Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 27

Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 27
T- listinn Ágæti kjósandi! Laugardaginn, 29. maí, n.k. verður gengið til sveitarstjómar- kosninga í Bláskógabyggð. T-listinn býður fram lista sem er tiibúinn að taka við stjóm sveitarfélagsins. Mikil endumýjun hefur átt sér stað á listanum frá síðustu kosningum, ásamt áherslubreytingum í stefnuskrá. Frambjóðendur T-listans hvetja kjósendur til að kynna sér vel stefnuskrá listans áður en gengið er inn í kjörklefann. T-listinn hvetur kjósendur til að mæta á kjörstað og nýta sinn kosningarétt og hafa þar með áhrif í sveitarfélaginu. Við viljum að lokum þakka Þ-listanum fyrir góða og drengilega kosningabaráttu og við hlökkum til að starfa með þeim að loknum kosningum, sama hvemig þær fara. Með von um góðan stuðning í kosningunum, Frambjóðendur, T- listans. Nokkrir frambjóðendur listans Frambjóðendur T - Iistans 1. Helgi Kjartansson, íþróttakennari, Dalbraut 2 Reykholti 2. Jóhannes Sveinbjömsson, bóndi, Heiðarbæ 3. Valgerður Sævarsdóttir, bókasafns- og uppl.fr., Laugarv. 4. Drífa Kristjánsdóttir, kennari, Torfastöðum 5. Kjartan Lámsson, bóndi, Austurey 6. Ingibjörg Sigurjónsdóttir, garðyrkjubóndi, Syðri-Reykjum 7. Lára Hreinsdóttir, kennari, Laugarvatni 8. Sigrún Elfa Reynisdóttir, leikskólak. og garðyrkjubóndi, Engi 9. Pálmi Hilmarsson, húsbóndi á heimavist ML, Laugarvatni 10. Svava Kristjánsdóttir, veitingam. Bjarkarbraut 12, Reykholti 11. Jón Þór Ragnarsson, bifvélavirki, Lindarbraut 11, Laugarv. 12 Eyvindur Magnús Jónasson, bóndi, Kjóastöðum 13. Halldór Kristjánsson, bóndi, Stíflisdal 14. Gunnar Ingvarsson, bóndi, Efri Reykjum Helstu baráttumál T-listans: • Stjómsýslan verður gerð skilvirkari og gegnsærri með því að efla nefndir sveitarfélagsins. Jafnframt yrði þeim falin aukin verkefni og áhersla lögð á að fá fólk til starfa í nefndum, sem hefur áhuga og góða þekkingu á þeim málum sem þar er ljallað um. • Lögð verður áhersla á ábyrga fjármálastjóm og að ýtrasta aðhalds verði gætt í rekstri sveitarfélagsins á næstu árum. • Standa ber vörð um að halda uppi góðu þjónustustigi fyrir íbúa sveitarfélagsins á erfiðum tímum í þjóðfélaginu. • Ráðinn verði sveitarstjóri og er fýrsti valkostur að ræða við núverandi sveitarstjóra um áframhaldandi starf. • Mikilvægt er að sinna viðhaldi á fasteignum sveitarfélagsins eins og kostur er. Verkefhum verði forgangsraðað þannig að aðstaða eflist og húsnæði liggi ekki undir skemmdum. • Efnt verði til almennra umræðna innan sveitarfélagsins, hverfa, skólahverfa eða svæða um mikilvæg mál sem snerta íbúa áður en bindandi ákvarðanir em teknar. • Grunnskólinn verði áfram rekinn með óbreyttu sniði. Þ.e.a.s. kennt verður frá 1. - 10. bekk bæði á Laugarvatni og í Reykholti og áhersla lögð á að samstarf kennslustaðanna verði eflt og styrkt. • Skólastefna verði mörkuð fyrir leik- og grannskóla. • Kannaður verði sá möguleiki að taka böm yngri en 18 mánaða inná leikskólana ef laust rými er til staðar. • Leggja þarf sérstaka áherslu á að efla vímuvamir meðal bama og unglinga í sveitarfélaginu. Mikilvægt er að fá heimili, skóla og æskulýðsfélög í samstarf varðandi vímuvamastefnu. • Leita skal leiða til að koma gatnakerfi þéttbýlisstaðanna i ákjósanlegt horf. Verkefnum verði forgangsraðað og leitast við að klára vel þau verkefni sem ráðist er í. • Þrýsta þarf á stjómvöld að helja framkvæmdir við Reykjaveg sem fyrst enda mun slík framkvæmd bæta til muna öll búsetuskilyrði í sveitarfélaginu. • Aðkoma og umhverfi í þéttbýliskjömunum verði bætt og fegruð. • Leiksvæði í þéttbýliskjörnunum verði löguð og bætt svo sómi sé að. • Mikilvægt er að halda áfram að auka flokkun og endumýtingu á sorpi. • Stutt verði við áframhaldandi uppbyggingu ferðaþjónustu í sveitarfélaginu í góðu samstarfí við hagsmunasamtök, ferðaþjónustuaðila og ferðamálafulltrúa. • Ibúafúndir verði haldnir að lágmarki einu sinni á ári. • Leitast verður við að fá félagasamtök innan sveitarfélagsins í samstarf til að koma á byggðarhátíð. • Fréttabréf sveitarfélagsins, Bláskógafréttir, komi út mánaðarlega. Bláskógafréttir verði efldar með fréttum og tilkynningum frá sveitarfélaginu, félagasamtökum og einstaklingum. Kannaður verði sá möguleiki að fela einstaklingi að reka og gefa út fréttabréfíð. • Heimasíða sveitarfélagsins verði efld og hafi að geyma nýjustu upplýsingar, samþykktir og fundargerðir sveitarstjómar, byggðaráðs og allra nefnda sveitarfélagsins. Viðburðadagatal heimasíðunnar verði eflt, þannig að hægt sé að leita á einum stað að því sem er að gerast i sveitarfélaginu. Sveitarstjórnarkosningar 2010. Ritstjóm Litla-Bergþórs fór þess á leit við listana sem buðu fram til sveitarstjórnar að þeir skrifuðu um framboðin í blaðið. Þegar það var gert stefndum við að því að blaðið kænti út fyrir kosningar en ýmislegt hefur orðið til þess að svo fór ekki, m.a. var prentsmiðjan sem við skiptum við ásetin með verkefni þegar líða tók að kosningum þannig að við urðurn einfaldlega of sein með blaðið okkar. Við höfum samt tekið þá ákvörðun að birta þessa pistla óbreytta og teljum þá standa fyrir sínu sem sögulegar heimildir. S.T. 27 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.