Morgunblaðið - 01.08.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.08.2014, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2014 ✝ Ásthildur Sig-urðardóttir fæddist í Keflavík 10. júní 1928. Hún lést á Ljósheimum 24. júlí 2014. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Sigurfinnsdóttir, fædd í Keflavík 1906, dáin 1983 og Sigurður Ágústs- son, fæddur í Birt- ingaholti 1907, dáinn 1991. Systkini Ásthildar eru Ásgeir, f. 1927, d. 2009, Arndís, f. 1930, d. 2012, Sigurfinnur, f. 1931, Ágúst, f. 1936, Magnús Helgi, f. 1942 og Móeiður Áslaug, f. 1943, d. 2002. Ásthildur giftist hinn 2. maí 1952 Guðmundi Ingimarssyni, f. 19. maí 1927. Foreldrar hans voru Sólveig Guðmundsdóttir, f. á Eyr- arbakka 1893, d. 1971 og Ingi- mar H. Jóhannesson, f. í Dýra- firði 1891, d. 1982. Börn Ásthildar og Guð- mundar eru: 1) Sigurður, f. 1953, sambýliskona hans er El- ín Þórðardóttir, f. 1953, barn þeirra er Ásthildur, f. 1991. Barn hans og fyrri eiginkonu hans, Steinunnar Ingv- arsdóttur, f. 1952, er Atli, f. mundur nýbýlið Birtingaholt 3 og bjuggu þar síðan. Ásthildur gekk í barnaskóla á Flúðum. Hún lauk prófi frá Héraðsskól- anum á Laugarvatni 1948. Hún stundaði söng- og pínónám einn vetur í Reykjavík, 1948-1949. Ásthildur var mikil félagsmála- manneskja og gekk snemma í Ungmennafélag Hrunamanna, hún starfaði þar mest að söng- málum og tók einnig þátt í íþróttum. Ásthildur söng frá 14 ára aldri í kirkjukór Hrepp- hólakirkju, að auki söng hún með Flúðakórnum, Söngfélagi Hreppamanna, Þjóðhátíðarkór Árnesinga og með Kór eldri Hrunamanna í sveitinni sinni. Ásthildur var formaður Kven- félags Hrunamanna 1975-1981 og einnig formaður Garðyrkju- nefndar Árnessýslu fyrir Sam- band sunnlenskra kvenna í átta ár. Hún starfaði nokkur ár með Félagi eldri Hrunamanna. Ásamt því að vera húsfreyja í Birtingaholti rak Ásthildur saumastofu þar 1980-1992. Hún vann einnig um tíma á sauma- stofu á Húsatóftum á Skeiðum. Ásthildur hafði mikinn áhuga á garðrækt og átti alltaf afar fallegan garð í Birt- ingaholti. Hún var einnig mikil hannyrða- og matreiðslukona. Síðustu árin dvaldi Ásthildur á Ljósheimum og naut þar mjög góðrar umönnunar. Útför Ásthildar fer fram frá Skálholtskirkju í dag, 1. ágúst 2014, og hefst athöfnin kl. 14. 1976. 2) Jóhannes, f. 1955, eiginkona hans er Inga Guð- laug Jónsdóttir, f. 1964, börn þeirra eru Kristín Hanna, f. 1999 og Sesselja Sólveig, f. 1999. Barn hans og fyrri eiginkonu hans, Önnu Kolbrúnar Þórmundsdóttur, f. 1957 er Lára, f. 1982. 3) Sólveig, f. 1957, börn hennar eru Magnea Bjarnadótt- ir, f. 1976, Móeiður Gunn- arsdóttir, f. 1983, Guðmundur Bragason, f. 1986, Sigrún Bragadóttir, f. 1989 og Ragnar Bragi Bragason, f. 1990. 4) Skúli, f. 1963, eiginkona hans er Lára Hildur Þórsdóttir, f. 1962, börn þeirra eru Ásthild- ur, f. 1983, Erna Elínbjörg, f. 1983, Ingibjörg, f. 1988 og Sunna, f. 1990. 5) Sigríður María Guðmundsdóttir, f. 1966, börn hennar eru Tanja Ilona Rijsdorp, f. 1993 og Simon Rafael Rijsdorp, f. 1996. Barna- barnabörn þeirra eru 6 að tölu. Ásthildur var fædd í Keflavík en fluttist að Birtingaholti með foreldrum sínum 1929. 1953 stofnuðu Ásthildur og Guð- Við viljum með nokkrum orðum minnast móður okkar, Ásthildar Sigurðardóttur frá Birtingaholti. Eins og gerist við andlát aldr- aðrar manneskju sem lifað hefur löngu lífi í sátt við guð og menn eru minningarnar margar, í hug- um okkar skiptast á þakklæti, friður, sorg og gleði. Í minningu okkar barnanna birtast myndir af mömmu í garð- inum í Birtingaholti sem var ein- staklega fallegur. Þar hamaðist hún í svolítilli rigningu, rjóð í kinn- um, rennsveitt við að hreinsa beð, reyta arfa, og annað sem fylgir vorverkunum. Hún fylgdist með gróandanum af áhuga og gladdist yfir hverri jurt sem lifði af vetur- inn. Í garðinum veltumst við börn- in í kringum hana, þar kenndi hún okkur nöfn og fleira áhugavert um gróðurinn og ræktunina. Henni var vinnusemi í blóð bor- in og var alltaf með eitthvað í höndunum, saumaði út, prjónaði og heklaði. Hún kunni því illa ef verkefnum var ekki lokið og þegar stelpurnar hennar tvær voru á yngri árum og heldur lélegar við að klára handavinnuna í skólanum hljóp hún undir bagga og prjónaði nú oftar en ekki hinn vettlinginn. Mamma var músíkölsk og hafði mjög fallega söngrödd, hún söng í kórum meirihluta ævi sinnar og kunni ógrynnin öll af lögum og ljóðum sem hún kenndi okkur börnunum. Á friðsælum stundum sagði hún okkur sögur sem hún kunni margar og hafði sjálf lært af Móeiði föðurömmu sinni, þessar sögur sagði hún seinna barna- börnum sínum. Allt þetta eru okk- ur dýrmætar minningar og arf- leifð til komandi kynslóða. Foreldrar okkar nutu þeirrar gæfu að vera gift í 62 ár, um- hyggja þeirra og kærleikur gagn- vart hvort öðru var einstakur og aldrei skýrari en á síðustu árum móður okkar. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg; en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson) Þegar hún mamma fór svo að veikjast síðustu árin hvarf hún töluvert inn í sinn eigin heim og umgekkst þar fólk frá öllum tíma- bilum ævi sinnar. Við systkinin er- um nokkuð viss um að þegar hún fór yfir þau ósýnilegu mörk sem skilja okkar heim frá öðrum hafi allt þetta fólk fagnað komu hennar og tekið á móti henni opnum örm- um. Sigurður, Jóhannes, Sólveig, Skúli og Sigríður María. Og nú er hún Ásthildur, stóra systir mín, farin líka. Móa, Ásgeir, hálfbróðir okkar, Dísa og svo hún. Gangur lífsins, stundum ótíma- bær en sem betur fer oftast eðli- legur. Þegar sjúkdómar eins og alzheimer eru annars vegar er hvíldin gleði. Svo var hjá minni elskulegu systur. Ásthildur var elst okkar al- systkina, stjórnandi hópsins á æskuárum og ekki bara það, þeg- ar mamma hafði mest að gera á stóru heimili í Birtingaholti, var þreytt eða lasin, var hún mamm- an. Þannig man ég best eftir Ást- hildi frá barnæsku minni. Ég mun hafa kallað hana þá einhverju gælunafni sem var eins konar „mimmí“ en er nú gleymt. En vel man ég þann tíma þegar ég sem lítið barn lá á spítala í Reykjavík um tveggja ára skeið og Ásthildur kom í heimsókn. Þá var ekki skroppið til Reykjavíkur á hverj- um degi. Hún gisti og kom í nokkra daga í röð og sagði mér og legunautum mínum sögur. Hún mun þá hafa verið 11-12 ára göm- ul. Hjúkkurnar sögðu að það ætti helst að ráða hana sem barn- fóstru, svo góðu sambandi náði hún við litlu sjúklingana. „Viltu segja okkur söguna um það þegar eplin hoppuðu upp,“ man ég að einhver sagði þegar hún kom ein- hvern daginn. Þegar við vorum orðin fullorðin og Ásthildur og Guðmundur, hennar elskulegi eig- inmaður, voru búin að stofna heimili settumst við Ásta, þá ný- gift, að á loftinu í Birtingaholti, ásamt þeim, með sameiginlegu eldhúsi, geymslu og baði. Þótt margt vantaði á þeim tímum var þó aðeins eitt sem var aldrei til. Það var ósamkomulag. Tímar liðu. Við fluttumst að Selfossi. Þau byggðu sér hús á Framtúninu. Þar var alltaf gott að koma. Ekki verður hjá því vikist að nefna það sem Ásthildur átti umfram flesta. Það var söngröddin hennar, sem hljómaði svo fagurlega, hvort sem var í kirkjunni hennar í Hrepphól- um eða á Flúðum í kórunum hans föður okkar svo ég nefni ekki við píanóið í stofunni hans pabba, þar sem hún frumflutti flest hans lög. Það er gott að hafa fengið að njóta þess. Mínum góða vini og mági, Guðmundi Ingimarssyni, börnum þeirra, tengdabörnum og afkom- endum öllum sendum við Ásta innilegar samúðarkveðjur. Sigurfinnur Sigurðsson. Við sitjum saman systurnar hérna í kartöflugeymslunni sem nú hefur fengið nýtt hlutverk, þú slóst þér nú heldur betur á lær og hristir höfuðið yfir þessari vit- leysu í okkur ömmustelpunum þínum, að breyta kartöflugeymsl- unni í kaffihús. Okkur þykir svo skemmtilegt að sitja hérna og minnast þín einmitt hér þar sem þú varst alltaf á fleygiferð í gráa og rauða kuldagallanum með hvítu krullurnar, að drífa þetta allt saman áfram. Þrátt fyrir hama- ganginn hafðir þú samt alltaf fyrir því að tína frá handa okkur allar „hausa-kartöflurnar“ sem urðu að alls konar ævintýraverum í mjúku moldinni undir flokkunarvélinni. Við eigum svo margar minningar tengdar þér frá kartöfluvertíðinni, við minnumst þín í rauninni mikið með hendurnar á kafi í mold, hvort sem það var þar eða í fallega garðinum ykkar afa. Margar minningarnar okkar um þig amma eru þó tengdar mat, þér var jú allaf mjög umhugað um að allir væru mettir og sælir í hvaða aðstæðum sem var. Nestistímar, norpandi með kókó úti í kartöflu- garði og sérsmurt nesti handa þeim sem það þurftu, voru lang- þráðir í misgóðu septemberveðri en minningarnar þaðan munu þó alltaf vera hlýjar. Kvöldkaffi var svo alltaf á boðstólum sem litlum stúlkum í næturpössun þótti alltaf gott. Uppáhaldsrétturinn okkar allra var lengi vel lifrarbuff með brúnni sósu en stundum tókstu þig til og græjaðir nýtísku rétti ofan í unglingana eins og pítsu með hrossabjúgum, pastaskrúfum og apríkósum úr dós. Þú yrðir nú ánægð að heyra að allar þessar matarminningar hafa núna sent okkur í hvern ísskápinn á fætur öðrum í leit að kvöldkaffi. Verst að við eigum ekki til jólaköku eða syk- urstífar pönnukökur. Við minnumst þín einnig sem alltaf með eitthvað í höndunum, að sauma eða prjóna einhverja draumaflíkina, eins og lopapeysu með súperman-merkinu. Einnig varstu okkur alltaf innan handar þegar eitthvað þurfti að breyta eða stytta en stundum fannst þér fullmikil þörf á að sauma fyrir göt- in á nýju tískugallabuxunum. Elsku amma, kappsemin þín er okkur minnisstæð og hefur síð- ustu daga verið okkur mikil upp- spretta skemmtilegra sagna og hláturskasta. Sögur af þér að hvetja áfram handboltalandsliðið með rjóða vanga, að spila við okk- ur kleppara og hæ-gosa og að sjálfsögðu áramótapúkkið. Einnig er okkur minnisstæð umhyggjan sem þú sýndir gjarnan í verki, þegar þú aðstoðaðir okkur við að jarða býflugur undir rifsberja- runnanum og við að velja nöfn á lömbin okkar. Þannig minnumst við þín best, eins og þú varst. Ásthildur, Erna, Ingibjörg og Sunna. Mig langar að minnast Ásthild- ar mágkonu minnar með nokkrum orðum. Kynni okkar hófust vorið 1968 er ég kom að Birtingaholti til sumarstarfa. Ásthildur varð fer- tug þetta sumar og hélt veglega upp á þau tímamót. Aldrei gleymi ég glæsilega skreyttum veislu- matnum sem á borð var borinn og allri umgjörð. Þar var húsfreyjan sjálf að verki með sína listrænu hæfileika. Þarna sat ég fyrstu veisluna á því heimili og síðar urðu þær ótal margar. Já, hún Ásthildur hafði næmt auga og eyra fyrir því sem fagurt var, í því sem öðru voru þau sam- taka hjónin. Garðurinn í Birtinga- holti 3 er vafalaust mörgum eftir- minnilegur sem um hann hafa gengið. Þar studdi garðyrkjufræð- ingurinn eiginkonu sína dyggilega. Margs er að minnast eftir margra ára samveru á Birtingaholtstorfunni. Þrjú systk- ini og mágfólk með stóran barna- hóp þar sem hver leitaði til annars ef á bjátaði. Ef einhver meiddi sig eða varð veikur og spurning var um hvort leita þyfti læknis var Ásthildur oft fengin til að meta stöðuna. Hún var traustvekjandi og afgerandi persóna, dugnaðar- forkur og ákveðin í fasi. Undir þessu yfirborði sló hlýtt hjarta og hrifnæmt. Ásthildur unni fagurri tónlist og hafði sjálf fallega söng- rödd. Hún söng í mörgum kórum og oft einsöng. Hún var félagslynd og lét sitt ekki eftir liggja, var mikilvirk kvenfélagskona og valin til margra starfa innan þeirra vé- banda auk þess að taka þátt í ýms- um öðrum félagasamtökum. Síðustu fjögur árin átti hún við heilsuleysi að stríða sem varð til þess að hún var fjarri heimili sínu og ástvinum. Í þeim óviðráðanlegu aðstæðum sýndi hún æðruleysi og eðlislægan kjark og var alltaf full af þakklæti til þeirra sem önnuð- ust hana og hjúkruðu. Ásthildur mín, ég kveð þig með virðingu og þökk. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Elsku Mummi minn og fjöl- skylda, ég bið góðan Guð að styrkja ykkur og styðja. Megi minningin um góða konu lifa í hjörtum okkar allra um ókomna tíð. Guðbjörg Björgvinsdóttir. Miðfell, Galtafell, Núpstúnsk- ista, Hólahnjúkar, Hekla, Skarðs- fjall, Þríhyrningur, Hestfjall, Vörðufell … Við bræður stöndum á hlaðinu í Birtingaholti III þar sem við feng- um að vera í sveit í nokkrar vikur á hverju sumri í æsku hjá Guðmundi móðurbróður okkar og Ásthildi konu hans. Ásthildur húsfreyja leggur áherslu á að kenna okkur heitin í fjallahringnum og yfirheyr- ir okkur svo reglulega þangað til við kunnum þau utan að. Nú, næst- um hálfri öld síðar, getum við farið yfir fjallahringinn í huganum og nefnt fjöllin réttum nöfnum. Dvöl í Birtingaholti var eina sveitavistin sem við bræður urðum aðnjótandi og minningin um þessa sumardaga er sveipuð ljóma sveitasælunnar. Það var gott að vera hjá þeim Ásthildi og Mumma og leikfélaga áttum við í Skúla jafn- aldra okkar, Siggu Mæju og öðrum krökkum á Birtingaholtsbæjunum. Ásthildur átti ríkan þátt í því að okkur leið vel í sveitinni og ekki minnumst við þess að hafa verið haldnir heimþrá. Iðulega var beðið með eftirvæntingu eftir næsta brandara frá Mumma frænda og Ásthildur virtist alltaf hlæja jafn- innilega að því sem hrökk út úr húsbóndanum. Hún var alltaf um- vafin pottablómum og við munum ekki eftir öðru eins blómahafi inn- anhúss frá þessum árum nema ef vera skyldi í Eden í Hveragerði. Og garðurinn þeirra var annað eins blómaveldi og Ásthildur kenndi okkur líka nöfnin á blómunum. Ingimar afi var stundum með okkur þarna í sveitinni og minn- umst við kvöldstunda þar sem setið var yfir handavinnu, sögur sagðar og skanderast. Skúli kunni miklu fleiri vísur en við, sérstaklega þær sem byrjuðu á A eða R og fórum við gjarnan halloka en það varð til þess að við lærðum margar vísur sem við kunnum enn eins og „Runki fór í réttirnar“ o.s.frv. Birtingaholt var eins og lítið konungsríki þar sem stórfjöl- skyldan bjó á fjórum heimilum á þessum árum. Gömlu hjónin þau Sigurður og Sigríður, foreldrar Ásthildar, voru þá enn í fullu fjöri. Sigurður var þjóðkunnur maður, tónskáld, kórstjóri og tónlistarskólastjóri, og því var tónlistin í öndvegi innan fjöl- skyldunnar. Ásthildur hafði mikla og fallega rödd og urðum við áþreifanlega varir við það þegar farið var á 17. júní-sam- komu á Flúðum eða í messu í Hrepphólakirkju. Einnig eru ógleymanlegar ferðir á leiksýn- ingar Leikfélags Hrunamanna í Kópavogsbíói þar sem Mummi frændi stóð á sviði t.d. í „Dans- inum í Hruna“ og Ásthildur söng Ave Maríu Kaldalóns á meðan kirkjan sökk í jörð. Reynar hrundi leikmyndin í því atriði og baksviðsmenn urðu að forða sér okkur til ómældrar skemmtunar. Það er ólíkt um að litast á Birt- ingaholtsbæjunum í dag en á þeim árum þegar við fengum að vera þar í sveit. Nú sem fyrr ber þó glæsibragurinn fjölskyldunni fagurt vitni sem hefur sýnt heimajörð sinni fádæma tryggð. Og fjallahringurinn er sá sami þótt formið á Heklu hafi kannski breyst lítillega í nokkrum elds- umbrotum sem hafa verið þar á síðustu áratugum. Við vottum Mumma og fjöl- skyldunni allri innilega samúð okkar við fráfall Ásthildar með kæru þakklæti fyrir sveitardvöl- ina á árum áður. Arinbjörn og Þórhallur Vilhjálmssynir. Ásthildur Sigurðardóttir ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VILBORGAR GUÐNÝJAR JÓNSDÓTTUR. Jón Waage, Edda G. Garðarsdóttir, Erla Waage, Auður Waage, Kjartan Lárusson, Baldur Waage, Þórdís U. Þórðardóttir, Freyr Waage, Nína Hólm, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SÍMON HALLSSON löggiltur endurskoðandi, Vogalandi 8, Reykjavík, lést á heimili sínu mánudaginn 28. júlí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 6. ágúst kl. 13.00. Anna Eyjólfsdóttir, Eyjólfur Símonarson, Adrianna Simonarson, Hallur Símonarson, Magnea Lena Björnsdóttir, Guðrún Símonardóttir, Ólafur Örn Jónsson og barnabörn. Minn gamli vinur er fallinn frá eftir langa baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Ég dáist óendanlega að þeim viljastyrk og því æðruleysi sem hann sýndi alveg þar til þessi síðasti úrslitaleikur var flautaður af. Ég lýt höfði í lotningu fyrir Sigurði Helga Hallvarðssyni og votta fjölskyldu hans og vinum mína dýpstu samúð. Svefninn laðar, líður hjá mér lífið sem ég lifað hef, fólk og furðuverur. Hugann baðar, andann hvílir. Lokbrám mínum læsi uns vakna endurnærður. Það er sumt sem maður saknar vökumegin við. Sigurður Helgi Hallvarðsson ✝ Sigurður HelgiHallvarðsson fæddist 2. janúar 1963. Hann lést 10. júlí 2014. Útför hans fór fram 18. júlí 2014. Leggst útaf á mér slokknar, svíf um önnur svið. Í svefnrofunum finn ég sofa lengur vil, því ég veit að ef ég vakna upp finn ég aftur til. Svefninn langi laðar til sín lokakafla æviskeiðs, hinsta andardráttinn. Andinn yfirgefur húsið, hefur sig til himna, við hliðið bíður drottinn. Það er sumt sem maður saknar vökumegin við. Leggst útaf á mér slokknar, svíf um önnur svið. Í svefnrofunum finn ég sofa lengur vil, því ég veit að ef ég vakna upp finn ég aftur til. (Jón Ólafsson, Daníel Ág. Har- aldsson, Björn Jr. Friðbjörns- son) Jón Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.