Morgunblaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 30
✝ Kristján Krist-jánsson fæddist í Syðstakoti í Miðnes- hreppi 5. september 1925. Hann lést á heimili sínu 2. júní síðastliðinn. Kristján var sonur Sigrúnar Elínborgar Guðjóns- dóttur saumakonu, f. 7. október 1904, d. 10. febrúar 1971, og Kristjáns Karls Kristjánssonar prentara, f. 14. nóv. 1902, d. 25. maí 1977. Vegna veikinda móður sinnar ólst Kristján upp hjá móðurforeldrum sínum til fermingaraldurs. Kristján kvæntist hinn 31. júlí 1949 Erlu Wigelund, f. 31. desem- ber 1928. Foreldrar hennar voru þau Vilborg Dagbjartsdóttir, f. 26. desember 1911, d. 20. janúar 1988, og Peter Wigelund, f. í Þórshöfn 25. júní 1899, d. 22. desember 1974. Börn Kristjáns og Erlu eru: 1) Þor- björg, f. 7. desember 1949. Dætur hennar eru Erla, f. 23. nóvember 1967, og Elínborg, f. 4. júní 1971, Sigurðardætur. 2) Pétur Wigelund, stjórnaði af mikilli röggsemi allt til ársloka 1961 en þá lagði hann saxófóninn á hilluna. Þrátt fyrir að hljómsveitin leystist upp í kjölfarið hafði Kristjáni tekist að setja mark sitt á íslenska tónlistarsögu, m.a. með því að bera hingað til lands nýja strauma frá Bandaríkjunum. Kristján lagði mikinn metnað í allt sem viðkom hljómsveitinni. Á þeim tíma tíðkaðist það ekki að hljóm- sveitir æfðu áður en spilað var op- inberlega en Kristján krafðist þess að vel væri æft, meðlimir væru í hljómsveitarbúningum og lögin væru vel útsett. Kristján átti einnig stóran þátt í því að fólk fór að líta starf hljómlistarmanna alvar- legum augum. Tónlistin var starf sem fólk hafði að aðalatvinnu en hvorki sem aukastarf né tóm- stundagaman. Árið 1965 stofnaði hann, ásamt eiginkonu sinni Erlu, Verðlistann við Laugalæk. Árið 1980 stofnaði hann svo Litlu flug- una sem var sérverslun með flugu- hnýtingarefni þar sem hann gat samtvinnað tvö af sínum helstu áhugamálum, laxveiðar og flugu- hnýtingar. Kristján starfaði þar allt til hann lét endanlega af störf- um. Útför Kristjáns fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. f. 7. janúar 1952, d. 3. september 2004. Eig- inkona hans er Anna Linda Skúladóttir, f. 19. júlí 1957. Börn þeirra eru Íris Wigel- und, f. 9. okt. 1980, Kristján Karl, f. 5. nóvember 1984, og Gunnar Eggert, f. 9. febrúar 1989. 3) Sig- rún Júlía, f. 4 nóv- ember 1959, gift Jó- hanni Ásmundssyni, f. 30. mars 1961. Börn þeirra eru Auð- ur Elísabet, f. 12. apríl 1982, Ás- mundur, f. 5. ágúst 1986, og Ragn- ar Pétur, f. 7. apríl 1994. 4) Elísabet, f. 7. mars 1958. Börn hennar eru Theodór, Þorbergur, Jónína Guðný og Kristmundur Ax- el. Kristján lauk eins árs námi frá Verzlunarskóla Íslands en eftir það lá leiðin til Bandaríkjanna. Hann stundaði nám í saxófón- og klarinettleik árin 1946-47 við Ju- illiard School of Music í New York. Þegar heim kom, árið 1947, stofn- aði hann KK-sextettinn sem hann Enn fjölgar í Himnabandinu og nú er hljómsveitarstjórinn sjálfur mættur á svæðið! Honum verður áreiðanlega vel fagnað þar þótt hans verði sárt saknað hér. Enda eru þær blendnar tilfinningarnar sem bærast í brjósti mér þegar ég staldra við og minnist elskulegs afa míns. Sorg og söknuður vegna þess að nú fáum við ekki að hafa hann lengur hjá okkur. Þakklæti fyrir þann tíma sem ég fékk að eiga með honum, en um leið er ég sátt við að loksins hefur hann fengið hvíld eft- ir einstaklega æðrulausa baráttu við þann illvíga sjúkdóm sem að lokum hafði betur. Hlýleiki, einlægni, mýkt og húm- or eru orð yfir þá mannlegu eig- inleika sem mér finnst lýsa afa best. Þessi stóri og mikli maður sem var svo einstaklega einlægur og hlýr hafði frá svo mörgu skemmtilegu að segja. Ég mun ávallt minnast þess hvað það var gaman að setjast hjá honum og hlusta á hann segja frá upphafi sambands þeirra ömmu. T.d. þegar hann sá hana í fyrsta skipti þar sem hún stóð í tröppunum á snyrt- vörubúðinni þar sem hún vann. Þá sagði hann við vin sinn: „Þessari stúlku ætla ég að kvænast.“ Nokkrum dögum síðar hitti hann hana aftur á leiklistarnámskeiði og bauð henni far heim sem hún þáði. Það var fyrsta ferðalag þeirra saman en svo sannarlega ekki það síðasta. Þá var ekki síður gaman að hlusta á hann segja frá Ameríku- ferðunum sem tengdust tónlistinni og oftar en ekki lumaði hann á spennandi veiðisögum. Mín upplifun á sambandi afa og ömmu var sú að það væri byggt á gagnkvæmri ást og virðingu. Alltaf töluðu þau fallega hvort til annars og mér fannst öll þeirra samskipti einkennast af væntumþykju og vin- áttu. Þegar afi þurfti að leggjast inn á spítala í nokkra daga í tví- gang fyrir stuttu þá gat hann ekki beðið eftir að komast aftur heim til ömmu því þar fékk hann „topp- aðhlynningu.“ Heima hjá ömmu leið honum einfaldlega best. Það er líka óhætt að segja að amma hafi hugsað vel um hann alla tíð, veik- indin breyttu engu þar um. Það eina sem ég get huggað mig við nú er að segja sjálfri mér að þetta sé gangur lífsins. Minni mig því stöðugt á að það eina sem er öruggt í þessu lífi er sú staðreynd að „eitt sinn verða allir menn að deyja, eftir bjartan daginn kemur nótt.“ Ég veit líka fyrir víst að afi fékk langt og gott líf og fór héðan sáttur, bæði við Guð og menn. Ég á ómetanlegar minningar um yndislegan afa sem ég veit að munu hjálpa til við að græða sárin. Það er heldur alls ekki svo erfitt að sjá afa með pabba fyrir sér í einhverri ánni að veiða 20-pundara, afa að hnýta flugur, spila manna og leysa krossgátur. Nú getur afi lok- ið við bókina um pabba sem við náðum ekki að ljúka við að lesa saman eða pabbi bara sagt honum sögurnar sjálfur og jafnvel fleiri til. Elsku amma mín! Ég veit að missir þinn er mikill. Reyndu nú að setja sjálfa þig í forgang til til- breytingar. Hugsaðu jafn vel um sjálfa þig og þú hugsaðir um afa. Það hlýtur líka að vera huggun harmi gegn að geta séð í kringum þig ávexti ástar ykkar afa í dætr- um ykkar, barnabörnum og barna- barnabörnum. Guð gefi þér og okk- ur öllum styrk á þessum erfiðu stundum. Minningin um yndislegan og góðan afa mun lifa í hjarta mér um ókomin ár. Sonardóttirin, Íris Wigelund. Mig langar að kveðja þig elsku afi minn hér með nokkrum orðum þar sem ég hef ekki tök á að fylgja þér seinasta spottann í dag. Ég er svo þakklát fyrir þau skipti sem þú tókst þér tíma og sagðir mér sögur af þér og ömmu. Ég er svo þakklát fyrir að hafa deilt með þér 12. apríl öll okkar ár saman. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt svona frábæran og góðan afa. Ég er einstaklega þakklát fyrir hversu mikið þú elskaðir ömmu, því án ykkar tveggja væri enginn af okkur hérna. Ég mun aldrei gleyma þér, þú ert alls staðar, í hjarta mínu, í Sandgerði, í hverri klarínettnótu og í hverri ljúffengri brauðsúpuskeið. Þú varst ekki bara afi minn, þú varst og munt ávallt vera vinur minn. Ég elska þig. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Auður Elísabet Jóhannsdóttir. Elsku afi minn, mamma man eftir því þegar ég var nýfædd og þú hélst á mér og þú óskaðir þess að þú gætir séð mig betur. Nú getur þú séð mig hvenær sem er. Mér fannst alltaf svo gaman að koma í heimsókn til ykkar og þegar ég var enn yngri kallaði ég nafn þitt um leið og við nálguðumst húsið ykkar ömmu. Ég elskaði að koma í heimsókn til KK afa sem ég var svo hænd að og Erlu ömmu og leika mér með dót- ið. Mér finnst svolítið skrýtið að koma í heimsókn til ömmu núna og þú situr ekki í stólnum þínum að hlusta á hljóðbækur eða Dean Martin. Mamma er búin að segja mér að nú lúllir þú hjá Guði og að þegar ég verði stærri þá skilji ég þetta betur. Takk fyrir allar stund- irnar okkar saman og takk fyrir að vera alltaf svona góður við mig. Við mamma skulum passa upp á ömmu fyrir þig og ég ætla að byggja fullt af kubbahúsum fyrir þig elsku afi minn. Ég veit að þú og Pétur afi vakið yfir mér og passið vel upp á mig. Þín afastelpa, Linda Wigelund. Öðlingurinn Kristján Kristjáns- son, vinur minn og velgjörðarmað- ur, hefur lokið jarðvist sinni. Hann fæddist í Syðstakoti við Sandgerði og ólst þar upp hjá Þorbjörgu ömmu sinni við gott atlæti. Snemma kom tónlistaráhuginn í ljós og eftir heimkomu frá námi við Juilliard-tónlistarskólann í New York stofnaði hann KK-sextettinn sem hann stjórnaði af mikilli fag- mennsku til ársins 1961, er hann hætti öllum afskiptum af tónlist. Kristján kvæntist móðursystur minni, Erlu Wigelund, árið 1949. Þau göntuðust oft með þá sögu að þegar móðir mín var að koma und- irritaðri í heiminn kvöldið sem slagurinn mikli á Austurvelli átti sér stað vorið 1949 hafi þau verið að leggja drög að eigin fjölskyldu. Allavega fæddist Bobba frumburð- ur þeirra níu mánuðum síðar og ól- umst við síðan upp nánast sem systur, enda hefur heimili Krist- jáns og Erlu frænku frá fyrstu tíð verið mitt annað heimili. Margar ljúfar og skemmtilegar minningar fara í gegnum hugann þegar ég hugsa til Kristjáns. Þá er Erla alltaf nærri, því þau voru eitt. Kristján var mikið prúðmenni, afar yfirvegaður og næmur maður með gott skopskyn. Hann hafði einstak- lega hlýja og yndislega nærveru. Erla kryddaði svo tilveruna með hressileik sínum og krafti og gam- ansögur og húmorinn aldrei langt undan til að gera lífið skemmtilegt. Þau voru ákaflega samhent hjón í lífi og starfi. Þau stofnuðu Verðlist- ann og ferðuðust fyrstu árin vítt og breitt um landið í sölumennsku og hafa rekið verslunina í yfir 40 ár. Kristján sneri sér síðar að sínu áhugamáli, fluguhnýtingum, og stofnaði fyrirtækið Litlu fluguna, þar sem hann seldi veiðimönnum, vinum sínum, efni til að egna fyrir þann silfraða. Hann skapaði þar vettvang fyrir laxveiðimenn til að bera saman bækur sínar og und- irbúa næsta veiðitímabil. Þar var hann í essinu sínu. Kristján var ástríðufullur laxveiðimaður og veiðiferðirnar voru hans líf og yndi. Þau Bobba dóttir hans voru veiði- félagar til margra ára ásamt Erlu sem veiddi mikið áður fyrr. Við hjónin fórum í margar veiðiferðir með Kristjáni og Erlu. Kristján veiddi eingöngu á flugu en þegar veður hentaði ekki til fluguveiða sagði hann gjarnan við Erlu að hennar tími væri kominn. Fór hún þá með sína maðkastöng og sjaldan brást að hún kom klyfjuð til baka. Þetta voru góðar stundir. Þegar hann missti sjónina og gat ekki lengur hnýtt flugur, lesið eða leyst krossgátur hlustaði hann á hljóðbækur marga tíma á dag. Var hann mjög vel „lesinn“ og bæk- urnar fjölbreytilegar. Í veikindum sínum hélt Kristján reisn og æðru- leysi sem alltaf fyrr og gaf af hlýju sinni til síðasta dags. Hann dvaldi á heimili sínu til loka þar sem Erla annaðist hann á aðdáunarverðan hátt. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir góða samfylgd og mikla umhyggju í minn garð. Minningin um góðan dreng mun fylgja mér og mínu fólki um ókom- in ár. Hrefna Wigelund Steinþórsdóttir. Ég átti því láni að fagna að spila í 16 manna hljómsveit undir stjórn Kristjáns Kristjánssonar eða KK eins og hann var oftast kallaður. Kristján vissi nákvæmlega hvað hann vildi og hvernig hann átti að ná því fram. Þetta voru skemmti- legir tímar. „Við skulum aðeins fara yfir þetta aftur“ átti hann til að segja. Þá vissum við að eitthvað var öðruvísi en hann vildi hafa það, en hann ræddi það ekkert mikið. Ég á margar skemmtilegar og góðar minningar um samskipti okkar Kristjáns. Eitt skiptið hringdi hann til mín, var ósköp hæverskur og sagði: „Heyrðu Mummi, þú ættir kannski að kíkja á nóturnar að þessu lagi sem við vorum að æfa.“ Þetta var nú öll gagnrýnin. Eitt skipti fórum við Jón Sig- Kristján Kristjánsson 30 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Þá ertu farinn elsku KK. Sárt þín við munum sakna með þessu ljóði vil ég mig tjá. Af þessum draumi við munum ekki vakna. Andlit þitt og minningar eru brennd í minni mitt börn og veiðin áttu hjartað þitt. Í veiðiferðunum þú varst ávallt léttur í lund, nú er víst komið að kveðjustund. Valgerður Erla Árnadóttir. HINSTA KVEÐJA ✝ Bróðir okkar og vinur, HRAFNKELL EGILSSON, Brún við Írafoss, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi föstudaginn 16. maí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ólafía Egilsdóttir, Jóhann Gunnar Friðjónsson, Soffía Egilsdóttir, Gunnar Jakob Haraldsson, Karla Sigurjónsdóttir, Sölvi Magnússon. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJÁLMAR JÓN HJÁLMARSSON, Háteigi, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga mánudaginn 9. júní. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju mánudaginn 16. júní kl. 14.00. Sólveig Pétursdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANTONÍA MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR, Gyðufelli 10, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð, Vopnafirði, þriðjudaginn 10. júní. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 20. júní kl. 15.00. Jóhann Þór Einarsson, Herdís Jakobsdóttir, Aðalheiður Birna Einarsdóttir, Hermann Ingólfsson og barnabörn. ✝ Yndislegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BJÖRN GUÐMUNDSSON, Andrésbrunni 8, Reykjavík, sem varð bráðkvaddur sunnudaginn 8. júní, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 13. júní kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Guðmundsdóttir, Anna Björg Björnsdóttir, Jón Haukur Björnsson, Berglind Björnsdóttir, Ólafur Einarsson, Bryndís Björnsdóttir, Charles DuBeck, Guðmundur Björnsson, Inga Birna Barkardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.