. Þá fer hún langt inn fyrir braut innstu reikistjörnunnar Merkúríusar og verður næst sólu í 25 milljón kílómetra fjarlægð frá henni, en það er aðeins einn sjötti af fjarlægð jarðar frá sól, samkvæmt Almanaki Háskóla Íslands. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Björt halastjarna á suðurhimni Verður næst sólu á föstudag og fer langt inn fyrir braut Merkúríusar VEGNA styrkrar stöðu Lífeyrissjóðs verzlunar- manna (LV) hefur stjórn sjóðsins ákveðið að gera tillögu til aðildarsamtaka sjóðsins um 7% hækkun áunninna lífeyrisréttinda sjóðfélaga frá 1. janúar 2007. Það samsvarar 11,8 milljarða hækkun rétt- inda sjóðfélaga, samkvæmt upplýsingum Þorgeirs Eyjólfssonar, forstjóra LV. Eins og fram hefur komið var seinasta ár annað besta rekstrarárið í sögu LV með liðlega 12% raunávöxtun. Vegna góðrar raunávöxtunar sjóðs- ins 2006 hefur tryggingafræðileg staða hans styrkst verulega. Eignir sjóðsins við áramót námu 240 milljörðum og höfðu hækkað um 26% á árinu. Eignir umfram skuldbindingar námu 32 milljörð- um eða 7,9%. 21,1% hækkun umfram verðlag Þrátt fyrir hækkun réttindanna mun staða sjóðsins verða jákvæð um 4,9% eða um liðlega 20 milljarða að hækkuninni afstaðinni, skv. upplýs- ingum Þorgeirs. Á síðustu 10 árum hefur LV tekist að bæta líf- eyrisréttindin og lífeyrisgreiðslur um 21,1% til viðbótar almennum verðlagsbreytingum sam- kvæmt vísitölu neysluverðs en réttindaávinnslan var fyrst hækkuð um 11,8% árið 1997. „Það er mjög ánægjulegt að tekist hefur að bæta lífeyrisréttindi sjóðfélaga sjóðsins umtals- vert á liðnum árum. Ennfremur er þýðingarmikið að lífeyrisþegar sjóðsins hafa notið verulegs kaup- máttarbata á lífeyri sinn og nú munu þeir sjá 7% hækkun lífeyrisgreiðslna um næstu mánaðamót,“ segir Þorgeir Eyjólfsson. Lífeyrisgreiðslur hækka um 7% Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÉG HEF verið laus við spilafíknina sl. þrjú ár eftir að hafa spilað mig næstum til bana.“ Þannig segir fimmtugur spilafíkill frá reynslu sinni en á árunum 1988 til 2003 spil- aði hann frá sér um 30 milljónir króna og skuldaði að auki um níu milljónir. Þá var hann niðurbrotinn maður á sál og líkama og var kom- inn á fremsta hlunn með að svipta sig lífi. Maðurinn, sem vildi ekki koma fram undir nafni en er kallaður Karl í viðtali við Morgunblaðið, var sjó- maður á góðu skipi og hafði oft mikl- ar tekjur. Segir hann að spila- mennskan hafi farið rólega af stað en fyrr en varði hafi hún tekið af sér öll ráð. „Maður byrjaði í þessum gömlu tíkallakössum en eftir að Pókerkass- arnir komu til sögunnar gat ég létti- lega spilað frá mér tugi þúsunda í hvert sinn,“ segir Karl og bætir við að með tilkomu Háspennunnar hafi freistingin aukist til muna. Karl segir að hann hafi lengi reynt að fela ástandið fyrir konu sinni og vinnufélögum, meðal ann- ars fengið sér pósthólf úti í bæ þangað sem allir reikningar voru sendir. Það hafi þó bara verið gálga- frestur. „Ég var nýkominn í land … tók út hýruna, sem var 800 þúsund. Ég hafði lofað sjálfum mér að spila ekki þegar ég kæmi í land en þegar ég sá að gullpotturinn var kominn upp í 13 milljónir gat ég ekki staðist freist- inguna,“ segir Karl, sem gekk úr spilasalnum með 100 þúsund kr. Þegar hér var komið var öllu lokið fyrir honum. Hann ætlaði að stytta sér aldur en lenti inni á Vogi. Hann vinnur nú að því ásamt fjölskyldunni að borga skuldirnar og hefur greitt um 80% þeirra. Karl segist fylgjandi hugmyndum borgarstjóra um að flytja spilakass- ana út í Örfirisey en hann leggur áherslu á að fyrir spilafíkla gildi það einu hvert spilið er. Vafasöm leið Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, sem oft hefur fjallað um spila- kassa á Alþingi, fagnar því ef vit- undarvakning sé nú í samfélaginu um skaðsemi kassanna. Helst vill hann sjá rekstur þeirra bannaðan. Félagsmálaráðherra telur það vafasama leið hjá frjálsum fé- lagasamtökum og stofnunum að fjármagna rekstur með spilaköss- um. Hann vill sjá takmörkun á fjölda og staðsetningu kassanna.  Þetta byrjaði | 11 „Hafði næstum spilað mig til bana“ Morgunblaðið/Kristinn Í HNOTSKURN »Íslandsspil reka 580 spila-kassa um allt land fyrir RKÍ, Slysavarnafélagið Lands- björg og SÁÁ. Háspenna ehf. og Happdrætti Háskóla Ís- lands reka 390 kassa. »Borgarstjórinn í Reykja-víkur hefur lýst því yfir að fyrirhugaður rekstur spilasal- ar í verslunarmiðstöðinni í Mjódd sé óforsvaranlegur með öllu. „MÉR ER efst í huga sú ábyrgð sem mér er falin og ég tek áskor- uninni; ég er afar stolt, full til- hlökkunar og gleði og ég hlakka til að byrja að vinna,“ segir Sig- rún Björk Jakobsdóttir, en hún var í gær ráðin bæjarstjóri á Akureyri, fyrst kvenna. Sigrún sagði það ennþá frétt að kona væri ráðin í starf sem þetta, þó að vonandi þætti það ekki mikil frétt í framtíðinni, en ráðn- ing sín væri vissulega mikilvægt skref fyrir konur. Sigrún var kjörin bæjarstjóri með átta atkvæðum en þrír bæj- arfulltrúar sátu hjá. Hún gegnir starfi bæjarstjóra þar til í júní 2009, en fulltrúi Samfylking- arinnar gegnir stöðu bæjarstjóra síðasta ár kjörtímabilsins. Á myndinni fagna móðir Sig- rúnar, Jóhanna Kristinsdóttir, og eiginmaður, Jón Björnsson, henni að loknum bæjarstjórnarfundi í gær. | 17 Mikilvægt skref fyrir konur Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson HEILSUEFLING á Suðurnesjum, átak, sem felst í því að bjóða öllum Suðurnesjamönnum, 40 ára og eldri, blóðmælingu, hófst í gær með því að bæjarstjórar þriggja sveitarfélaga voru mældir. Fyrir átakinu standa samtökin Hjartaheill á Suðurnesjum en formaður þeirra, Hjálmar Árna- son alþingismaður, segir, að af ein- hverjum ástæðum virðist sem meira sé um hjartaáföll á Suðurnesjum en í öðrum landshlutum. Auk blóðmælinga verða ýmsir aðr- ir áhættuþættir skoðaðir en Hjálmar segist hafa það fyrir satt að átakið sé viðamesta forvarnaverkefni í heil- brigðismálum hér á landi. | 18 Hvatt til nýs lífsstíls ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.