Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 14

Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 14
Ánægður viðskiptavinur:-) -er besta fjárfestingin Á undanförnum árum hafa fjármálafyr- irtæki og tryggingafélög gert sér sífellt betur grein fyrir því að ánægður við- skiptavinur er besta fjárfestingin. í takt við það hafa þau flest farið að vinna skipulega með kvartanir og ábendingar sem til þeirra berast. Neytendablaðið ræddi við þær Elínu Þ. Þorsteinsdóttur, deildarstjóra gæðastýringar hjá útibúa- sviði íslandsbanka, og Láru Jóhanns- dóttur, gæðastjóra hjá Sjóvá-Almenn- um en hjá báðum fyrirtækjunum hafa þessi mál verið tekin föstum tökum. Einnig var rætt við þá sem annast þessi mál hjá öðrum bankastofnunum og tryggingafélögum. Elín Þ. Þorsteinsdóttir deildarstjóri gæðastýr- ingar útibúasviðs íslandsbanka Ábendingakerfi íslandsbanka íslandsbanki tók í fyrrahaust upp nýtt ábendingakerfi og er tilgangurinn að auka gæði þjónustunnar við viðskipta- vini bankans. Það er Elín Þ. Þorsteinsdótt- ir deildarstjóri gæðastýringar útibúasviðs sem hefur yfirumsjón með þessu kerfi. Hún segir svo frá: „íslandsbanki hefur alltaf gert sér grein fyrir mikilvægi þess að viðskiptavinurinn sé ánægður og reynt að koma til móts við óskir hans og þarfir. Nýja kerfið býður upp á að skoða ábendingarnar kerfisbundið og nýta niðurstöðurnar. Til dæmis getum við fylgst með viðbrögðum viðskiptavina við nýrri þjónustu. Það kemur mér alltaf jafnmikið á óvart þegar ég uppgötva að fyrirtæki á mark- aði skuli ekki skrá ábendingar og kvart- anir viðskiptavina. Viðbrögð starfsmanna við ábendingum hafa mikið að segja um það hvort viðskiptavinir koma aftur til fyr- irtækisins. Því miður eru fyrirtækin ekki að gera nógu mikið af þessu. íslandsbanki ákvað að innleiða nýtt ábendingakerfi innan bankans í nóv- ember sem felst í því að hlusta eftir ábendingum frá viðskiptavininum og við verðlaunum starfsmenn fyrir að hlusta og skrá í kerfið. Þá leggjum við áherslu á að ef ábending er þess eðlis að það þurfi að grípa til ráðstafana þá sé málið leyst fljótt og örugglega, helst innan 24 klukkustunda. Við fylgjumst síðan með því hvernig málið er leyst og hvort við- skiptavinurinn fer sáttur frá borði. Frá 18. nóvember til 11. febrúar höfðu verið skráðar 1160 ábendingar. Það þýðir að starfsmenn skrá að meðaltali 15 til 20 ábendingar á dag. Ábendingarnar eru mjög ólíkar, allt frá því að viðskiptavinir séu að lýsa yfir ánægju sinni með tiltekna þjónustu til þess að fólk hafi lent í ógöngum, en við leggjum okkur þá fram um að leysa mál þeirra einstaklinga. í starfi íslandsbanka er lögð áhersla á að viðskiptavinirnir séu ekki í óvissu ef einhver vandamál koma upp. Til þess að hvetja starfsmenn íslandsbanka til að nýta sér þetta kerfi eru veitt verðlaun fyrir athyglisverðustu ábendinguna og úrlausnina. Viðskiptatryggð á bankamarkaði hefur breyst. Nú metur fólk og vegur þá kosti sem í boði eru. Ef fólk telur sig fá betri kjör og þjónustu annars staðar flytur það viðskipti sín. Það er því nauðsynlegt að hlúa að viðskiptatryggðinni með því að auka þjónustuna og bæta. Til þess hefur þetta kerfi verið tekið upp." Lára jóhannsdóttir gæðastjóri Sjóvár-Almennra Neytendaþjónusta Sjóvár-Almennra Neytendaþjónusta Sjóvár-Almennra hef- ur starfað frá á árinu 1995. Þjónustunni er ætlað að leiðbeina um eða leysa hvers konar ágreiningsmál sem upp geta komið milli viðskiptavina og félagsins. Undanskilin eru þó ágreiningsmál vegna sakarskiptingar í ökutækjatjónum, því um þau sér tjónanefnd vátryggingafélag- anna. Neytendaþjónustan heyrir beint undir framkvæmdastjórafélagsins,enundanfar- in ár hefur Lára Jóhannsdóttir gæðastjóri haft veg og vanda af starfseminni. Lára segirað hugsunin með Neytendaþjónust- unni sé sú að viðskiptavinum og öðrum þeim sem eru óánægðir með niðurstöð- ur félagsins í málum sé boðið upp á að nýr aðili sé kvaddur til sem athugar hvort eðlilega hafði verið að málum staðið inn- an félagsins. 14 NEYTENDABLAÐIÐ 2. TBL. 2003

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.