Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 16

Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 16
„Forréttindi að fá að starfa í þessu húsi“ Viðtal við Jón Bjamason, organista og kórstjóra í Skálholti Það er bjartur, fallegur, en kaldur dagur í lok apríl 2010 þegar blaðamaður Litla-Bergþórs rennir í hlað í Skálholti. Erindið er að hitta nýja organistann, Jón Bjarnason, og forvitnast aðeins um bakgrunn hans og heyra hugmyndir hans um starfið í Skálholti. Ur kirkjunni berast fallegir orgeltónar. Það fer ekki milli mála að Jón er að œfa sig. Egfœ mér sœti aftarlega í kirkjunni, hlusta á tónverkið til enda og virði jyrir mér fallega birtu kvöidsólarinnar, sem skín inn um steinda gluggana. Nokkrir út/endir ferðalangar standa við innganginn, taka myndir og ta/a í hálfum hljóðum. Jón heilsar blaðamanni brosandi og stingur upp á að við setjumst niður á skrifstofu hans í kjallara Biskupshússins. Að íslenskum sið er fyrsta spurningin um ættir og uppruna. Jón: Eg er fæddur 1979 á sjúkrahúsinu á Sauðár- króki, Skagfirðingur í húð og hár, ættaður af Höfða- strönd. Nánar tiltekið frá Víðilundi, sem stendur í landi Mýrarkots. Faðir minn, Bjami A. Jóhannsson var ættaður úr Óslandshlíð, bjó lengi í Miðhúsum með blandað bú en varð síðan kennari við grunn- skólann á Hofsósi. Móðir mín heitir Ingibjörg Jónsdóttir, ættuð frá Vatni á Höfðaströnd og Mann- skaðahóli, sem var næsti bær við Mýrarkot. Eg á þrjú eldri systkini, tvær systur og einn bróður. Elst er Kristín, sem er kennari á Hofsósi, síðan er Jóhann, organisti á Hólum í Hjaltadal og aðstoðar- skólastjóri Grunnskólans á Hólum. Ragnheiður er píanókennari í Reykjavík og ég er yngstur. Eins og þú sérð koma kennslan og tónlistin víða við í ljölskyldunni. Námsferillinn hófst við Grunnskólann á Hofsósi og síðan tók við Fjölbraut á Sauðárkróki. Eg var svo heppinn að á Hofsósi starfaði úrvals tónlistarkennari, Dr. Thomas Higgerson frá Bandaríkjunum og lauk ég 8. stigi í píanóleik hjá honum. Eg fór síðan í framhaldsnám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk píanókennaraprófí þaðan árið 2003 undir leiðsögn Halldórs Haraldssonar. Meðal píanó- kennara minna þar var Peter Maté. Aður en ég lauk píanónáminu hafði ég reyndar hafíð nám við Tón- skóla þjóðkirkjunnar, þar sem ég stundaði organista- nám hjá Herði Áskelssyni, sem nú er söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, og Birni Steinari Sólbergssyni organista. Kórstjórn er einnig hluti af náminu þar. Úr Tónskólanum útskrifaðist ég svo 2006 sem kantor, auk þess sem ég lauk einleiksáfanga í organleik. Frá árinu 2003 starfaði ég sem organisti í Selja- kirkju og var fastráðinn þar í sex ár, eða þar til ég sótti um organistastarfíð í Skálholti. Með námi spilaði ég einnig í sunnudagaskóla Breiðholtskirkju. Svo hef ég fengist aðeins við kórstjórn, stjórna Húnakómum, sem er kór brottfluttra Húnvetninga í Reykjavík og Litli Bergþór 16 ___________________________________ Jón Bjarnason brosmildur við orgelið. Ekkókórnum, sem er kór kennara á eftirlaunum og það geri ég enn, þó ég sé fluttur hingað austur. Ég hef því nokkuð margvíslega reynslu. Varðandi íjölskylduhagi, þá sótti ég konuna austur á Homaíjörð. Ég er giftur Bergþóru Ragnarsdóttur frá Akurnesi í Nesjum. Hún er með BA próf í guðfræði og er að ljúka námi í fomleifafræði og miðaldafræði. Með námi hefur hún unnið á Þjóðminjasafninu. En, svo ég segi nú frómt og satt frá þá kynntumst við í bænum! Áhugamálin. Jú, ég hef til dæmis áhuga á fótbolta, þó ég sé ekki enn kominn í „old boys“ fótboltaliðið í Biskupstungum. Svo er það auðvitað tónlistin, og þá ekki bara orgelleikur og klassísk tónlist heldur allur skalinn. Kórstjóm er mér mikið áhugamál og ég hef mjög gaman af því að vinna með fólki á öllum aldri. I Ekkókórnum eru t.d. tveir níræðir félagar, sem syngja annars vegar tenór og hins vegar sópran. Enginn bilbugur á þeim. Tenórinn heitir Ernst Backmann og hann semur lög og syngur sóló með kómum! Framtíðarsýn mín varðandi starfíð í Skálholti er að efla hér tónlistarlífíð og helst stofna kór, sem getur þjónað öllum kirkjum sveitarinnar. Ég sé fyrir mér samstarf kóra hér í uppsveitunum og jafnvel á öllu Suðurlandi. Nú hefur verið stofnuð Tónlistarnefnd prófastsdæmisins, og hugmyndin er að stefna fólki hingað í Skálholt. Mér fínnst forréttindi að fá að starfa í þessu húsi, þar sem svo mikið er að gerast og hlakka til að takast á við verkefnin hér. Okkur fínnst gott að vera hér í Biskupstungunum og það er gott að vera kominn út á land. Að því mœltu kveð ég organistann í Skálholti með þökk fyrir spjallið og óska honum alls velfarnaðar í lífi og starfii hér í Biskupstungum. GS

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.