Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1953, Blaðsíða 18

Ægir - 01.01.1953, Blaðsíða 18
12 Æ G I R ÓSKAR HALLDÓRSSON _ ÚTGERÐARM AÐUR Hinn 15. janúar s. 1. lézt i Reykjavík óskar Halldórsson útgerðarmaður. Enda þótt Óskar væri tæplega sextugur að aldri, er hann lézt, hafði hann um nærfellt fjóra tugi ára verið virkur þátttakandi í fram- leiðslustarfi sjávarútvegsins og lengst af einn hinna mikilvirkustu á því sviði. Mest voru afskipti hans af síldveiðunum, en einnig á öðrum sviðum sjávarútvegsins lét hann til sín talca. Verður hér ekki gerð tilraun til að lýsa starfsferli Óskars, en vísast um það i grein þá, sem birt er hér á eftir. Ég vil hér aðeins minna á einn þátt úr ævistarfi óslcars, en það var samband hans við Fiskifélag Islands. Allt ævistarf Óskars bar þess glögglega vitni, að hann skipaði sér undir merki einstaklingshyggjunnar. Taldi hann sér að jafnaði hentara að treysta á eigin mátt en félagsheilda. Þessi afstaða hans aftraði honum þó elcki frá því að fylgjast jafnan af áhuga með starfsemi Fiskifélagsins og leggja þar fram lið sitt eftir því, sem hann gat á hverjum tíma. Þegar árið 1925 gerðist hann ævifélagi í félaginu, og eftir það mun hann ekki hafa sett sig úr færi að koma á aðalfund félagsins, ef hann átti þess kost. Lét hann jafnan til sín taka á þeim fundum og vakti þar máls á ýmsum þörfum málefn- um. Sem dæmi um það má nefna, að þeg- ar á fyrsta fundinum, sem hann kom á, í febrúar 1925, flutti hann tillögu sína um athugun á því, að rikið hæfi rekstur síld- arverksmiðja. Var Óskar á þeim fundi kjörinn í nefnd til athugunar á því máli, en með honum í nefndinni voru Benedikt Sveinsson, Magnús Kristjánsson, Jón Ólafs- son og Sigurjón Á. Ólafsson. Tveim ár- um síðar flutti einn nefndarmannanna, Magnús Ivristjánsson, tillögu á Alþingi um þetta mál, en í framhaldi af þvi urðu til sildarverksmiðjur ríkisins. Árið 1942 og 1944 sat Óskar á fiskiþing- um, og í stjórn Fiskifélagsins átti hann sæti árin 1944—1947. D. Ó. Siglingu þess íslendings, sem einna djarfast hefur siglt um sína daga í lífsins ólgusjó, er nú lokið. Þegar hvessti hækkaði hann seglin. Gaf því oft á bátinn. Samt tókst honum að færa meiri björg í bú en flestum öðrum, og aldrei lagði hann árar í bát, þótt í móti blési. Hann var meiri framkvæmdamaður og framsýnni en flestir aðrir. í engu var hann meðalmaður. Saga 20. aldarinnar á Islandi verður ekki rituð án þess, að þar sé minnst óskars Halldórssonar útgerðarmanns, fram- kvæmda hans og tillagna. óskar var fæddur á Akranesi 17. júní 1893. Voru foreldrar hans Halldór Guð- bjarnason, bátaformaður, og kona hans Guðný Jónsdóttir Ottesen, annáluð dugn- aðarkona og brautryðjandi í fræsölu hér á landi. Til Reykjavíkur fluttist Óskar með foreldrum sínum 10 ára gamall. Fjórtán ára fór hann í búnaðarskólann á Hvann- eyri. Var hann þar við nám í tvo vetur og útskrifaðist sem búfræðingur þaðan 15 ára gama-11. Réðst hann þar í kaupavinnu um sumarið eftir prófið. Svo sagði Árni Jónsson frá Múla, sem var samtíða Óskari á Hvanneyri um slátt-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.